Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 44
sækja um landlæknisembættið þegar Sig- urður myndi hætta og þegar það losnaði 1973 var Magnús Kjartansson orðinn heil- brigðisráðherra. Hann spurði mig hvort ég vildi taka við landlæknisembættinu, en ég sagði nei, ég vildi heldur vera áfram í ráðuneytinu og byggja það upp. Mér fannst það meira spennandi verkefni.“ Samhliða þessu var í smíðum í heil- brigðisráðuneytinu frumvarp um heil- brigðisþjónustu og þar var meðal annars gert ráð fyrir því að landlæknisembættið yrði lagt niður. Þessi hugmynd mætti mikilli andstöðu bæði meðal samtaka lækna og þingmanna og var tekin út úr frumvarpinu þegar það kom til afgreiðslu þingsins. Frá þessu segir Páll ítarlega í bók sinni Heilsa og velferð fyrir þá sem vilja kynna sér atburðarásina nánar. Páll segir að stærsta og merkasta verkefni heilbrigðisráðuneytisins hafi ótvírætt verið uppbygging heilsugæslu- þjónustunnar eins og við þekkjum hana í dag. „Heilsugæslustöðvar voru ekki til áður heldur voru eingöngu héraðslæknar úti á landi og heimilislæknar í Reykjavík. Með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1973 var byrjað að byggja kerfið upp á landsvísu. Þetta er mjög gott kerfi og vel rekið en það vantar bara fleiri heim- ilislækna og fleiri heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Það þyrfti að leggja miklu meiri áherslu á menntun heimilislækna en gert hefur verið. Annað mál sem olli miklum skaða var afnám tilvísanakerfisins í seinni ráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar. Sig- hvatur Björgvinsson kom því svo á aftur en reglugerðin átti ekki að taka gildi fyrr en eftir að hann hætti sem ráðherra vorið 1995. Ingibjörg Pálmadóttir sem tók við ráðherraembættinu af honum lét það svo verða sitt fyrsta embættisverk að fella reglugerðina úr gildi. Ég hef enga trú á því að tilvísanakerfi verði komið á að nýju.“ Áhersla á uppbyggingu en ekki niðurskurð Páll segir að árin í heilbrigðisráðuneyt- inu hafi verið skemmtileg en átakasöm á köflum. „Það var tekist hart á um ýmis verkefni. Bygging geðdeildar Landspítal- ans mætti mikilli andstöðu meðal lækna spítalans en þáverandi ráðherra Magnús Kjartansson lét það ekki á sig fá og nú eru þessar raddir löngu þagnaðar. Ég tel líka að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið illa útfærð og vandræðin stafa að miklu leyti af því að ekkert hefur verið byggt frá því starfsemin var sameinuð. Það var aldrei hugmyndin að reka einn spítala á mörgum stöðum. Það átti bara að vera tímabundið ástand en hefur núna viðgengist í 15 ár.“ Þegar ég bið Pál að draga saman reynslu sína af starfinu í heilbrigðisráðu- neytinu segir hann það ekki auðvelt enda af mörgu að taka. „Það sem situr eftir er þó sú staðreynd að þrátt fyrir að ráðherrarnir væru margir og úr flestum flokkum voru þeir í grundvallaratriðum sammála um hlutverk og mikilvægi heil- brigðisþjónustunnar. Megináherslan var ávallt lögð á uppbyggingu og þróun heil- brigðiskerfisins og á þessum árum var lagður sá grunnur sem enn er byggt á. Árið 1991 fengum við í heilbrigðisráðu- neytinu í fyrsta sinn fyrirmæli um beinan niðurskurð útgjalda til heilbrigðismála. Vissulega hafði verið gætt að sparnaði á ýmsum póstum í kerfinu en beinn niður- skurður var óþekktur fram að þessu. Þróunin hefur síðan orðið á þann veg að einkarekstur hefur vaxið mjög. Margt af því er mjög vel gert en það þarf þó að hyggja að því að ekki verði hér til tvöfalt kerfi með tilheyrandi kostnaði og mis- munun,“ segir Páll Sigurðsson að lokum. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 544 LÆKNAblaðið 2015/101 Páll ræðir við Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra í október 1977. Mynd: Hörður Vilhjálmsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.