Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Síða 13

Læknablaðið - 01.11.2015, Síða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 513 12-15 á Borg-skala.17 Þessi hluti tímans er kjarninn í þolþjálfun sjúklinganna. Eftir þessa 25 mínútna þjálfun er farið í tækjasal (einu sinni til tvisvar í viku) og íþróttasal (einu sinni til tvisvar í viku) þar sem áherslan er meiri á styrk, jafnvægi og liðleika. Í tækjasal velja sjúklingar sér 8-10 líkamsræktartæki, setja sjálfir þá þyngd sem við á og framkvæma 15 endurtekningar á hverju þeirra. Í íþróttasal er gjarnan stöðvaþjálfun með 10-12 stöðvum, ein mínúta á stöð. Stöðvarnar eru fjölbreyttar, svo sem æfingar með boltum, handlóðum, teygjum, dýnuæfingum (kviður, bak), pallaæfingar og fleira sem þjálfarar leggja til. Í lok hvers tíma eru svo vöðvateygjur og púls og blóðþrýstingur er skráður. Í síðasta tíma hverrar viku er vigtun. Sjúklingar eru flokkaðir í áhættuflokka eftir útfallsbroti hjarta samkvæmt AACVPR19 og fleiri atriðum, svo sem hvort þeir noti bjargráð/gangráð eða önnur atriði sem máli skipta fyrir þjálf- unina. Þjálfarar sjá um að auka álag hægar hjá þeim sem eru í aukinni áhættu. Eftirlit með þjálfunaráætlun og hjartalínuritum á þjálfunartímabilinu er í höndum sjúkraþjálfara. Ef hjartslátt- aróregla eða einhvers konar vafatilfelli koma upp er það skráð og haft samráð við lækni sem metur framhaldið. Fræðslufundir eru haldnir reglulega, 5-8 á þjálfunartímabili, um ýmis efni, svo sem gildi þjálfunar, áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, hjartalyf, streitu, næringu og fleira. Sjúkraþjálfarar og læknar meta í sameiningu hvenær sjúklingur er tilbúinn til útskriftar en það getur farið eftir ýmsu, svo sem breytingum á lyfjagjöf, blóðþrýstingsvandamálum og fleiru, hversu fljótt þeir útskrifast. Í þessari rannsókn voru svo sömu mælingar og gerðar voru í upphafi framkvæmdar aftur og þær bornar saman. Tölfræðiúrvinnsla Við úrvinnslu gagna var notað SPSS Statistic's útgáfa 21. Notað var parað t-próf (Paired-Samples T Test) og óháð t-próf (Independent- Samples T Test) til þess að bera saman breytur þar sem um norm- aldreifð gögn var að ræða. Þegar þýðinu var skipt í tvo hópa eftir aldri, mati á andlegri og líkamlegri líðan eða fjölda skipta var fundið miðgildi sem skipti þýðinu í helminga og framkvæmt parað t-próf á hvorn hóp fyrir sig. Marktækni var miðuð við 1% mark- tektarmörk (p<0,01). Niðurstöður Þátttakendur og brottfall Alls þáðu 64 boð um að taka þátt í rannsókninni (af 65 sem var boðið) en 48 luku við allt rannsóknarferlið (mynd 1). Af þessum 48 svaraði 41 spurningalista SF-36v2 um lífsgæði á fullnægjandi hátt R A N N S Ó K N Tafla II. Mælingar fyrir og við lok þjálfunar. Fjöldi (n) Mæling 1 Mæling 2 Mismunur Mismunur (%) p-gildi Þrektala (W/kg) 48 1,7 ± 0,5 1,9 ± 0,5 0,2 ± 0,2 14,4 <0,001 32-64 ára 23 1,8 ± 0,5 2,1 ± 0,6 0,3 ± 0,2 14,6 <0,001 65-86 ára 25 1,5 ± 0,4 1,7 ± 0,4 0,2 ± 0,2 14,1 <0,001 Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 48 28,6 ± 4,5 28,5 ± 4,4 -0,1 ± 0,6 -0,4 0,251 Lágmarkspúls 48 67,7 ± 10,9 65,5 ± 11,7 -2,2 ± 8,9 -3,2 0,095 Hámarkspúls 48 125,2 ± 22,0 132,7 ± 21 7,6 ± 14,5 6,1 0,001 32-64 ára 23 135,5 ± 20,2 142,2 ± 19,8 6,7 ± 14,9 5,0 0,041 65-86 ára 25 115,6 ± 19,4 124,0 ± 18,3 8,4 ± 14,3 7,2 0,007 Slagbil (min) 48 128 ± 20 133 ± 21 4,3 ± 20,6 3,4 0,150 Þanbil (min) 48 83 ± 12 83 ± 10 -0,7 ± 11,6 -0,8 0,684 Slagbil (max) 48 182 ± 25 186 ± 27 3,4 ± 21 1,9 0,269 Þanbil (max) 48 95 ± 11 94 ± 14 -0,1 ± 11 -0,1 0,937 Gildi: Meðaltal ± staðalfrávik Tafla III. Líkamsmælingar eftir fjölda skipta. 0,4 - 2,1 skipti í þjálfun (n=25) 2,2 - 3,0 skipti í þjálfun (n=23) Mæling 1 Mæling 2 Mismunur (%) p-gildi Mæling 1 Mæling 2 Mismunur (%) p-gildi Þrektala (W/kg meðaltal) 1,8 ± 0,5 2,0 ± 0,5 10,1 <0,001 1,5 ± 0,4 1,8 ± 0,5 19,8 <0,001 Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 28,3 ± 4,4 28,3 ± 4,4 0,0 0,932 29,0 ± 4,8 28,7 ± 4,5 -0,8 0,112 Lágmarkspúls 68,0 ± 10,1 64,8 ± 10,1 -4,7 0,080 67,2 ± 12 66,1 ± 13,4 -1,6 0,574 Hámarkspúls 129,9 ± 19,1 132,3 ± 18,1 1,8 0,323 120,0 ± 24,1 133,2 ± 24,1 11,0 <0,001 Slagbil (min) 133 ± 22 134 ± 19 0,7 0,786 124 ± 16 132 ± 22 6,5 0,119 Þanbil (min) 84 ± 11 81 ± 9 -3,8 0,236 82 ± 13 84 ± 11 2,5 0,275 Slagbil (max) 188 ± 30 187 ± 30 -0,3 0,877 177 ± 18 185 ± 23 4,4 0,113 Þanbil (max) 95 ± 12 91 ± 10 -4,1 0,073 94 ± 10 98 ± 16 4,2 0,080 Gildi: Meðaltal ± staðalfrávik

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.