Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 71
70 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sumir nefna góðar eða hreinskilningslegar líkræður, f lutning þeirra og fallega rödd prestsins.142 Líkræður urðu algengar seint á 19. öld og lengi vel aðeins yfir betri borgurum.143 Fólk hefur því lagt ákveðið mat á útvarpsjarðarfarir, eða svo virðist. Hið sama gæti hafa átt við um guðsþjónustur í einhverjum mæli ef marka má dagbókarfærslu frá jóladegi 1932 en þar segir að fólkið hafi hlustað á tvær útvarpsmessur „mjög góðar“.144 Í framangreindri könnun um trúarlíf Íslendinga er að finna ákveðna samsvörun við svör heimildarmanna hvað varðar guðs- þjónusturnar, en mest var lagt upp úr eftirfarandi atriðum: 1. Hlusta á ræðu prestsins. 2. Finna hvíld og frið. 3. Upplifa hátíð og stemningu. 4. Syngja eða hlusta á sönginn.145 Annað og ekki síður mikilvægt atriði var að menn höfðu ánægju af að heyra um „ævisögur“ fólks, ættir og mannlíf. Skýringin er auðvitað hið fámenna þjóðfélag sem við búum í, að „allir þekki alla“ á einhvern hátt, og mikill áhugi á æviminningum hvers konar. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að á því tímabili sem hér er til umfjöllunar voru minn ingar greinar í dagblöðum mun færri og umfangsminni en í dag. Það má því segja að líkræða prestsins hafi verið hrein viðbót við þær. Minningargreinar voru þá öðru fremur frásögn um lífshlaup og persónu hlutaðeigandi eða eins konar minnisvarði sem reistur var í virðingarskyni við hinn látna. Tekið var að birta minningargreinar þegar á fyrstu árum Morgunblaðsins,146 en það var þá ekkert nýmæli þar sem nokkuð hafði verið prentað af slíkum greinum í blöðum og tímaritum frá því á 19. öld, t.d. í Norðanfara.147 Meðal hinna fyrstu eru minningarorð um Tómas Sæmundsson sem birtust í Fjölni 1843.148 Þar fyrir utan áttu erfiljóð sér langa hefð og hafa þau einnig verið birt í blöðum fram undir þennan dag, þótt síðustu árin sé það orðið afar sjaldgæft. Miklu síðar var farið að skrifa á persónulegum og tilfinningalegum nótum. Til skamms tíma þekktist þannig ekki að ættingjar eða nánir vinir „úthelltu hjarta sínu“ í minningargreinum, en það hefur farið mjög í vöxt á síðustu árum. Sumir lýsa að vísu því viðhorfi sínu að minningar greinar þurfi að hafa heimildagildi, að skrif sem fjalli aðeins um tilfinningar séu óviðeigandi og að fólk eigi ekki að rita um sína nánustu. Aðrir segja að minningargreinar fjalli of mikið um höfund- inn.149 Greinarnar sýna mjög breytt viðhorf miðað við þá tilfinninga- legu hófsemi sem áður þótti við hæfi. Heimildarmaður kemst þannig að orði: „Mér finnst gaman að lesa minningargreinar ungu kynslóðarinnar um afa og ömmu. Þær eru nýjung. Þessar minningar greinar eru oft opnar og segja frá sambandi barnanna við afa og ömmu.“150 Þetta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.