Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 14

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 14
514 LÆKNAblaðið 2015/101 hjartaaðgerða eða kransæðavíkkunar. Sjúklingar mátu auk þess líkamlega líðan betri í lok þjálfunar en ekki andlega samkvæmt skori á lífsgæðakvarða SF-36v2. Þeir sjúklingar sem mættu oftar í þjálfun bættu sig meira en hinir í þreki og hámarkspúlsi og þeir meta einnig líkamlega líðan betri. Eins og fram kemur í nýlegum yfirlitsgreinum um krans- æðasjúkdóma á Íslandi eru þeir meðal algengustu langvinnra sjúkdóma hér.3,4 Þótt dauðsföllum vegna þeirra hafi fækkað20 er kransæðastífla langalgengasta dánarorsök hér á landi. Árlega eru gerðar 600-700 kransæðavíkkanir á Landspítala.3,4 Þörfin fyrir hjartaendurhæfingu er því mikil og mikilvægt að þau úrræði sem til staðar eru séu vandlega ígrunduð og notuð á réttan hátt. Þessi rannsókn getur ótvírætt aðstoðað við það. Í skýrslu fagráðs um heilsueflingu á vegum Landlæknisemb- ættisins frá 2003 er bent á að nægar vísindalegar sannanir bendi til þess að reglubundin hreyfing með miðlungsálagi sé virk forvörn og jafnvel hluti meðferðar gegn hjarta- og æðasjúkdómum, svo sem kransæðastíflu, heilablóðfalli, æðaþrengslum í ganglimum og háþrýstingi.21 Margar rannsóknir hafa verið gerðar á sviði hjartaendur- hæfingar á undanförunum árum og styðja þær við niðurstöður þessarar sem framkvæmd var á HL-stöðinni.5-7 Í safngreiningu 6 samanburðarrannsókna á áhrifum þjálfunar á 276 hjartasjúklinga bættu sjúklingarnir þrek og heilsutengd lífsgæði í kjölfar þjálfun- ar, en ekki kom fram marktæk breyting á slagbils- eða þanbilsblóð- þrýstingi.22 Sólrún Jónsdóttir og félagar birtu árið 2006 niðurstöð- ur rannsóknar á áhrifum hjartaendurhæfingar á íslenska sjúklinga með hjartabilun. Þar var þjálfunartímabilið lengra og lengri tími milli þjálfunartíma. Þessir sjúklingar bættu getu sína á þrekhjóli, 6 mínútna gönguprófi og einnig líkamleg lífsgæði.23 Rannsóknin sýnir fram á að það skilar auknum árangri að æfa oftar. Það er í samræmi við rannsókn þar sem sjúklingum sem gengust undir kransæðavíkkun var skipt í þrjá hópa sem æfðu 5, 10 eða 25 sinnum eftir aðgerð.24 Allir hópar sýndu eftir æfinga- tímabilið marktæka bætingu á ýmsum þáttum en eftir því sem æfingarnar voru fleiri því meira bættu sjúklingarnir sig. Nýleg rannsókn á yfir 30.000 einstaklingum sýndi að þeir sem mættu í endurhæfingu í 36 skipti höfðu 14% lægri dánartíðni þegar þeir voru bornir saman við þá sem fóru í 24 skipti eða sjaldnar í hjarta- endurhæfingu. Þá höfðu þeir sem fóru í 36 skipti 22% lægri dánar- í upphafi og við lok þjálfunar, svo niðurstöður úr þeim hluta eiga eingöngu við þá. Kynjaskiptingin var 42 karlar og 6 konur. Þeir 16 sem heltust