Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 112
BRÚÐARHÚS Í LAUFÁSI 111 og fremst tilvísun til þess rýmis þar sem kvenfólkið sat að borðum í brúðkaupsveislum. Líklegast er að brúðarhús hafi í þessu brúðkaupi verið eitt af tjöldunum í Reykholti sem slegið var upp til að rúma þann mikla fjölda gesta sem þar var við brúðkaup Eggerts og Ingibjargar. Í ritgerð sinni um brúðkaupssiði hefur Árni Björnsson getið sér þess til að hlutverki brúðarhúss hafi gegnt svokölluð litlastofa sem víða var að finna á betri bæjum.34 Skýring þessi má heita fremur sennileg þar sem litlustofur voru, að því er best er vitað til, að mestu alþiljuð hús með bekkjum og hafa því hentað vel til borðhalds. Nú var hins vegar litlastofa í Laufási á því árabili sem telja má að brúðarhúsið sé reist og rétt að ítreka að nafn brúðarhúss helst allt til síðustu úttektar 1924. Sé tilgátan um litlustofur í hlutverki brúðarhúsa rétt er þeirri spurningu ósvarað hvers vegna sérstakt hús var reist í Laufási til að hýsa konur í hópi gesta undir borðum meðan á brúðkaupsveislum stóð.35 Árni Björnsson hefur tekið saman þá staði þar sem oftast er getið um stórbrúðkaup í annálum á 16., 17. og 18. öld. Af þeim á fjórða tug höfuðbóla sem nefnd eru sem veislustaðir brúðkaupa ber sum þeirra oftar á góma en önnur. Margir þessara staða tengdust auk þess voldugustu ættum landsins á þessum tíma sem mægðust hver við aðra.36 Laufás er ekki í hópi umræddra brúðkaupsstaða og það er því ekki skýring á nafngift brúðarhússins að óvenju mikill fjöldi brúðkaupa sem í annála rötuðu hafi verið haldinn þar á bæ og kallað á sérstakt veisluhús í þeim tilgangi. Allt þetta gerir tilvist brúðarhúss í Laufási enn dularfyllri. Ein hugsanleg skýring tengist ákveðnum vanda við úttektir sem heimildir. Lýsingar í úttektum ná fyrst og fremst til þess húsakosts sem staðnum tilheyrir. Í stöku úttekt er hins vegar n.k. „smáa letur“ aftast þar sem til eru tíndar eignir sem eiga að koma upp í skuld dánarbúsins við staðinn. Þessar eignir eru ekki alltaf sjáanlegar í úttektunum sjálfum, þótt þær séu það stundum og þá tekið fram að þær séu einkaeign. Sá möguleiki er ekki fullkannaður að brúðarhús á ýmsum stöðum geti hafa verið í einkaeign og aldrei komið fram í úttektum. Slík skýring má þó teljast langsótt, því yfirleitt kemur einkaeign eða vísbending um hana fram með einum eða öðrum hætti í úttektum fyrr eða síðar. Til að komast einhverju nær um það hvenær á árabilinu 1690-1738 brúðarhús í Laufási reis af grunni má spyrja að því hvenær hinir f lóknu brúðkaupssiðir taka að þynnast út. Nokkur vísbending kann að búa í texta á titilblaði siðabókarinnar Lbs. 91 8vo en þar segir að kverið sé skrifað eftir gamalli siðabók norðlenskri en sé eign Hallgríms Jónssonar Thorlacius á Berunesi í Múlaþingi anno 1705. Í henni séu siðir „fyrri“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.