Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 38
538 LÆKNAblaðið 2015/101 A Ð S E N T ingimundur Gíslason augnlæknir ingi_5@live.com Glerhlaup augans (corpus vitreum) er tært og hlaupkennt og fyllir upp í augað aftan við augastein. Glerhlaupið liggur framan af ævi upp að sjónhimnu og sjóntaugarósi. Við rof á auga, til dæmis við áverka eða skurðaðgerð, á glerhlaup það til að falla fram út á yfirborð augnkúlunnar. Við það getur orðið tog á sjónhimnu með ýmsum alvarlegum afleiðingum svo sem sjón- himnulosi. Hættan á framfalli glerhlaups var ástæða þess að glerhlaup augans var yfirlýst hættusvæði „ekki snerta“ þegar augnaðgerðir voru framkvæmdar allt fram á seinni helming síðustu aldar. Aðgerðir á glerhlaupi eða í gegnum glerhlaup voru mikil framfaraspor þegar þær hófust í byrjun áttunda áratugar tutt- ugustu aldar. Til þess að gera augnlækn- um kleift að framkvæma slíkar aðgerðir varð að þróa tækni þar sem hægt væri að notast við lokað kerfi til að augnþrýsting- ur héldist meðan á aðgerð stæði og engin hætta væri á framhlaupi glerhlaups. Áður en þessi tækni kom til hafði David Kasner á Bascom Palmer-sjúkrahúsinu í Flórída framkvæmt glerhlaupsaðgerðir á opnu auga open sky en þær aðgerðir voru hættu- legar og báru takmarkaðan árangur. Tveir augnlæknar í sitt hvorri heims- álfunni áttu stóran þátt í þróun lokaðrar tækni við glerhlaupsaðgerðir. Þessir augn- læknar voru Rudolf Klöti á háskólasjúkra- húsinu í Zürich og Robert Machemer á Bascom Palmer-sjúkrahúsinu í Flórída. Klöti hóf þróun tækja til glerhlaupsað- gerða í samvinnu við fyrirtækið Oertli Instrumente AG árið 1965 en vegna anna við stjórnsýslu á árunum 1968 til 1970 kom hann hinu nýja tæki vitreous stripper ekki á markað fyrr en á árinu 1971. Í fyrstu var stuðst við einfalt innrennsli á vökva úr flösku inn í augað, en árið 1974 var fyrsta stjórntækið kynnt þar sem auðveldara var að hafa stjórn á inn- og útrennsli í auganu meðan á aðgerð stóð. Hinum megin Atlantshafsins fram- kvæmdi Machemer tilraunir með aðgerðir inni í lokuðu auga. Hann notaði meðal annars hænuegg sem tilraunamódel heima í bílskúr. En 20. apríl 1970 gerði hann sína fyrstu glerhlaupsaðgerð í lokuðu auga þar sem þykkur blóðköggull var fjarlægður með vitreous cutter innan úr auga sykur- sýkisjúklings með góðum árangri. Sjón batnaði frá handarhreyfingu upp í 0,5. Haustið 1982 var Alþjóða augnlækna- ráðstefnan haldin í San Fransisco. Nokkrir íslenskir augnlæknar sóttu þingið, þar á meðal Guðmundur Björnsson prófessor. Hann heimsótti sýningarbás Oertli Instru- mente AG og keypti þar nýjustu útgáfu af tæki þeirra til glerhlaupsaðgerða. Hann flutti það svo í farangri sínum heim á augndeild St. Jósefsspítala á Landakoti. Sama haust hófust þar aðgerðir inni í bak- hluta auga. Upphaf glerhlaupsaðgerða á Íslandi Fersk blæðing inn í glerhlaup. Sjónhimnulos í bakgrunni. 13,5 MG LEVONORGESTREL Ég hef ekki verið á pillunni í og samt verið yfir 99% örugg um að verða ekki þunguð 2 ár, 3 mánuði og 4 daga 1. Gemzell-Danielsson K, et al. Fertil steril 2012; (97): 616-622. e3. Upplýsa ber notendur um hættu á utanlegsfóstri og einkenni þess Ný getnaðarvörn Jaydess® er smálykkja sem veitir örugga vörn gegn þungun í allt að 3 ár Lítil og auðveld í uppsetningu1 Lítið magn hormóna og verkun að mestu staðbundin Rannsökuð hjá konum sem hafa fætt barn sem og þeim sem ekki hafa fætt barn -Jaydess® er ekki fyrsta val fyrir konur sem ekki hafa fætt barn, vegna takmarkaðrar klínískrar reynslu L. IS .0 5 .2 0 14 .0 0 70 Skannaðu QR kóðann eða farðu inn á smalykkjan.is til að nálgast rafrænar upplýsingar Practical og Congress Reykjavík hafa nú sameinað krafta sína undir merkjum CP Reykjavík. Við erum frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu- leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR Við gerum atvinnulífið viðburðaríkara www.cpreykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.