Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 34
534 LÆKNAblaðið 2015/101
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
„Þetta er mjög stórt verkefni sem
unnið verður í samstarfi ýmissa aðila.
Miðstöð verkefnisins er á Landspítala
en mikilvægasti samstarfsaðili okkar
er sjúkrahúsið Vogur með læknana
Þórarin Tyrfingsson og Valgerði
Rúnarsdóttur í broddi fylkingar,“
segir Sigurður Ólafsson sérfræðingur
í lifrarsjúkdómum á Landspítala.
„Innan Landspítala hafa margir
komið að undirbúningi en auk okkar
lifrarlæknanna vil ég sérstaklega
nefna vísindadeild Landspítala undir
forystu Magnúsar Gottfreðssonar
yfirlæknis deildarinnar og Maríu
Heimisdóttur lækni og framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs spítalans.
Það er lykilatriði að fylgjast
vel með því hvernig til tekst með
þetta verkefni sem hefur sérstöðu í
heiminum. Því fer fram viðamikil
faraldsfræðileg rannsókn samhliða
meðferðarátakinu. Þarna er ekki
um lyfjarannsókn að ræða. Faralds-
fræðilegir þættir sem mikilvægt
er að rannsaka eru hvernig okkur
muni ganga að draga úr nýgengi
sjúkdómsins og hvort unnt sé að upp-
ræta lifrarbólgu C í heilu samfélagi
með samstilltu átaki, hvernig okkur
Markmiðið er að
útrýma lifrarbólgu C
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Það sætti nokkrum tíðindum þegar spurðist í haust að banda-
ríska lyfjafyrirtækið Gilead hefði ákveðið að leggja til ný og
mun öflugri lyf við lifrarbólgu C í tengslum við fyrirhugað
meðferðarátak þar sem öllum Íslendingum sem smitaðir eru af
veirunni verður boðin lyfjameðferð. Fyrr í sumar hafði sprottið
upp kröftug umræða um að íslensk heilbrigðisyfirvöld drægju
lappirnar í að taka ákvörðun um að veita sjúklingum með lifr-
arbólgu C aðgang að nýju lyfjunum og þá aðallega vegna mikils
kostnaðar við lyfin en rangt væri að forgangsraða sjúklingum
vegna kostnaðarsjónarmiða.
Engu var líkara en lyfjafyrirtækið Gilead hefði séð sér leik
á borði og höggvið á þennan hnút og gerst um leið stór vel-
gjörðamaður íslensku þjóðarinnar en að sögn mun svo ekki
vera; verkefnið hefur verið í undirbúningi í eitt ár og er ótengt
því hvort íslensk heilbrigðisyfirvöld myndu fjármagna nýju
lyfin eða ekki. Tímasetningin var engu síður afskaplega vel
heppnuð.
Íslensk heilbrigðisyfirvöld munu síðan veita 150 milljónum
á ári til verkefnisins sem meðal annars verður varið til blóð-
rannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðarátakinu.
Talið er að sýktir einstaklingar hér á landi séu 800-1000 talsins.
Þeir læknar sem Læknablaðið ræddi við um þetta mál hafa
ennfremur lagt áherslu á að hér sé ekki um tilraun með lyf
að ræða; lyfin eru þegar prófuð og gagnsemi þeirra staðfest
í læknisfræðilegum tilraunum; hér er um að ræða viðamikið
meðferðarátak en samhliða fara fram faraldsfræðilegar rann-
sóknir á árangri og áhrifum þess til skemmri og lengri tíma,
meðal annars hvort takist að ráða niðurlögum veirunnar í heilu
samfélagi með því að bjóða lyfjameðferð öllum sem bera veir-
una án tillits til þess hversu langt sjúkdómurinn er genginn.
Ber öllum saman um að þetta séu stærstu tíðindi þessa árs
í heilbrigðismálum þjóðarinnar og ef markmið verkefnisins
næst, að útrýma lifrarbólgu C veirunni úr íslensku samfélagi,
gæti það haft veruleg áhrif á alla nálgun að meðferð sjúkdóms-
ins á heimsvísu.
„Allir fá meðferð
með nýju lyfjunum“
– segir Sigurður Ólafsson
sérfræðingur í lifrarsjúkdómum