Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2015/101 537 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Það sem snýr að okkur sem stundum hjartaskurðlækningar er sú staðreynd að töluvert af sjúklingum á Íslandi sem eru smitaðir af lifrarbólgu C þurfa á hjartaað- gerð að halda, bæði val- og bráðaaðgerð- um. Þessir sjúklingar geta verið smitandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk, sérstaklega skurðlækna og skurðstofuhjúkrunarfræð- inga. Smithætta er einnig fyrir hendi við önnur inngrip eins og blóðtöku og þó hún sé ekki mikil, eða í kringum 1-2% við nál- arstunguslys, er hún engu að síður alltaf til staðar. Smithættan eykst síðan eftir því sem stungan er dýpri eða rofið mikið eins og við skurð eftir hníf. Til samanburðar eru 10 sinnum meiri líkur á að smitast við stunguslys af lifrarbólgu B en þar eigum við bóluefni sem flestir heilbrigðisstarfs- menn hafa fengið. Hættan af smiti af HIV-veiru við stunguslys er hins vegar 10 sinnum minni en við lifrarbólgu C en samt finnst mér oft vera meiri hræðsla hjá starfsfólki á skurðstofu við HIV-smit í aðgerðum,“ segir Tómas Guðbjartsson. Tómas segir algengt að sprautufíklar fái sýkingu í hjartalokur, svokallaða hjarta- þelsbólgu (endocarditis), og þá þurfi stund- um að skipta um hjartaloku. „Lokuskipti er stór aðgerð þar sem saumspor skipta hundruðum svo líkur á stunguóhappi eru umtalsverðar. Því miður sýna erlendar rannsóknir að flest stunguóhöpp sem verða í skurðaðgerðum eru ekki tilkynnt og við vitum hreinlega ekki hvernig hlut- fallið er hér hjá okkur en sennilega er það lítið betra. Ef smit verður í aðgerð er því mjög erfitt að rekja það í tiltekna aðgerð nema óhappið hafi verið skráð.“ Mörgum gæti fundist 1-2% smithætta lágar tölur en áhættan er alltaf fyrir hendi og fyrir þá sem eru að vinna við blóðmengaðar aðgerðir á hverjum degi er áhættan meiri og ákveðnar sérgreinar lækna, til dæmis hjartaskurðlæknar og lifrarskurðlæknar, eru útsettari en aðrar af þessum ástæðum. Tómas segir að vissulega séu oft fyrir hendi upplýsingar um hvort sjúklingur er smitandi en í bráðaaðgerðum gefist ekki tími til að bíða eftir niðurstöðum lifrarbólgu C blóðrann- sóknar. „Áhættan á smiti er því ekki alltaf ljós og það eru fjölmörg dæmi um það erlendis að skurðlæknir hafi smitast af sjúklingi sem ekki var vitað að var með lifrarbólgu C. Það er auðvitað mjög alvar- legt ef skurðlæknir smitast, hann getur smitað sjúklinga sína og getur því ekki starfað við skurðaðgerðir fyrr en öruggt er að hann hefur losnað við veiruna. Þar til nú hefur þessi meðferð þýtt allt að árs- fjarveru frá vinnu, en meðferðin er afar erfið og einungis 70% líkur að takist að ráða niðurlögum veirunnar. Og þá eru ekki tekin með í reikninginn skorpu- lifur og lifrarkrabbamein sem geta verið fylgifiskar krónískrar sýkingar. Svona smit getur því haft haft afgerandi áhrif á starfsferil viðkomandi sem er meiriháttar mál eftir svo langt sérnám. Það eru því stórkostlegar fréttir að með nýju lyfjunum tekur meðferðin miklu skemmri tíma og árangurinn er miklu betri. Ef þetta verkefni tekst þannig að lifrar- bólgu C verði útrýmt úr okkar samfélagi, er það auðvitað stórkostlegt fyrir sjúk- lingana en einnig okkur sem vinnum dag- lega með þessa áhættu sífellt fyrir hendi,“ segir Tómas Guðbjartsson prófessor í skurðlækningum. „Stórkostlegt ef tekst að útrýma veirunni hérlendis“ – segir Tómas Guðbjartsson prófessor í skurðlækningum Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.