Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 30
530 LÆKNAblaðið 2015/101 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson okkur enn frekar kleift að fylgjast með þroska og þróun námsins hjá hverjum og einum. Við erum stöðugt að fylgjast með og meta framvindu og frammistöðu. Matið er 360 gráður þar sem allir sem starfa með sérnámslækninum leggja sitt mat á vogar- skálarnar. Handleiðarinn fer svo reglulega yfir þetta með sérnámslækninum og leiðbeinir um áherslur í framhaldi náms- ins með hliðsjón af þessu. Einu sinni á ári ritar handleiðarinn svo kennslustjóra sérnámsins bréf þar sem ítarlega er farið yfir framvinduna og hvar helstu veik- leikar og styrkleikar námslæknisins liggja. Sérnámslæknirinn metur svo sjálfan sig árlega og á fundi með kennslustjóra fer hann yfir hvernig staðið er að náminu á sinni heilsugæslustöð.“ Krítísk hugsun, teymisvinna og kostnaðarvitund Stundaskrá sérnámsins er mjög ítarleg en Alma tekur þó sérstaklega fram að þetta sé starfsþjálfun en ekki kennsla í læknis- fræði. „Mikilvæg þjálfun fer fram á hverri heilsugæslustöð þar sem við kennum nálgun heimilislæknis við vandamálum skjólstæðinga okkar – hvetjum til krít- ískrar hugsunar og leggjum mikið upp úr teymisvinnu og samvinnu við aðrar fag- stéttir sem við vinnum með. Við gerum miklar kröfur um kostnaðarvitund og að allar rannsóknir og lyfjaávísanir séu nauðsynlegar, nákvæmar og markvissar. Þjálfun í samtölum við sjúklinga fer fram með myndbandsupptökum þar sem sér- fræðingur fer yfir viðtal sérnámslæknisins við sjúkling með fullu samþykki sjúk- lingsins að sjálfsögðu.“ Eftir 12-18 mánuði á heilsugæslunni fer sérnámslæknirinn út á spítala og kemur svo aftur inn á heilsugæsluna. „Við slepp- um ekki hendinni af sérnámslæknunum okkar þó þeir séu úti á spítala og þeir hitta sjúklinga sína áfram í tvo hálfa daga í mánuði á heilsugæslustöð og sækja áfram kjarnafyrirlestra. Einnig hittir sérnáms- læknirinn handleiðarann sinn reglulega. Við förum í námsferðir með hópinn bæði innanlands og erlendis. Dæmi um náms- ferðir eru námskeið í dreifbýlislækningum á Egilsstöðum, heimsókn á bakmeðferð- arklíníkina á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, meðferð fólks úr hópslysum, náttúrulækn- ingar á Heilsustofnuninni í Hveragerði og bráðalækningar á Akureyri.“ Ekki verður því annað séð en námið sé fjölbreytt og spennandi og Alma Eir segir varla hægt að leggja nægilega áherslu á hversu mikilvægt sé að beina ungu lækn- unum inn í sérnám í heimilislækningum. „Þar verða allir að leggja hönd á plóginn og við erum alltof hógvær þegar kemur að því að auglýsa sérnámið okkar. Það er með því besta sem býðst og við eigum að vera ófeimin við að segja það.“ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 4 1 2 1 2 1 Vaxandi háþrýstingur? Lerkanidipin Actavis – Sértækur kalsíumgangaloki með aðalverkun á æðar 13 0/ 90 12 0/ 80 Virkt innihaldsefni: Hver 10 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 9,4 mg af lerkanidipíni. Hver 20 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 18,8 mg af lerkanidipíni. Ábendingar: Lerkanidipin Actavis er ætlað til meðferðar við vægum til meðal háum háþrýstingi (essential hypertension). Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Ráðlagður skammtur er 10 mg einu sinni á dag a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Auka má skammtinn upp í 20 mg eftir einstaklingsbundinni svörun hvers sjúklings. Skammtabreytingar ætti að gera í skrefum þar sem liðið geta u.