Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Síða 63
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. Þjóðkunnir forustumenn í almennum málum og menntun.
2. Skipshafnir og aðrir hópar manna, sem farist hafa af slysum,
enda hafi komið fram ósk um það frá hlutaðeigandi útgerðar-
fjelögum, útgerðarmönnum, forráðamönnum stjettar fjelaga,
ríkisstjórninni eða vandamönnum þeirra, sem farist hafa.
Öðrum jarðarförum má og útvarpa, eftir samþykkt útvarps-
ráðs hverju sinni, ef alveg sjerstakar ástæður eru fyrir hendi,
t.d. ef maður er greftraður hjer fjarri heimili sínu og öllum
nánustu ástvinum.124
Eftir þetta og fram á árið 1944 barst útvarpsráði fjöldi umsókna um
útvarp á jarðarförum og minningarathöfnum. Voru margar þeirra sam-
þykktar en ýmsum var einnig synjað. Mikil ásókn var í útsendingu á
slíku efni og jafnvel svo „að vandamenn framliðinna voru teknir að
sækja á einstaka útvarpsráðsmenn um fylgi við útvarp á tilteknum
jarðar förum …“125 Vegna þessa var talið að skrifstofa Ríkisútvarpsins
yrði að lokum úrskurðaraðili og mundi því fylgja mikið álag. Niður-
staða útvarpsráðs 29. febrúar 1944 varð því sú að samþykkja að útvarp
á jarðarförum yrðu hrein viðskipti eins og áður þegar þessari venju var
komið á. Var farið eftir þessari samþykkt allar götur síðan uns útvarpi á
jarðarförum almennings var hætt.
Fyrsta minningarathöfn á vegum útvarpsins var í tilefni af Pourquoi
pas? slysinu 1936.126 Hér var reyndar um sálumessu að ræða en útvarps-
ráð leit á þetta sem minningarathöfn þar sem jarðarförin fór fram í
Frakklandi. Minningarathöfn var um áhöfnina af togaranum Ólafi
RE 7 sem fórst í nóvember 1938. Þá var athöfn um skipshöfnina af
togaranum Max Pemberton RE 278 í janúar 1944, svo annað dæmi sé
tekið.127 Ennfremur má nefna eftirfarandi minningarathafnir sem ríkið
stóð að eða tekin var ákvörðun um að útvarpa: Áhöfnin á vélbátnum
Rafnkeli frá Garði 1960, Kennedy Bandaríkjaforseti 1963, Thor Thors
sendiherra 1965, Þórarinn Björnsson skólameistari Menntaskólans á
Akureyri 1968, Friðrik IX. Danakonungur 1972, Olof Palme forsætis-
ráðherra Svíþjóðar 1986. Upptökur af þessum athöfnum eru varðveittar
í segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Þar að auki var nokkuð um minn-
ingar athafnir almennra borgara, eða um fjórar á ári að meðal tali uns
jarðar fararútvarpi fyrir almenning var hætt.
Ríkisútvarpið kostaði útsendingar á jarðarförum sjö þjóðkunnra
persóna á 20 fyrstu starfsárum sínum, en allt voru þetta karlmenn
eins og við var að búast miðað við stöðu kvenna á þeim tíma. Um