Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 42
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 542 LÆKNAblaðið 2015/101 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Páll Sigurðsson læknir og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu stendur á níræðu nú í haust, nánar tiltekið þann 9. nóvember. Páll býr ásamt konu sinni Guðrúnu Jóns- dóttur geðlækni við Ásholtið í Reykjavík og þó sjónin sé nokkuð farin að daprast er minnið óbrigðult og margs að minnast frá langri ævi. Páll tók við embætti ráðuneytistjóra í nýstofnuðu heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti árið 1970 og gegndi því starfi í aldar- fjórðung undir stjórn 10 ráðherra ólíkra ríkisstjórna. Hann rekur þennan tíma nákvæmlega í bók sinni Heilsa og velferð. Þættir úr sögu heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins 1970-1995, sem kom út árið 1999 og er merkileg og mikilvæg heimild um íslenska heilbrigðissögu á seinni hluta síðustu aldar. Páll stundaði sérnám í bæklunar- skurðlækningum og embættislækningum og starfaði í Gautaborg, á slysavarðstofu og Landakotsspítala áður en hann réðst til ráðuneytisins, auk þess sem hann var tryggingayfirlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins 1960-1970. Þá gegndi hann á starfsferli sínum fjölda trúnaðarstarfa á sviði heilbrigðismála. Með 1100 manna samlag „Ég lauk prófi frá læknadeild á miðjum vetri í janúar 1952 vegna þess að ég flýtti mér í náminu, var fimm og hálft ár að ljúka því en þá var læknanámið 7 ár. Ég var síðan kandídatsárið á Landakotsspítala og fór síðan í febrúar 1953 til Ortopedisk Klinik í Gautaborg í bæklunarlækningar undir handleiðslu Erik Severin. Snorri Hallgrímsson hafði útvegað mér þetta pláss. Ég var þarna í tvö og hálft ár og hálft ár til viðbótar á annarri bæklunardeild, Vanförean- stalten í Hälsingborg. Eftir þetta ætlaði ég í almennar skurðlækningar og sótti um stöðu sem auglýst var á Landspítalanum. Ég fékk hana ekki en í kjölfarið fékk ég bréf frá Sigurði Sigurðssyni sem þá var berklayfirlæknir og síðar landlæknir, um að opnuð hefði verið slysavarðstofa við Heilsuverndarstöðina og Haukur Kristjánsson hefði verið ráðinn yfirlæknir. En hann veiktist af mænusótt og Sigurður spurði hvort ég vildi ekki sækja um starf þar. Ég sagði sem var að ég ætti eftir að gegna héraðsskyldunni en Sigurður sagði að ég fengi lækningaleyfið án þess af því að það vantaði sárlega mann til að gegna þessari stöðu. Við fluttum þá heim í lok febrúar 1956. Ég fékk lækningaleyfið og sérfræðileyfi í bæklunarskurðlækningum um leið og var yfirlæknir á slysavarð- stofunni þar til Haukur kom til baka um haustið. Slysavarðstofan var þá til húsa í tveimur herbergjum í austurenda Heilsuverndarstöðvarinnar. Haukur var fatlaður eftir veikindi sín og gat ekki tekið fullar vaktir. Ég var því áfram á slysavarð- stofunni til ársins 1960. Strax um haustið 1956 þegar Bjarni Jónsson yfirlæknir fór til Kaupmannahafnar til að kynna sér heilaskurðlækningar vantaði bæklunar- skurðlækni á Landakotspítalann. Mínir sjúklingar á slysavarðstofunni voru oft sendir á Landakot en þar var enginn bækl- unarskurðlæknir eftir að Bjarni fór, svo ég fór að vinna þar líka án þess að spyrja kóng né prest. Það sagði enginn neitt við því enda þekkti ég systurnar ágætlega frá kandídatsárinu mínu og þær vildu gjarn- an hafa mig. Þar var ég síðan í 14 ár. Ég opnaði fljótlega stofu í Reykjavík eins og allir læknar gerðu á þeim tíma og sinnti heimilislækningum eftir að ég var búinn á slysavarðstofunni. Þetta voru langir vinnudagar en föstu launin á sjúkrahús- unum voru svo lág að það var ekki nokkur leið að lifa á þeim. Ég var með 1100 manna samlag sem heimilislæknir í mörg ár.“ ráðuneytisstjóri en ekki landlæknir Páll lýsir fyrir mér hvernig hálfgerð tilvilj- un varð til þess að hann fékk fyrst nasa- sjón af embættislækningum. „Eftir þrjú ár á slysavarðstofunni langaði mig að komast út aftur og fá meiri þjálfun í handa- skurðlækningum. Ég samdi við Vilmund Jónsson landlækni um að Oddur Árnason sem þá hafði lært taugaskurðlækningar í Gautaborg myndi leysa mig af í nokkra mánuði. Þetta varð úr en Vilmundur bauð mér jafnframt styrk til fararinnar ef ég myndi einnig kynna mér fyrirkomulag slysa- og sjúkratrygginga í Svíþjóð. Mig munaði um styrkinn og samþykkti þetta. Ég var svo einn mánuð í Stokkhólmi til kynna mér hvernig læknar störfuðu að slysa- og sjúkratryggingum auk þess sem ég fékk þjálfun í handaskurðlækningum í Gautaborg. Þaðan fór ég til Bretlands og var á bæklunarskurðdeild sjúkrahússins í Great Portland Street í London í 6 vikur. Ég hafði einnig lofað Vilmundi að sækja um stöðu tryggingayfirlæknis gegn því að ég fengi styrkinn. Staðan var auglýst og ég hafði satt að segja engan áhuga á henni en gerði það eingöngu til að standa við sam- komulagið við Vilmund. Emil Jónsson sem þá var tryggingamálaráðherra skipaði mig svo í stöðuna eftir að tryggingaráð hafði mælt með mér og ég gat því ekki annað en tekið við henni. Ég talaði strax við Bjarna Jónsson og spurði hvort ég mætti ekki halda áfram á Landakoti þrátt fyrir þetta Allir ráðherrar voru sammála í grundvallaratriðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.