Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 22
522 LÆKNAblaðið 2015/101 lífsgæðum eftir íhlutun. Hreyfing þátttakenda jókst, hvíldarpúls lækkaði en ekki var marktækur munur á holdafari né blóðþrýst- ingi fyrir og eftir íhlutun. Niðurstöður úr einstaklingsviðtölum sýna að þátttakendur voru almennt ánægðir með íhlutunina, upplifðu meira sjálfstraust, minni kvíða- og þunglyndiseinkenni, svefn varð betri og þeir áttu auðveldara með félagsleg samskipti. Hreyfing og einkenni geðklofa Niðurstöður úr PANSS-greiningarviðtalinu sýna að jákvæð ein- kenni geðklofa hurfu ekki, en hluti þátttakenda lýsti því í einstak- lingsviðtölum að auðveldara væri að hafa stjórn á einkennum á meðan þeir hreyfðu sig. Nefnt var að rof yrði á óþægilegum hugs- unum og að gott væri að geta einbeitt sér að einhverju öðru eins og hreyfingunni. Þarna gátu þeir gleymt sér í smá stund. Þessar nið- urstöður spegla erlendar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á sjúklingum með geðklofa.10,24 Niðurstöður Gorczynski og Faulk- ner10 benda til þess að jákvæð einkenni geðklofa hverfi ekki alfarið við hreyfingu en þau geti minnkað, þar kom fram að sjúklingum fannst auðveldara að hafa stjórn á erfiðum jákvæðum einkennum eins og ofskynjunum þegar þeir hreyfðu sig.10 Beebe og félagar24 útbjuggu 16 vikna gönguáætlun fyrir einstaklinga með geðklofa. Þátttakendum var skipt upp í tvo hópa þar sem íhlutunarhópur stundaði göngu en hinn hópurinn fékk hefðbundna meðferð. Hjá þátttakendum sem fengu íhlutun mátti sjá að jákvæð einkenni geðklofa minnkuðu, þol jókst, líkamsþyngdarstuðull lækkaði og einkenni geðklofa minnkuðu. Í lok íhlutunartímabils þessarar rannsóknar minnkuðu nei- kvæð einkenni og almenn geðræn einkenni geðklofa hjá þátt- takendum. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rann- sóknir10,14 sem sýna fram á að hreyfing getur dregið úr neikvæðum einkennum geðklofa. Einnig minnkuðu önnur einkenni eins og kvíði, þunglyndi og streita ásamt því að virkni varð meiri og lífsgæði jukust. Chamove og félagar25 lýsa því hvernig geðklofa- sjúklingar upplifðu minni kvíða, þunglyndi og streitu þá daga sem þeir stunduðu hreyfingu. Einnig bentu höfundar á að sjúk- lingarnir bættu félagsfærni, voru jákvæðari og virtust hafa aukna áhugahvöt. 25 Pelham og Campagna26 rannsökuðu áhrif hreyfingar á andlega, líkamlega og félagslega þætti hjá einstaklingum með geðklofa. Niðurstöður þeirrar rannsóknarinnar gáfu til kynna að þunglyndis- og kvíðaeinkenni minnkuðu, almenn vellíðan varð meiri, svefn og úthald varð meira og sjálfstraust jókst. Niður- stöður úr einstaklingsviðtölum styðja fyrri rannsóknir þar sem þátttakendur tala um að þeir upplifi minni kvíða og þunglyndi þegar þeir hreyfa sig reglulega, ásamt því að þeir hafi aukinn drif- kraft og meiri áhuga á að hreyfa sig. Þá lýstu þátttakendur betri stjórn á hugsunum og meiri hugarró ásamt því að svefn batnaði og aukið jafnvægi komst á milli svefns og vöku. Fram kom að þátttak- endum leið almennt betur þrátt fyrir að niðurstöður úr Rosenberg- sjálfstraustskvarðanum og Becks-vonleysiskvarðanum sýndu ekki marktæka breytingu. Hreyfing