Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 45
44 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Áður en lengra er haldið verður fjallað um messur og annað helgihald með það fyrir augum að fá samanburð við jarðarfarirnar og setja þær í rétt samhengi. Útvarpsmessur hafa heldur ekki verið rannsakaðar sér staklega og eru það rök fyrir að þær fái hér allýtarlega umfjöllun. Útsending á guðsþjónustum hefur tíðkast frá upphafi útvarps hér á landi og hefur bersýnilega þótt sjálfsögð. Messum hefur einnig lengi verið útvarpað í hinum kristnu löndum víða um heim, bæði í ríkisútvarpi og á einkastöðvum. Ennfremur má nefna útvarp páfagarðs og kristilegar stöðvar, en hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum hóf sendingar árið 1931.1 Árið 1926 hóf fyrsta íslenska útvarpsstöðin, H.f. Útvarp, starfsemi sína. Svo merkilega sem það hljómar fyrir okkur nútímafólk var fyrsta tilraunaútsending þessarar stöðvar, 31. janúar, messa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Stöðin tók formlega til starfa 18. mars og opnaði atvinnumálaráðherra hana með ræðu. Auk ráðherra f lutti séra Friðrik Hallgrímsson ávarp um víðvarpið og boðskap fagnaðarerindisins. Það er eftirtektarvert, og í raun táknrænt, að kirkjunnar maður kom þegar við sögu í fyrstu formlegu sendingu útvarps hér á landi. Í erindi sínu lagði séra Friðrik til að guðsþjónustum yrði útvarpað einu sinni til tvisvar á hverjum helgum degi og ennfremur miðvikudagsmessum á föstunni. Vísaði séra Friðrik einkum til þess að vegna strjálbýlis bæri ekki að messa í sumum kirkjum nema í fáein skipti á ári og ennfremur að sjúklingar væru ekki færir um að sækja guðsþjónustur, jafnvel svo árum skipti. 2 Fremur lítið er vitað um dagskrá H.f. Útvarps en þó voru sendar út einhverjar messur meðal annars efnis. Rekstur stöðvarinnar mun hafa staðið fram á árið 1928 að minnsta kosti.3 Á Akureyri var rekin útvarpsstöð 1928 til 1929 á vegum bresks trúboða en óvíst er hve reglulegar útsendingar hennar voru og líklega voru þær mjög stopular. Meðal dagskrárliða áttu að vera messur á hverjum sunnudegi.4 Í greinargerð með fyrsta frumvarpi um ríkisútvarp, sem lagt var fyrir Alþingi 1928, var gert ráð fyrir að „guðsþjónustur og kirkjusöngur“ yrðu allt að 100 klst. á ári eða 8,3% af heildarútsendingartíma á árs- grund velli.5 Útvarpað var tveimur messum á öðrum starfsdegi útvarps- ins, sunnudeginum 21. desember 1930, frá Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi og Fríkirkjunni eftir hádegi. 6 Þetta segir auðvitað sína sögu um sterka stöðu kristinnar trúar í landinu. Messur á sunnudögum og stórhátíðum hafa verið sendar út allar götur síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.