Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 54
554 LÆKNAblaðið 2015/101 Læknafélag Íslands hélt sinn árlega aðal- fund í Stykkishólmi að þessu sinni dagana 1.-2. október. Fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig, fundarmenn voru einbeittir og saumuðu að fulltrúa ráðherra fyrri fund- ardaginn og smíðuðu ályktanir um ýmis þjóðþrifamál seinni daginn. Til skemmt- unar og fróðleiks var boðið til fyrirlestrar um bakverkjameðferð sem farið hefur fram við góðan orðstír um tveggja áratuga skeið á Sjúkrahúsi Stykkishólms undir styrkri stjórn Jóseps Blöndal skurðlæknis. Jósep fræddi fundarmenn ítarlega um inntak meðferðarinnar og að því loknu var haldið til höfðingjans Hildibrands Bjarnasonar bónda í Bjarnarhöfn sem tók fagnandi á móti hópnum. Segir nánar af því á bls. 503 hér í blaðinu. Þorbjörn Jónsson setti fundinn og flutti skýrslu um undangengið starfsár. Þar bar að sjálfsögðu hæst verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands og Skurðlækna- félags Íslands haustið 2014 sem lauk með undirritun kjarasamnings 8. janúar. Aðrar skýrslur voru fluttar og samþykktar án málalenginga og þá steig í pontu Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í velferðar- ráðuneytinu og flutti erindi ráðherra sem ekki sá sér fært að mæta. Fundarmönnum lá ýmislegt á hjarta sem líklega átti betur erindi við ráð- herrann en embættismanninn þó hann gerði sitt besta til að veita svör. Meðal þess sem varpað var til hans voru spurningar um það hvort einhver skilyrði hefðu fylgt gjöf Íslenskrar erfðagreiningar á jáeindaskanna til Landspítalans. Sveinn sagði sér ekki kunnugt um nein skilyrði. Spurt var hvers vegna verulegur munur væri á útreikningi ráðuneytis á kostnaði við nýgerðan kjarasamning og útreikningi Læknafélagsins. Hvers vegna væri ekki hægt að sjá þessa útreikninga svo gera mætti einfaldan samanburð á forsendum. Sveinn sagði þetta mál fjármálaráðuneytis og hann svaraði ekki fyrir gjörðir þess. Þá var spurt um ástæður þess að lyf væru í mörgum tilfellum mun dýrari hér á Íslandi en á Norðurlöndunum. Einnig að gömul og góð lyf sem reynst hefðu vel væru ekki fáanleg lengur. Sveinn sagði íslenskan lyfjamarkað svo smáan að lyfja- fyrirtækin hefðu engan hag af því að hafa hagstæðara lyfjaverð hér á landi, einnig væri erfitt að fá lyfjafyrirtækin til að eiga lyf á lager. Hann sagði að ályktanir fundarins um þetta efni yrðu skoðaðar vandlega í ráðuneytinu. Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna spurði hvað hefði orðið um viljayfirlýsingu Jóns Kristjáns- sonar frá árinu 2001 um að heimilislæknar ættu að geta rekið eigin stofur eins og aðrir sérfræðingar. Þórarinn gat sér þess til að embættismenn ráðuneytisins væru þessu mótfallnir og hefðu tafið afgreiðslu málsins. Sveinn sagði enga andstöðu embættismanna gegn þessu máli og von- andi sæju menn breytingar er líða tæki á veturinn. Spurt var í framhaldi af þessu hvort hægt væri að fá upplýst hvaða heilsu- gæslustöðvar yrðu boðnar út í vetur til einkarekstrar eins og boðað hefði verið. Sveinn sagði ekki endanlega búið að ákveða hvaða stöðvar þetta yrðu en þær yrðu að líkindum þrjár. Ekki væri búið að fullvinna greiðslumódel og því ekki hægt að bjóða út reksturinn ennþá. Fundarmenn þökkuðu Sveini fyrir erindið og svörin en voru sammála um að meiri fengur hefði verið að komu ráð- herrans enda ekki hægt að ætlast til að embættismaður ráðuneytisins svaraði fyrir pólitíska stefnumótun í heilbrigðis- málum. Ályktanir fundarins eru á heimasíðu félagsins, www.lis.is, alls átta talsins, um heilbrigðismál, bólusetningar barna, gegn auknu aðgengi að áfengi, um heilsugæslu, lyfjamál, notkun dekkjakurls á íþrótta- völlum, sérnám lækna á Íslandi og læknis- fræðilega ábyrgð. AðALFUNDUR LæKNAFéLAGS ÍSLANDS 2015 Snarpur fundur en tíðindalítill ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélagsins ávarpar aðalfundinn. Stjórn félagsins situr óbreytt þetta árið. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum Betmiga. 2. Khullar et al. European Urology 63;(2013)283 - 295. 3. Nitti et al. J Urol 2013;189: 1388 - 1395. 4. Samantekt á eiginleikum Detrusitol SR (tolterodin). 5. Samantekt á eiginleikum Emslex (darifenacin). 6. Samantekt á eigin- leikum Oxybutynin. 7. Samantekt á eiginleikum Toviaz (fesoterodin). 8. Samantekt á eiginleikum Vesicare (solifenacin). Vistor hf. | Hörgatúni 2 | 210 Garðabæ | Sími 535 7000 | www.vistor.is Munurinn er staðreynd. BETMIGA® (MIRABEGRON) Er munnþurrkur vandamál vegna meðferðar við einkennum ofvirkrar þvagblöðru? Munnþurrkur í tengslum við meðferð við einkennum ofvirkrar þvagblöðru er algengari hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með andmúskarínlyfjum en þeim sem meðhöndlaðir eru með Betmiga.1,2 Meðal þeirra sem fengu ß3-örvann Betmiga var hlutfallið 2,8%. 2,3 Meðal þeirra sem fengu andmúskarínlyf var hlutfallið á milli 11 og 35%.4-8 IS BET-152400 07.2015 Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu. 2,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.