Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 20
520 LÆKNAblaðið 2015/101 var markmiðið að fá fram upplifun þátttakenda á íhlutuninni með einstaklingsviðtölum. Efniviður og aðferðir Þátttakendur Þátttakendur voru skjólstæðingar endurhæfingardeildar á geð- sviði Landspítala á aldrinum 21-31 árs (M=25,6) greindir með geð- klofa, sem jafnframt var skilyrði fyrir þátttöku. Sautján sjúklingar, 12 karlar (70,5%) og 5 konur (29,5%) samþykktu að taka þátt í rann- sókninni, en þrír luku ekki þátttöku vegna bráðrar versnunar. Flestir (88%) tóku geðrofslyf daglega. Allir skrifuðu undir upplýst samþykki og rannsóknin var samþykkt af Siðanefnd Landspítal- ans (1/2013) og Persónuvernd (S6084). Spurningalistar og mælingar Mælitækin sem notuð voru var greiningarviðtalið Positive and Negative Syndrome Scale (PANSS)15 sem metur jákvæð, neikvæð og almenn einkenni geðklofa en læknir deildarinnar og sálfræðingar sáu um að leggja mælitækið fyrir. Einnig voru lagðir fyrir spurn- ingalistarnir Depression, Anxiety, Stress Scale (DASS)16 sem metur þunglyndi, kvíða og streitu og CORE – Outcome Measure (CORE- OM)17 sem metur virkni, líðan, vandamál og áhættuhegðun. Ekki voru notaðar niðurstöður úr hlutanum sem metur áhættuhegðun. Lífsgæði voru mæld með lífsgæðakvarðanum Quality of Life Scale (QOLS)18, sjálfstraust var mælt með Rosenberg-sjálfstraustskvarð- anum (Rosenberg Self-Esteem Scale, RSES)19, vonleysi var mælt með vonleysiskvarðanum Becks Hopelessness Scale (BHS).20 Sjö þátttakendur voru beðnir um að koma í viðtöl í lok rann- sóknar þar sem spurt var um upplifun og viðhorf til íhlutunar- innar. Notað var tilgangsúrtak (purposive sample)21 þar sem þátt- takendur voru valdir með það í huga að rætt yrði við einstaklinga sem höfðu tekið þátt í mismunandi hreyfingu á tímabilinu. Allir 7 samþykktu að koma í viðtal en einn þátttakandi datt út vegna veikinda og þurfti að leggjast inn á aðra deild, þannig að í heild- ina urðu þeir 6. Tveir þeirra stunduðu göngu, tveir líkamsrækt og tveir bæði göngu og líkamsrækt. Líkamsástandsmælingar voru framkvæmdar í upphafi og lok íhlutunar. Mæld var hæð, þyngd, blóðþrýstingur, hvíldarpúls og mittisummál og reiknaður líkamsþyngdarstuðull. Þyngdarmæl- ingar voru gerðar með stafrænni vog, þátttakendur voru mældir með 100 g nákvæmni klæddir léttum fötum og sokkum. Hæðar- mæling var gerð með veggfastri mælistiku. Staðið var þétt upp við vegginn og horft fram. Hæð var skráð með 0,5 cm nákvæmni. Lík- amsþyngdarstuðull var reiknaður út frá þyngd og hæð þátttak- enda (kg/m2). Blóðþrýstingur og hvíldarpúls voru mæld snemma dags með stafrænum blóðþrýstingsmæli af gerðinni AND UA-651. Þátttakandi fékk sér sæti og þegar hann var búinn að koma sér vel fyrir og sitja kyrr nokkurn tíma var armband af viðeigandi stærð fest þétt á vinstri upphandlegg. Mittisummál var mælt með málbandi þar sem grennst er á milli rifjabarðs og mjaðmakambs á meðan viðkomandi stóð jafnt í báðar fætur. Lesið var af með 0,1 cm nákvæmni. Íhlutunin Á íhlutunartímabilinu var lögð áhersla á reglulega hreyfingu, þar sem þátttakendur gátu valið um að stunda göngu, líkamsrækt eða hvort tveggja tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Einnig voru haldnir fræðslufundir og veitt ráðgjöf um heilsusamlegt líferni. Fræðslan var haldin fyrstu 10 vikurnar sem rannsóknin stóð. Þátt- takendum var skipt í tvo hópa og allir mættu í fræðslu einu sinni í viku sem stóð í 30-50 mínútur. Fræðslan var á fyrirlestrarformi og voru umræður í lok hvers tíma. Næringarfræðingur frá Land- spítala sá um næringarfræðslu og íþróttafræðingar sáu um aðra fræðslu. Þátttakendur voru allir í venjubundinni einstaklings- meðferð meðan á íhlutun stóð, en sú meðferð fól í sér lyfjameð- ferð, viðtöl við geðlækni og stuðningsfulltrúa. Þátttakendur fengu ekki sálfræðimeðferð á íhlutunartímabili en tóku þátt í virkni sem skipulögð var af stuðningsfulltrúum. Rannsakendur skráðu niður viðveru og hversu lengi (mínútur) þátttakendur hreyfðu sig. Miðað var við þá hreyfingu sem var á vegum rannsakenda. Hreyfingin sem þátttakendur stunduðu var eftirfarandi: Líkamsrækt: Þátttakendur fengu sérsniðna æfingaáætlun til þess að fara eftir í líkamsræktarstöð. Áætlunin innihélt styrktar- og þolþjálfun ásamt upphitun, niðurlagi og teygjum. Hver tími var ávallt undir leiðsögn íþróttafræðings. Í upphafi íhlutunar var byrjað rólega þar sem þátttakendur hreyfðu sig að meðaltali í 20 mínútur og var ákefð þjálfunar/æfinga aukin stigvaxandi eftir því sem leið á íhlutunartímabilið. Ákefð var metin út frá upplifun þátttakenda. Í lok íhlutunartímabils var miðað við að hver tími væri um það bil 60 mínútur. Áætluninni var breytt á 7 vikna fresti til þess að koma í veg fyrir stöðnun og leiða, þar sem æfingum, settafjölda og þyngdum var breytt. Þátttakendur voru hins vegar hvattir til þess að þyngja sjálfir ef þeir gátu auðveldlega ráðið við þá þyngd sem var á áætluninni. Ákefð á þoltækjum var aukin þegar þátt- takendur upplifðu að þeir réðu vel við fyrra álag. Hver tími byrjaði á upphitun sem fór fram annaðhvort á hlaupabretti eða skíðavél, næst var farið í tækjasal þar sem var farið eftir styrktarprógrammi þar sem framkvæmdar voru æfingar fyrir alla stærstu vöðva lík- amans, bæði með styrktartækjum og með handlóðum. Í lokin var svo niðurlag þar sem var farið aftur á hlaupabretti eða skíðavél og teknar 5 mínútur mjög rólega. Eftir þetta voru gerðar teygjur fyrir alla vöðvahópa sem búið var að vinna með. Ganga: Boðið var upp á skipulagðar gönguferðir fjóra daga vikunnar und- ir stjórn íþróttafræðings. Farnar voru mismunandi gönguleiðir í hvert skipti og var hver ganga frá 20 mínútum og upp í 90 mínútur, en þátttakendur gátu gengið í styttri tíma ef þeir vildu, þó aldrei minna en 20 mínútur nema eitthvað sérstakt hefði komið upp á. Göngutími fór stigvaxandi eftir því sem leið á íhlutunartímabil en ákefðin var metin út frá upplifun þátttakenda. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.