úr lestinni (11 karlar og 5 konur) hættu ýmist fyrir lok rannsóknar eða mættu ekki í fyrsta tíma eftir að áreynslu- próf hafði verið gert. Þjálfunartímabilið var frá 5 vikum upp í 20,9 vikur, eða að meðaltali 8,4 vikur (tafla I). Líkamsmælingar og þjálfun Þrektala hækkaði um 14,4% (p<0,001) og 6,1% aukning varð á hámarkspúlsi (p=0,001) eftir þjálfunartímabilið þegar litið er á hópinn í heild (tafla II). Ef hópnum er skipt eftir aldri (32-64 ára og 65-86 ára) bættu báðir aldurshópar sig svipað í þrektölu (14,6% og 14,1%) en það var eingöngu eldri hópurinn sem jók hámarkspúls marktækt, eða um 7,2% (p=0,007). Í töflu III er hópnum skipt eftir því hversu oft þeir æfðu á viku (0,4-2,1 og 2,2-3,0 skipti). Þá má sjá 10,1% aukningu á þrektölu hjá hópnum sem æfði sjaldnar, en 19,8% hjá þeim sem æfðu oftar (p<0,001 í báðum tilvikum). Eins er marktæk hækkun um 11% á hámarkspúlsi hjá þeim sem æfðu oftar (p<0,001) en ekki hjá þeim sem æfðu sjaldnar (1,8%). Heilsutengd lífsgæði Í töflu IV má sjá niðurstöður úr spurningalista um lífsgæði, SF-36v2. Heildarstigum kvarðans hefur verið umbreytt í T-ein- kunn (stöðluð T-meðaleinkunn er 50±10 þar sem hækkun stiga gefur til kynna meiri lífsgæði). Þátttakendur mátu líkamlega líðan betri við lok þjálfunar, eða um 7,2% (p=0,003), en ekki andlega líðan (p=0,314). Þegar hópnum er skipt í tvo hópa eftir því hvernig þeir mátu líkamlega líðan í upphafi rannsóknar sést marktæk hækkun um 15,1% á líkamlegri líðan hjá þeim sem mátu sig í verri stöðu í upphafi (p=0,002), en hinn hópurinn hækkaði um 1,2%. Þrektala þeirra sem mátu líkamlega líðan verri í upphafi var þó ekki marktækt lægri en hinna. Umræða Niðurstöður sýna að þeir hjartasjúklingar sem tóku þátt í þessari rannsókn bættu þrek og hámarkspúls eftir Stig II þjálfun í kjölfar R A N N S Ó K N Tafla IV. Lífsgæðakvarði - SF-36v2. Fjöldi (n)1 Mæling 1 Mæling 2 Mismunur Mismunur (%) p-gildi Líkamleg líðan (PCS)3 41 47,7 ± 7,1 51,2 ± 6,5 3,4 ± 6,9 7,2 0,003 0,4 - 2,1 skipti 21 48,7 ± 7,7 51,5 ± 6,3 2,9 ± 7,3 5,9 0,090 2,2 - 3,0 skipti 20 46,8 ± 6,6 50,8 ± 6,9 4,0 ± 6,6 8,6 0,014 Verri líðan í upphafi2 20 42,1 ± 5,1 48,4 ± 6,2 6,4 ± 7,9 15,1 0,002 Betri líðan í upphafi2 21 53,1 ± 3,7 53,8 ± 5,9 0,6 ± 4,4 1,2 0,523 Andleg líðan (MCS)4 41 52,0 ± 8,0 53,1 ± 7,3 1,1 ± 7,2 2,2 0,314 0,4 - 2,1 skipti 21 54,3 ± 5,6 55,4 ± 6,1 1,1 ± 6,4 2,0 0,446 2,2 - 3,0 skipti 20 49,5 ± 9,4 50,7 ± 7,8 1,2 ± 8,1 2,4 0,515 141 af 48 svaraði báðum spurningalistum á fullnægjandi hátt. 2Sjálfsmati á líkamlegri líðan skipt í tvo flokka: 1) einkunn 29-47 og 2) einkunn 48-60. Hærri tala þýðir betri líðan. 3PCS: Physical component summary. 4MCS: Mental component summary.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.