Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 519 Inngangur Geðklofasjúkdómur er einn af alvarlegustu geðsjúk- dómum sem mannkynið berst við.1 Einkennum sjúk- dómsins er skipt í tvo flokka; jákvæð einkenni (rang- hugmyndir, ofskynjanir og truflun á hugsunum) og neikvæð einkenni (takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, framtaks-, aðgerðar-, og almennt áhugaleysi).2 Þunglyndi og kvíði eru jafnframt algengir fylgifiskar sjúkdómsins3 og lífs- gæði þessara sjúklinga hafa verið metin minni en hjá almennu þýði.1 Rannsóknir hafa sýnt að geðklofasjúklingar deyja yngri en heilbrigðir einstaklingar og eru allt að tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr lífsstílstengd- um sjúkdómum.4 Þeir hreyfa sig minna, neyta óhollari fæðu, reykja meira og lifa almennt óheilsusamlegra lífi.5 Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn er líkamsástand einstaklinga með geðklofa hér á landi slæmt og hætta á hjarta- og æðasjúkdómum mikil.6 Ofþyngd og offita er algengt vandamál hjá geðklofasjúklingum, sérstaklega eftir tilkomu annarrar kynslóðar geðlyfja.7 Aukaverk- anir geðrofslyfja geta valdið mikilli þyngdaraukningu sem vinnur gegn einstaklingnum, bæði hvað varðar einangrun, félagsleg samskipti og hreyfigetu.8 inngangur: Einstaklingar með geðklofa eru líklegri til að tileinka sér óheil- brigðan lífsstíl og deyja fyrir aldur fram. Rannsóknir benda til þess að hreyfing hafi jákvæð áhrif á einstaklinga með geðklofa. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif íhlutunar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki og skoða áhrif íhlutunarinnar á hreyfingu, þunglyndi, kvíða, holdafar, blóðþrýsting og hvíldarpúls. Að auki var markmiðið að öðlast dýpri skiln- ing á upplifun þátttakenda á íhlutuninni með einstaklingsviðtölum. Efniviður og aðferðir: Sautján geðklofasjúklingar á geðdeild Landspítala á aldrinum 21-31 árs tóku þátt í 20 vikna íhlutunarrannsókn. Þátttakendur hreyfðu sig að lágmarki tvisvar í viku undir handleiðslu íþróttafræðinga og fengu fræðslu um heilbrigðan lífsstíl einu sinni í viku. Þátttakendur svör- uðu jafnframt spurningalistum (PANSS, dASS, Rosenberg, CoRE-oM, BHS, QoLS) fyrir og eftir íhlutun. Í upphafi og lok íhlutunar voru hæð, þyngd, blóðþrýstingur, mittisummál og hvíldarpúls mæld og líkams- þyngdarstuðull reiknaður. Tekin voru einstaklingsviðtöl við 6 þátttakendur og þeir spurðir um upplifun sína á íhlutuninni. niðurstöður: Á íhlutunartímabilinu dró marktækt úr neikvæðum og almennum einkennum geðklofa, þunglyndi, kvíða og streitu, og einnig juk- ust lífsgæði, hreyfing og virkni (p<0,05). Þar að auki lækkaði hvíldarpúls þátttakenda (p<0,05) en holdafarsmælingar og blóðþrýstingur héldust óbreytt í lok íhlutunartímabils. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að íhlutun sem þessi sé gagnleg fyrir unga einstaklinga með geðklofa. Þátttakendur hreyfðu sig meira, þeir þyngdust ekki og leið betur andlega að lokinni íhlutun. Regluleg hreyfing og leiðsögn um heilbrigðan lífsstíl gætu verið áhrifarík viðbót við meðferð einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. ÁgrIp Rannsóknir hafa staðfest fjölþætt gildi hreyfingar fyrir heilsu fólks og vellíðan.9 Vísbendingar eru um að hreyfing geti dregið úr neikvæðum einkennum geðklofa þar sem samskipti verða betri, virkni eykst og jafnvægi kemst á tilfinningar. Þá eiga sjúklingar oft auðveldara með að hafa stjórn á jákvæðum einkennum, til dæmis ranghugmyndum, truflun á hugsunum og ofskynjunum þó að einkennin minnki