Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 63
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1. Þjóðkunnir forustumenn í almennum málum og menntun. 2. Skipshafnir og aðrir hópar manna, sem farist hafa af slysum, enda hafi komið fram ósk um það frá hlutaðeigandi útgerðar- fjelögum, útgerðarmönnum, forráðamönnum stjettar fjelaga, ríkisstjórninni eða vandamönnum þeirra, sem farist hafa. Öðrum jarðarförum má og útvarpa, eftir samþykkt útvarps- ráðs hverju sinni, ef alveg sjerstakar ástæður eru fyrir hendi, t.d. ef maður er greftraður hjer fjarri heimili sínu og öllum nánustu ástvinum.124 Eftir þetta og fram á árið 1944 barst útvarpsráði fjöldi umsókna um útvarp á jarðarförum og minningarathöfnum. Voru margar þeirra sam- þykktar en ýmsum var einnig synjað. Mikil ásókn var í útsendingu á slíku efni og jafnvel svo „að vandamenn framliðinna voru teknir að sækja á einstaka útvarpsráðsmenn um fylgi við útvarp á tilteknum jarðar förum …“125 Vegna þessa var talið að skrifstofa Ríkisútvarpsins yrði að lokum úrskurðaraðili og mundi því fylgja mikið álag. Niður- staða útvarpsráðs 29. febrúar 1944 varð því sú að samþykkja að útvarp á jarðarförum yrðu hrein viðskipti eins og áður þegar þessari venju var komið á. Var farið eftir þessari samþykkt allar götur síðan uns útvarpi á jarðarförum almennings var hætt. Fyrsta minningarathöfn á vegum útvarpsins var í tilefni af Pourquoi pas? slysinu 1936.126 Hér var reyndar um sálumessu að ræða en útvarps- ráð leit á þetta sem minningarathöfn þar sem jarðarförin fór fram í Frakklandi. Minningarathöfn var um áhöfnina af togaranum Ólafi RE 7 sem fórst í nóvember 1938. Þá var athöfn um skipshöfnina af togaranum Max Pemberton RE 278 í janúar 1944, svo annað dæmi sé tekið.127 Ennfremur má nefna eftirfarandi minningarathafnir sem ríkið stóð að eða tekin var ákvörðun um að útvarpa: Áhöfnin á vélbátnum Rafnkeli frá Garði 1960, Kennedy Bandaríkjaforseti 1963, Thor Thors sendiherra 1965, Þórarinn Björnsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1968, Friðrik IX. Danakonungur 1972, Olof Palme forsætis- ráðherra Svíþjóðar 1986. Upptökur af þessum athöfnum eru varðveittar í segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Þar að auki var nokkuð um minn- ingar athafnir almennra borgara, eða um fjórar á ári að meðal tali uns jarðar fararútvarpi fyrir almenning var hætt. Ríkisútvarpið kostaði útsendingar á jarðarförum sjö þjóðkunnra persóna á 20 fyrstu starfsárum sínum, en allt voru þetta karlmenn eins og við var að búast miðað við stöðu kvenna á þeim tíma. Um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.