þ.b. 2 vikur þar til blóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins eru að fullu komin fram. Sumir einstaklingar, sem ekki tekst að stilla með fullnægjandi hætti með einu blóðþrýstings- lækkandi lyfi, gætu haft gagn af því að bæta lerkanidipíni við meðferð með betablokka, þvagræsilyfi (hýdróklórtíazíði) eða angíótensín breytiensíma hemli. Þar sem svörunarferill skömmtunar er brattur en stöðugur við skammtastærð milli 20 og 30 mg, er ólíklegt að verkun aukist við stærri skammta, en hætta er á auknum aukaverkunum. Aldraðir: Þó gögn um lyfjahvörf og klínísk reynsla bendi ekki til að þörf sé á aðlögun skammtastærða ætti að gæta sérstakrar varúðar við upphaf meðferðar hjá öldruðum. Börn og unglingar: Ekki er mælt með notkun lerkanidipíns fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára þar sem ekki er nein klínísk reynsla af notkun þess hjá þeim. Skert starfsemi nýrna eða lifrar: Gæta þarf sérstakrar varúðar þegar meðferð sjúklinga með meðal til alvarlega nýrna- eða lifrarbilun er hafin. Þó þessir sjúklingar þoli hugsanlega venjulegan ráðlagðan skammt, þarf að fara varlega við aukningu skammta í 20 mg á dag. Blóðþrýstingslækkandi áhrif geta verið meiri hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þannig að fyrir þá þarf að meta hvort aðlaga þurfi skammta. Ekki er mælt með lerkanidipíni fyrir sjúklinga með alvarlega lifrar- eða nýrnabilun (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.). Lyfjagjöf: Töflurnar ætti að taka með vatni a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju díhýdrópyridíni eða einhverju hjálparefnanna. Hindrun á útflæði frá vinstri slegli. Ómeðhöndluð hjartaþröng (congestive cardiac failure). Óstöðug hjartaöng. Minna en mánuður frá stíflufleyg í hjartavöðva. Alvarlega skert starfsemi nýrna eða lifrar. Samhliða notkun með: Sterkum CYP3A4 hemlum, ciclosporíni, greipávaxtasafa. Meðganga og brjóstagjöf. Konur á barneignaaldri nema notaðar séu virkar getnaðarvarnir. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (desember 2014): 10 mg, 28 stk.: 1.905 kr., 10 mg, 98 stk.: 3.550 kr., 20 mg, 98 stk.: 5.665 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning nýjustu samantektar um eiginleika lyfsins: Desember 2014. Desember 2014. 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur. 14 0/ 10 0 15 0/ 110 Work in Denmark Personalhuset Agito HealthCare provides an exciting alternative to traditional employment. Working with us in denmark will give you a perfect oppor tunity to work in a new environment of personal as well as professional growth. All our employments are 6 months or longer, with flexible scheduling of shifts depending on your personal wishes and lifestyle. Many of our doctors choose to work three weeks and then be vacant for nine consecutive days or work four days in a week with Friday off so that you can commute back. Strong compensation and benefit package: More free time at a great salary More clinical and less administrational work Working in a dynamic international environment Flexible working schedules Expanding your horizon and your professional know-how Learning how to work with your field of expertise in a different country We are currently working in denmark within the following medical specialties: anesthesia, psychiatry, child and adolescent psychiatry, radiology, pathology, geriatrics, internal medicine, cardiology, pulmonary medicine, Medical gastrointestinal, neurology, oncology, orthopedic surgery, and ophthalmologist. Good knowledge of danish, Swedish or Norwegian is required. Please contact Recruitment Consultant Emma Lundkvist Richkin for more information. By phone 0046760067978 or email emma.lundkvist.richkin@personalhuset-sg.com U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.