Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 134
SÖGUR AF BEINAGRINDUM 133 samhengi sem hér um ræðir, er dulin áhrif mismunandi áhættu breyti- leika (hidden heterogeneity in risks). Þetta hugtak snýr að því að einstakl- ingunum sem mynda safn hefur verið mismunandi hætt við sjúkdómum og dauða. Munurinn getur stjórnast af ýmsum þáttum, erfðum, félags- legum aðstæðum eða tímabundnum breytingum (það gæti hafa geisað plága í eitt ár af þeim 100 sem grafreitur var í notkun). Þetta þýðir að ekki er hægt að nýta söfn til að meta nýgengi sjúkdóma þar sem ómögulegt er að vita hversu margir voru í hættu á að veikjast eða deyja og hversu lengi sú hætta varði.24 Tökum sem dæmi þrjá mismunandi hópa og einn sjúkdóm sem greinanlegur er í beinum. Fyrsti hópurinn lendir aldrei í hættu á að fá sjúkdóminn, enginn veikist og því ber enginn merki um hann. Annar hópurinn lendir í hættu en er með ónæmi á háu stigi, einhverjir veikjast og bera sjúkdóminn í nógu langan tíma til að hann hafi áhrif á bein. Sumir deyja úr honum en aðrir ná sér en bera þó merki sjúkdómsins og deyja seinna af öðrum ástæðum. Þriðji hópurinn hefur ekkert ónæmi fyrir sjúkdómnum, margir veikjast og deyja mjög f ljótlega þannig að þeir eru ekki veikir nógu lengi til þess að sjúkdómurinn hafi áhrif á bein. Í þessu einfaldaða dæmi er ljóst að einungis einn hópur ber merki sjúkdómsins, annar hópurinn í upptalningunni hér að framan, og engin leið er að greina í sundur fyrsta hópinn, þá sem veiktust aldrei, og þann þriðja, þá sem veiktust en dóu f ljót lega. Hvorugur hópurinn ber merki um sjúkdóminn.25 Til að f lækja málin enn frekar þurfa þessir mismunandi hópar ekki endilega að vera í aðskildum söfnum, vel getur verið að þeir hafi verið uppi á sama stað og á sama tíma og því verið grafnir í sama grafreit. Í mörgum tilfellum er ekki hægt að leysa þau vandamál sem Wood og félagar benda á, en markmiðið með þessum athugasemdum þeirra er ekki að sýna fram á að lýðfræði- eða faraldsfræðilegar athuganir á fornum beinasöfnun séu ómögulegar. Frekar að þetta séu þættir sem mikilvægt er að hafa í huga til að greina hvað það er sem slík söfn segja og það sem mikilvægara er, segja ekki. Nú orðið er þessi grein talin eiga mikinn þátt í að þróa þá stefnu sem fornbeinafræði hefur tekið síðasta rúma áratug.26 Ef við snúum okkur aftur að íslensku beinagrindunum og byrjum á að bera saman niðurstöður úr Reykjavík og frá Hofstöðum sést að í 18.-19. aldar safninu úr Reykjavík voru níu tilfelli af sýkingum, 24% af 37 einstaklingum, þar af fjögur tilfelli (11%) af greinanlegum smitsjúkdómum. Þrjú tilfelli voru af sýkingum í miðaldasafninu frá Hofstöðum, 6% af 51, en ekkert tilfelli þar sem hægt var að greina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.