Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2015/101 535
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
gengur að ná til þeirra sem vitað er að eru
smitaðir, hvernig gengur að meðhöndla
hópa sem hingað til hafa jafnvel verið úti-
lokaðir frá meðferð, hver verða langtíma-
áhrifin með tilliti til nýgengis skorpulifrar.
Þannig er þetta áhugavert og spennandi
fyrir allan umheiminn.“
Hvergi verið gert áður með þessum hætti
„Við vonumst til að geta boðið öllum sem
eru smitaðir upp á lyfjameðferð en það
hefur hvergi verið gert annars staðar, með-
al annars vegna þess hversu dýr lyfin eru
og meðferðin því takmörkuð við þá sem
eru komnir með lifrarskemmdir á ákveðið
stig. Mikilvægasti þátturinn í þessu með-
ferðarátaki er sá ávinningur sem snýr að
hverjum og einum sjúklingi með lifrar-
bólgu C sem nú býðst meðferð og í flestum
tilvikum lækning, en ef litið er til lengri
tíma er þetta gríðarlegur ávinningur fyrir
heilbrigðiskerfið þar sem nýgengi skorpu-
lifrar af völdum lifrarbólgu C ætti að
lækka og þörf fyrir lifrar ígræð slur vegna
lifrarbólgu C að minnka. Lifrarbólga C er
víða um heim algengasta einstaka ástæðan
fyrir lifrarígræðslu og er sístækkandi hluti
lifrarígræðslna á Norðurlöndunum og
við höfum séð sömu þróun hér á Íslandi,“
segir Sigurður.
„Við vitum ekki með vissu hversu
margir eru smitaðir af lifrarbólgu C á Ís-
landi. Sjúkdómurinn er einkennalítill og
oft eru einkennin ósértæk en við höfum
metið að á milli 800 og 1000 manns séu
með virka sýkingu hér á landi. Sjúk-
dómurinn er tilkynningaskyldur til sótt-
varnalæknis og frá upphafi hafa greinst
um 1500 einstaklingar með mótefni og eru
þá ýmist með veiruna eða ekki. Árlega
greinast um 40-70 með mótefni í blóði en
eru ekki allir með virka sýkingu.
Lifrarbólgu C veiran smitast aðallega
með blóði. Stærsti einstaki áhættuþáttur-
inn er sprautunotkun vegna vímuefna-
neyslu. Hér áður fyrr var áhætta fólgin
í blóðgjöfum en nú á sá þáttur að vera
hverfandi þar sem allt blóð er skimað fyrir
veirunni. Að óvarlegri sprautunotkun
frátalinni og blóðgjöfum með óskimuðu
blóði er smithættan mjög lítil.
Vogur er lykilsamstarfsaðili í þessu
mikla meðferðarátaki og þar hefur verið
unnið gríðarlega mikilvægt og merkilegt
starf á þessu sviði. Allir sem þangað koma
og eru taldir í áhættuhópi fyrir lifrarbólgu
C eru skimaðir. Þetta er eðli málsins
samkvæmt stærsti hópur þeirra sem eru
smitaðir. Nokkur hópur einstaklinga hefur
einnig greinst á Landspítala og öðrum
sjúkrastofnunum en við munum einnig
kynna það ítarlega hvert fólk getur snúið
sér ef það vill fá blóðrannsókn og telur sig
hafa skilgreinda áhættuþætti.“
Meðferðin bæði einfaldari og auðveldari
„Hluti af þessu verkefni er að ná til þeirra
sem eru ógreindir. Við vitum af rannsókn-
um sem gerðar hafa verið erlendis að það
er töluvert stór hópur einstaklinga sem er
smitaður en veit ekki af því. Við teljum
reyndar ólíklegt að þessi hópur sé mjög
stór hérlendis. Ástæðurnar eru einkum
þær að hér er auðvelt aðgengi að meðferð
við fíknsjúkdómum, allir eru skimaðir
sem tilheyra áhættuhópi. Þá fáum við
lifrarlæknarnir tiltölulega sjaldan til okkar
áður ógreinda sjúklinga með lifrarbólgu
C.“
Algengi lifrarbólgu C er mjög misjafnt
eftir löndum að sögn Sigurðar. „Hér er
það tiltölulega lágt, sennilega innan við
0,5%, en töluvert hærra í Suður-Evrópu
og Bandaríkjunum, 3-5%, og síðan sker
Egypta land sig algjörlega úr þar sem 10-
15% þjóðarinnar eru sýkt og ástæðurnar
eru mjög líklega slæm heilbrigðisþjónusta
er tengist bólusetningarátökum á lands-
vísu.“
Nýja lyfið verður í töfluformi og með-
ferðin því einfaldari en áður var að sögn
Sigurðar. „Meðferðin stendur í 8-12 vikur
að jafnaði þó í einhverjum tilfellum geti
það orðið 24 vikur og ef veiran mælist
ekki í blóði að þremur mánuðum liðnum
er sjúklingurinn læknaður. Eldri með-
ferðarúrræði þar sem sprauta þurfti
sjúklinginn vikulega í 6-12 mánuði með
lyfinu Interferon auk lyfsins ríbavíríns
sem gefið er í töfluformi fylgdu mjög
slæmar aukaverkanir og árangurinn var
mun lakari en með þessari nýju kynslóð
lyfja. Árangurinn af nýju lyfjameðferðinni
er yfirleitt mjög góður en þó ræðst það
nokkuð af arfgerð veirunnar og einnig því
hvort sjúklingurinn er með langt genginn
lifrarsjúkdóm, skorpulifur. Fyrir þá sem
ekki hafa farið í gegnum meðferð áður og
eru ekki með skorpulifur er árangurinn
yfir 90%.“
Jafn mótsagnakennt og það hljómar
hefur hópurinn, sem er í mestri smit-
hættu, sprautufíklar, verið útilokaður
frá meðferð við lifrarbólgu C mjög víða.
„Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega enda
óeðlilegt að láta einstakling ekki njóta
meðferðar við einum sjúkdómi, lifrarbólgu
C, af því að hann er með annan sjúkdóm,
fíknsjúkdóm. Er einhver sanngirni því?
Það má alveg gera samanburð í þessu efni
við ýmsa lífsstílssjúkdóma; á fólk ekki að
fá meðferð af því að það stundar óhollan
lífsstíl? En það eru líka mjög skýrar vís-
bendingar um að árangur af meðferð við
lifrarbólgu C hjá virkum sprautufíklum
geti verið mjög góður. Meðferðarheldnin
er oft með ágætum, jafnvel þegar notast
var hina erfiðu meðferð með interferóni.
Við munum leggja sérstaka áherslu á að
ná til þeirra sem eru í neyslu, bjóða þeim
meðferð og fylgja þeim vel eftir.
Við vonumst auðvitað til þess að lækna
sem flesta en markmiðið er að sjá mark-
tæka fækkun nýrra tilfella og helst af öllu
vildum við að engin ný tilfelli væru til
staðar þegar þessu verkefni lýkur en stefnt
er að því að bjóða öllum meðferð innan
tveggja til þriggja ára,” segir Sigurður
Ólafsson að lokum.