Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 513 12-15 á Borg-skala.17 Þessi hluti tímans er kjarninn í þolþjálfun sjúklinganna. Eftir þessa 25 mínútna þjálfun er farið í tækjasal (einu sinni til tvisvar í viku) og íþróttasal (einu sinni til tvisvar í viku) þar sem áherslan er meiri á styrk, jafnvægi og liðleika. Í tækjasal velja sjúklingar sér 8-10 líkamsræktartæki, setja sjálfir þá þyngd sem við á og framkvæma 15 endurtekningar á hverju þeirra. Í íþróttasal er gjarnan stöðvaþjálfun með 10-12 stöðvum, ein mínúta á stöð. Stöðvarnar eru fjölbreyttar, svo sem æfingar með boltum, handlóðum, teygjum, dýnuæfingum (kviður, bak), pallaæfingar og fleira sem þjálfarar leggja til. Í lok hvers tíma eru svo vöðvateygjur og púls og blóðþrýstingur er skráður. Í síðasta tíma hverrar viku er vigtun. Sjúklingar eru flokkaðir í áhættuflokka eftir útfallsbroti hjarta samkvæmt AACVPR19 og fleiri atriðum, svo sem hvort þeir noti bjargráð/gangráð eða önnur atriði sem máli skipta fyrir þjálf- unina. Þjálfarar sjá um að auka álag hægar hjá þeim sem eru í aukinni áhættu. Eftirlit með þjálfunaráætlun og hjartalínuritum á þjálfunartímabilinu er í höndum sjúkraþjálfara. Ef hjartslátt- aróregla eða einhvers konar vafatilfelli koma upp er það skráð og haft samráð við lækni sem metur framhaldið. Fræðslufundir eru haldnir reglulega, 5-8 á þjálfunartímabili, um ýmis efni, svo sem gildi þjálfunar, áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, hjartalyf, streitu, næringu og fleira. Sjúkraþjálfarar og læknar meta í sameiningu hvenær sjúklingur er tilbúinn til útskriftar en það getur farið eftir ýmsu, svo sem breytingum á lyfjagjöf, blóðþrýstingsvandamálum og fleiru, hversu fljótt þeir útskrifast. Í þessari rannsókn voru svo sömu mælingar og gerðar voru í upphafi framkvæmdar aftur og þær bornar saman. Tölfræðiúrvinnsla Við úrvinnslu gagna var notað SPSS Statistic's útgáfa 21. Notað var parað t-próf (Paired-Samples T Test) og óháð t-próf (Independent- Samples T Test) til þess að bera saman breytur þar sem um norm- aldreifð gögn var að ræða. Þegar þýðinu var skipt í tvo hópa eftir aldri, mati á andlegri og líkamlegri líðan eða fjölda skipta var fundið miðgildi sem skipti þýðinu í helminga og framkvæmt parað t-próf á hvorn hóp fyrir sig. Marktækni var miðuð við 1% mark- tektarmörk (p<0,01). Niðurstöður Þátttakendur og brottfall Alls þáðu 64 boð um að taka þátt í rannsókninni (af 65 sem var boðið) en 48 luku við allt rannsóknarferlið (mynd 1). Af þessum 48 svaraði 41 spurningalista SF-36v2 um lífsgæði á fullnægjandi hátt R A N N S Ó K N Tafla II. Mælingar fyrir og við lok þjálfunar. Fjöldi (n) Mæling 1 Mæling 2 Mismunur Mismunur (%) p-gildi Þrektala (W/kg) 48 1,7 ± 0,5 1,9 ± 0,5 0,2 ± 0,2 14,4 <0,001 32-64 ára 23 1,8 ± 0,5 2,1 ± 0,6 0,3 ± 0,2 14,6 <0,001 65-86 ára 25 1,5 ± 0,4 1,7 ± 0,4 0,2 ± 0,2 14,1 <0,001 Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 48 28,6 ± 4,5 28,5 ± 4,4 -0,1 ± 0,6 -0,4 0,251 Lágmarkspúls 48 67,7 ± 10,9 65,5 ± 11,7 -2,2 ± 8,9 -3,2 0,095 Hámarkspúls 48 125,2 ± 22,0 132,7 ± 21 7,6 ± 14,5 6,1 0,001 32-64 ára 23 135,5 ± 20,2 142,2 ± 19,8 6,7 ± 14,9 5,0 0,041 65-86 ára 25 115,6 ± 19,4 124,0 ± 18,3 8,4 ± 14,3 7,2 0,007 Slagbil (min) 48 128 ± 20 133 ± 21 4,3 ± 20,6 3,4 0,150 Þanbil (min) 48 83 ± 12 83 ± 10 -0,7 ± 11,6 -0,8 0,684 Slagbil (max) 48 182 ± 25 186 ± 27 3,4 ± 21 1,9 0,269 Þanbil (max) 48 95 ± 11 94 ± 14 -0,1 ± 11 -0,1 0,937 Gildi: Meðaltal ± staðalfrávik Tafla III. Líkamsmælingar eftir fjölda skipta. 0,4 - 2,1 skipti í þjálfun (n=25) 2,2 - 3,0 skipti í þjálfun (n=23) Mæling 1 Mæling 2 Mismunur (%) p-gildi Mæling 1 Mæling 2 Mismunur (%) p-gildi Þrektala (W/kg meðaltal) 1,8 ± 0,5 2,0 ± 0,5 10,1 <0,001 1,5 ± 0,4 1,8 ± 0,5 19,8 <0,001 Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 28,3 ± 4,4 28,3 ± 4,4 0,0 0,932 29,0 ± 4,8 28,7 ± 4,5 -0,8 0,112 Lágmarkspúls 68,0 ± 10,1 64,8 ± 10,1 -4,7 0,080 67,2 ± 12 66,1 ± 13,4 -1,6 0,574 Hámarkspúls 129,9 ± 19,1 132,3 ± 18,1 1,8 0,323 120,0 ± 24,1 133,2 ± 24,1 11,0 <0,001 Slagbil (min) 133 ± 22 134 ± 19 0,7 0,786 124 ± 16 132 ± 22 6,5 0,119 Þanbil (min) 84 ± 11 81 ± 9 -3,8 0,236 82 ± 13 84 ± 11 2,5 0,275 Slagbil (max) 188 ± 30 187 ± 30 -0,3 0,877 177 ± 18 185 ± 23 4,4 0,113 Þanbil (max) 95 ± 12 91 ± 10 -4,1 0,073 94 ± 10 98 ± 16 4,2 0,080 Gildi: Meðaltal ± staðalfrávik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.