á íhlutunartímabili Í þessari rannsókn juku þátttakendur hreyfingu sína tæplega fjórfalt. Þetta var mikil aukning á 20 vikum en niðurstöður úr erlendum rannsóknum sýna að til þess að auka virkni getur verið að fræðsla, leiðsögn frá faglærðum leiðbeinanda og góð aðstaða skili sér í aukinni hreyfingu.10 Rannsakendur veltu fyrir sér hvort hvatning, aukin félagsleg samskipti, fræðsla um jákvæð áhrif Tafla II. Áhrif íhlutunar á þátttakendur, dæmi um svör þátttakenda úr einstaklingsviðtölum. Félagslegt kvíði/þunglyndi Svefn Hreyfing Sjálfstraust/sjálfsmat „Það er aðallega gaman, finnst gott að fara út og fá ferskt loft og gott líka að hitta fólk, ég er búinn að eignast góða kunningja og vini í gönguhópnum.“ „Ég upplifi sjálfan mig á jákvæðari hátt, líður betur með sjálfa mig. Ég næ að minnka kvíða í samskiptum við annað fólk af því mér líður vel með sjálfa mig.“ „Ég á auðveldara með að sofa og á auðveldara með að sofa á réttum tímum.“ „Mér fannst gott að fara og styrkja mig og finna hvernig blóðið fór á fullt. Líka gott að hafa bara eitthvað að gera. Það er svo leiðinlegt að hanga allan daginn og gera ekki neitt.“ „Bara að halda líkamanum í góðu formi, það bætir sjálfsímyndina og líða vel með sig og halda heilastarfseminni í góðu jafnvægi og bara þetta skiptir rosa miklu máli.“ „jú það hefur hjálpað mér töluvert, svona þegar ég fer að hugsa um það, þá er miklu auðveldara að fara í útivistarhópinn núna en fyrir nokkrum mánuðum síðan og ég hef meiri samskipti við fólkið sem er að fara í ferðirnar með mér.“ „Þegar ég hugsa um það, þá líður mér alltaf mjög vel þegar ég er búinn að hreyfa mig, ég er aldrei kvíðinn eða stressaður þegar ég er búinn. Maður er alltaf ansi ánægður með sig þegar maður er búinn að taka vel á því.“ „já ég held það, það er miklu auðveldara að sofna þegar maður er búinn að taka vel á því um daginn… einnig vaknar maður svona hressari - þótt maður hafi verið mjög þreyttur og búinn á því.“ „já mér finnst það nauðsynlegt, því um leið og púlsinn minn er kominn í gang þá finnst mér ég loksins vera lifandi, mér finnst ég vera að gera eitthvað og ég er að gera eitthvað til að hjálpa mér og þetta virkar.“ „já ég er með miklu meira sjálfstraust núna eftir að ég léttist og fór að hugsa betur um mig, þá er auðveldara að fara ein í ræktina þótt að það sé mikið af fólki þarna. Mér bara líður betur.“ „Ég var mjög félagsfælinn, en mér finnst það hafa batnað mikið.“ „já mér finnst það minnka kvíðann og mér líður bara svona eins og ég sé „léttari í hausnum“ hef ekki eins miklar áhyggjur af öllu. Það er samt erfitt að útskýra þetta. Manni bara líður betur, fær meira súrefni í hausinn og svona.“ „já ég er miklu fljótari að sofna og þarf ekki að biðja um svefnlyf eða svona róandi.“ „Hreyfing hefur nokkuð góð áhrif á mig, ég er miklu hressari allavega.“ „Hausinn á mér er miklu betri, ég er með miklu meiri hugarró og ég er að ná meiri stjórn á minni hegðun og hvernig ég er að bregðast við hlutum og mér bara líður svo vel. Ég er ekki jafn stíf líkamlega og bara mér finnst ég vera hraustari.“ R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.