Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 14
514 LÆKNAblaðið 2015/101 hjartaaðgerða eða kransæðavíkkunar. Sjúklingar mátu auk þess líkamlega líðan betri í lok þjálfunar en ekki andlega samkvæmt skori á lífsgæðakvarða SF-36v2. Þeir sjúklingar sem mættu oftar í þjálfun bættu sig meira en hinir í þreki og hámarkspúlsi og þeir meta einnig líkamlega líðan betri. Eins og fram kemur í nýlegum yfirlitsgreinum um krans- æðasjúkdóma á Íslandi eru þeir meðal algengustu langvinnra sjúkdóma hér.3,4 Þótt dauðsföllum vegna þeirra hafi fækkað20 er kransæðastífla langalgengasta dánarorsök hér á landi. Árlega eru gerðar 600-700 kransæðavíkkanir á Landspítala.3,4 Þörfin fyrir hjartaendurhæfingu er því mikil og mikilvægt að þau úrræði sem til staðar eru séu vandlega ígrunduð og notuð á réttan hátt. Þessi rannsókn getur ótvírætt aðstoðað við það. Í skýrslu fagráðs um heilsueflingu á vegum Landlæknisemb- ættisins frá 2003 er bent á að nægar vísindalegar sannanir bendi til þess að reglubundin hreyfing með miðlungsálagi sé virk forvörn og jafnvel hluti meðferðar gegn hjarta- og æðasjúkdómum, svo sem kransæðastíflu, heilablóðfalli, æðaþrengslum í ganglimum og háþrýstingi.21 Margar rannsóknir hafa verið gerðar á sviði hjartaendur- hæfingar á undanförunum árum og styðja þær við niðurstöður þessarar sem framkvæmd var á HL-stöðinni.5-7 Í safngreiningu 6 samanburðarrannsókna á áhrifum þjálfunar á 276 hjartasjúklinga bættu sjúklingarnir þrek og heilsutengd lífsgæði í kjölfar þjálfun- ar, en ekki kom fram marktæk breyting á slagbils- eða þanbilsblóð- þrýstingi.22 Sólrún Jónsdóttir og félagar birtu árið 2006 niðurstöð- ur rannsóknar á áhrifum hjartaendurhæfingar á íslenska sjúklinga með hjartabilun. Þar var þjálfunartímabilið lengra og lengri tími milli þjálfunartíma. Þessir sjúklingar bættu getu sína á þrekhjóli, 6 mínútna gönguprófi og einnig líkamleg lífsgæði.23 Rannsóknin sýnir fram á að það skilar auknum árangri að æfa oftar. Það er í samræmi við rannsókn þar sem sjúklingum sem gengust undir kransæðavíkkun var skipt í þrjá hópa sem æfðu 5, 10 eða 25 sinnum eftir aðgerð.24 Allir hópar sýndu eftir æfinga- tímabilið marktæka bætingu á ýmsum þáttum en eftir því sem æfingarnar voru fleiri því meira bættu sjúklingarnir sig. Nýleg rannsókn á yfir 30.000 einstaklingum sýndi að þeir sem mættu í endurhæfingu í 36 skipti höfðu 14% lægri dánartíðni þegar þeir voru bornir saman við þá sem fóru í 24 skipti eða sjaldnar í hjarta- endurhæfingu. Þá höfðu þeir sem fóru í 36 skipti 22% lægri dánar- í upphafi og við lok þjálfunar, svo niðurstöður úr þeim hluta eiga eingöngu við þá. Kynjaskiptingin var 42 karlar og 6 konur. Þeir 16 sem heltust úr lestinni (11 karlar og 