Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 65
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ástæða var talin til að skoða fjölda útfara fyrstu árin en síðan voru teknar stikkprufur á fimm ára fresti. Þetta gefur að vísu ekki endanlegar niðurstöður, til þess þyrfti að skoða hvert ár fyrir sig, en lýsir eigi að síður þróuninni ágætlega. Samkvæmt Morgunblaðinu var útvarpað tveimur jarðarförum fyrsta árið, næsta ár 12, hið þriðja 47 og næstu tvö um 30. Milli 1940 og 1945 var mikil aukning, meira en tvöföldun. Útförum fjölgaði nær stöðugt eftir það uns hætt var að senda út slíkar athafnir. Tölur fyrir síðasta árið eru reyndar ómarktækar þar sem þær ná aðeins yfir það að hluta. Að meðaltali var útvarpað 1-2 jarðarförum á viku 1945 en 2-3 árið 1966. Mestur fjöldi jarðarfara var 1966, eða alls 135. Þegar árið 1939 var sumum farið að ofbjóða fjöldi jarðarfara og dánar tilkynninga á öldum ljósvakans. Helgi Hjörvar útvarpsmaður kemst þannig að orði í grein sem hann kallar Dauðinn og útvarpið: Æðimikill hluti alls útvarpsefnis eru jarðarfarir, jarðarfarir, jarðarfarir, tvær á dag oft og einatt; eilífar auglýsingar um dauða, stunur syrgjenda, þakkarorð harmþrunginna. Innan um þetta koma svo almennar fréttir og ýmis erindi, nærri því eins og óvið- eigandi hlutir, eins og hrossamarkaður í messugerð. 129 Ennfremur segir Helgi að upp á síðkastið hafi nokkuð dregið úr sumum tegundum auglýsinga en í staðinn komið langar og raunalegar dánar- tilkynningar, oft „hneikslanlega samsettar“ ekki síður en í dag blöðum. Gerir hann það að tillögu sinni að hætt verði að auglýsa jarðar farir og f lytja þakkarávörp en í staðinn komi dánarfréttir og þá aðeins fyrir strjálbýli. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri brást hart við þessari grein og svaraði Helga fullum hálsi þar sem hann m.a. vísaði til þess að jarðarfarir væru ekki hluti af formlegri dagskrá.130 Í þessu sambandi má nefna að afar sjaldan virðist hafa verið kvartað yfir því á opinberum vettvangi að útfarir væru ekki kynntar fyrirfram. Ekki var þó farið fram á að jarðarfarir yrðu auglýstar sem hluti af hinum föstu dagskrárliðum, heldur um leið og þær hæfust í hvert skipti og að sagt yrði hvern verið væri að greftra.131 Þetta kom aldrei til framkvæmda heldur var þögn í viðtækinu, sem verið hafði, uns útvarp frá viðkomandi jarðarför hófst með orgeltónum.132 Ýmsar gamansögur hafa verið sagðar af útförum eins og þegar ungur og illa fyrirkallaður magnaravörður ruglaðist á Dómkirkjunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.