Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 33
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS haustið.53 Julius Schau kenndi mörgum steinsmiðum sem áttu eftir að láta að sér kveða við gerð legsteina, svo sem Runólfi Einarssyni (1859-1941) og Guðna Hreiðari Þorkelssyni (1873-1953). Julius Schau og lærlingar hans gerðu mikinn fjölda legsteina sem sjá má víða um land en f lestir eru þeir á einum stað í Hólavallagarði við Suðurgötu. Nýklassíski stíllinn, sem fram var kominn hjá Sverri Runólfssyni og sjá má af legsteini Gísla læknis þróaðist áfram. Frá Schau komu elstu stóru f lötu óbeliskarnir með lágmyndum Thorvaldsens Nótt og Degi en einnig aðrir steinar með öðrum formum. Legsteinn Pétur Péturssonar biskups á leiði S 409 er verk Schaus sem og legsteinn Bergs Thorberg á leiði R 409. Einnig mun legsteinn Markúsar F. Bjarnasonar á reit I 117 vera verk Schaus.54 Julius Schau kvæntist Kristínu Magnúsdóttur frá Melkoti og áttu þau einn son. Konu sína missti hann eftir fjórtán ára hjónaband og son þeirra einnig stuttu síðar. Hann kvæntist aftur Sigríði V. Á. Jónsdóttur og eignuðust þau einn son. Árið 1920 f luttist Schau með fjölskyldu sinni til Danmerkur. Hafði hann dvalið hér í fjörtíu ár og sett merkan svip á hinn unga bæ með iðn sinni. Julius Schau lést í Vanløse þann 30. október 1938.55 Krossar og grindverk úr pottjárni Á 19. öld varð það að tísku að setja járnsteypukrossa (pottjárnskrossa) á leiði. Í Danmörku varði tímabil pottjárnskrossanna frá miðri 19. öld og rétt fram yfir aldamótin 1900.56 Íslendingar virðast hafa tileinkað sér þessa tísku snemma og ekki verið neinir eftirbátar, því frá þessum tíma eru líka þeir pottjárnskrossar sem finnast hérlendis. Með elstu pottjárnskrossum hér á landi og um leið sá stærsti er sá sem Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari í Nesi setti fyrri konu sinni Guðrúnu Oddsdóttur Sveinbjörnsson. Er hún fyrsti einstaklingurinn sem grafinn var í Hólavallagarði árið 1838 og því vökumaður hans. Síðar tíðkuðust vönduð járnsteypt grindverk (d. stakit) kringum grafreiti. Íslendingar eru heppnir að því leyti að hér á landi hefur varðveist hlutfallslega mikið af pott járnskrossum og grindverkum. Erlendis voru margir krossar og grind verk brædd upp m.a. til vopnaframleiðslu. Þó er fjölbreytileiki íslenskra pottjárnskrossa ekki eins mikill og til að mynda í Danmörku þaðan sem f lestir ef ekki allir íslensku krossarnir eru upprunnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.