5 konur) hættu ýmist fyrir lok rannsóknar eða mættu ekki í fyrsta tíma eftir að áreynslu- próf hafði verið gert. Þjálfunartímabilið var frá 5 vikum upp í 20,9 vikur, eða að meðaltali 8,4 vikur (tafla I). Líkamsmælingar og þjálfun Þrektala hækkaði um 14,4% (p<0,001) og 6,1% aukning varð á hámarkspúlsi (p=0,001) eftir þjálfunartímabilið þegar litið er á hópinn í heild (tafla II). Ef hópnum er skipt eftir aldri (32-64 ára og 65-86 ára) bættu báðir aldurshópar sig svipað í þrektölu (14,6% og 14,1%) en það var eingöngu eldri hópurinn sem jók hámarkspúls marktækt, eða um 7,2% (p=0,007). Í töflu III er hópnum skipt eftir því hversu oft þeir æfðu á viku (0,4-2,1 og 2,2-3,0 skipti). Þá má sjá 10,1% aukningu á þrektölu hjá hópnum sem æfði sjaldnar, en 19,8% hjá þeim sem æfðu oftar (p<0,001 í báðum tilvikum). Eins er marktæk hækkun um 11% á hámarkspúlsi hjá þeim sem æfðu oftar (p<0,001) en ekki hjá þeim sem æfðu sjaldnar (1,8%). Heilsutengd lífsgæði Í töflu IV má sjá niðurstöður úr spurningalista um lífsgæði, SF-36v2. Heildarstigum kvarðans hefur verið umbreytt í T-ein- kunn (stöðluð T-meðaleinkunn er 50±10 þar sem hækkun stiga gefur til kynna meiri lífsgæði). Þátttakendur mátu líkamlega líðan betri við lok þjálfunar, eða um 7,2% (p=0,003), en ekki andlega líðan (p=0,314). Þegar hópnum er skipt í tvo hópa eftir því hvernig þeir mátu líkamlega líðan í upphafi rannsóknar sést marktæk hækkun um 15,1% á líkamlegri líðan hjá þeim sem mátu sig í verri stöðu í upphafi (p=0,002), en hinn hópurinn hækkaði um 1,2%. Þrektala þeirra sem mátu líkamlega líðan verri í upphafi var þó ekki marktækt lægri en hinna. Umræða Niðurstöður sýna að þeir hjartasjúklingar sem tóku þátt í þessari rannsókn bættu þrek og hámarkspúls eftir Stig II þjálfun í kjölfar R A N N S Ó K N Tafla IV. Lífsgæðakvarði - SF-36v2. Fjöldi (n)1 Mæling 1 Mæling 2 Mismunur Mismunur (%) p-gildi Líkamleg líðan (PCS)3 41 47,7 ± 7,1 51,2 ± 6,5 3,4 ± 6,9 7,2 0,003 0,4 - 2,1 skipti 21 48,7 ± 7,7 51,5 ± 6,3 2,9 ± 7,3 5,9 0,090 2,2 - 3,0 skipti 20 46,8 ± 6,6 50,8 ± 6,9 4,0 ± 6,6 8,6 0,014 Verri líðan í upphafi2 20 42,1 ± 5,1 48,4 ± 6,2 6,4 ± 7,9 15,1 0,002 Betri líðan í upphafi2 21 53,1 ± 3,7 53,8 ± 5,9 0,6 ± 4,4 1,2 0,523 Andleg líðan (MCS)4 41 52,0 ± 8,0 53,1 ± 7,3 1,1 ± 7,2 2,2 0,314 0,4 - 2,1 skipti 21 54,3 ± 5,6 55,4 ± 6,1 1,1 ± 6,4 2,0 0,446 2,2 - 3,0 skipti 20 49,5 ± 9,4 50,7 ± 7,8 1,2 ± 8,1 2,4 0,515 141 af 48 svaraði báðum spurningalistum á fullnægjandi hátt. 2Sjálfsmati á líkamlegri líðan skipt í tvo flokka: 1) einkunn 29-47 og 2) einkunn 48-60. Hærri tala þýðir betri líðan. 3PCS: Physical component summary. 4MCS: Mental component summary.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.