ekki.10,11 Hreyfing er viðurkennt meðferðarúrræði fyrir mild til miðlungs alvarleg tilfelli þunglyndis og kvíða,12,13 og gæti einnig gagnast einstak- lingum með geðklofa.14 Sýnt hefur verið fram á að reglu- bundin hreyfing getur minnkað líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum hjá þessum hópi, auk þess að stuðla að sterk- ara stoðkerfi.9 Regluleg hreyfing getur vart komið í staðinn fyrir hefðbundna lyfjameðferð, en rannsóknir benda til þess að hreyfing geti verið hluti af meðferðinni.10 Mikilvægt er því að finna leiðir sem hvetja til heilsusamlegs lífsstíls og auka hreyfingu þessa hóps. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif 20 vikna íhlutunar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Einn- ig voru áhrif íhlutunar á þunglyndi, kvíða, hreyfingu, holdafar, blóðþrýsting og hvíldarpúls skoðuð. Að lokum Greinin barst 29. maí 2015, samþykkt til birtingar 8. október 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Áhrif hreyfiíhlutunar á einkenni geðklofa, andlega líðan og líkamssamsetningu hjá ungu fólki Kristjana Sturludóttir1,2 íþróttafræðingur, Sunna Gestsdóttir2 doktorsnemi, Rafn Haraldur Rafnsson1 íþróttafræðingur, Erlingur Jóhannsson2 lífeðlisfræðingur 1Landspítala, 2íþrótta-, tómstunda- og þroska- þjálfadeild, menntavísinda- sviði Háskóla Íslands. Fyrirspurnir Erlingur Jóhannsson erljo@hi.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.11.51 R A N N S Ó K N Til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). NÝTT LYF Lymecycline Actavis 300 mg Lymecycline Actavis 300 mg (Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecýklíni sem jafngildir 300 mg af tetracýklíni.) Lymecycline Actavis 300  mg, hart hylki. Virkt innihaldsefni: Hvert hylki inniheldur 408  mg af lymecýklíni sem jafngildir 300  mg af tetracýklíni. Ábendingar: Lymecýklín er ætlað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Venjulegur skammtur við langtímameðferð gegn miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum er 1 hylki á dag tekið með a.m.k. hálfu glasi af vatni í uppréttri stöðu. Hylkið skal taka með léttri máltíð án mjólkurafurða. Meðferð skal haldið áfram í a.m.k. 8 vikur til 12 vikur, en hins vegar er mikilvægt að takmarka notkun sýklalyfja við eins stutt tímabil og hægt er og hætta notkun þeirra þegar frekari bati er ólíklegur. Meðferð skal ekki haldið áfram í meira en 6 mánuði. Aldraðir: Eins og á við um önnur tetracýklín er ekki þörf á sértækri skammtaaðlögun.Börn: Notkun er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 12 ára. Börnum eldri en 12 ára má gefa fullorðinsskammt. Skert nýrnastarfsemi: Útskilnaðarhraði tetracýklíns minnkar þegar um skerta nýrnastarfsemi er að ræða og geta venjulegir skammtar þannig valdið uppsöfnun. Ef um skerta nýrnastarfsemi er að ræða er ráðlagt að minnka skammtinn og hugsanlega að hafa eftirlit með þéttni í sermi. Frábendingar: Lymecycline Actavis má ekki nota þegar um er að ræða ofnæmi fyrir lymecýklíni eða öðrum tetracýklínum eða einhverju hjálparefnanna, sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, börn yngri en 12 ára, meðgöngu og brjóstagjöf, samhliðameðferð með retínóíðum til inntöku og notkun er tengist altækum retínóíðum. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (september 2015): 300 mg, 100 stk: 7.366 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 10. febrúar 2015. September 2015. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 5 1 9 0 1 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.