Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 151
150 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
við landnámsmanninn sem hefði þá líklega búið í Gröf sem varð svo
kirkju staður eins og mörg landnámsbýli. Nöfn nágrannabæjanna,
Seljanna, gefa ótvírætt til kynna að þar hafi verið önnur nytjaeining
frá heima bænum Gröf. Í grein um örnefni í Árnesþingi áréttaði
Svavar þá hugmynd sína „að staða-bæirnir hafi verið eins konar útibú
landnámsmanna þar sem landgæði hafi verið nytjuð frá aðaljörðunum
en þeir ekki orðið sjálfstæðar jarðir í fyrstu.“45 Landkostir fyrir frum-
landnema hafa vafalaust verið aðrir og betri í Gröf með Seljunum og
Ísabakka heldur en í Hörgsholti og á þeim slóðum. Á það bæði við um
aðstæður til veiða og heyskapar. Það er skoðað nánar hér aftar (Framvinda
landnáms).
Ísabakki er fyrst nefndur í máldaga Hrunakirkju frá fyrri hluta 14.
aldar, [1331].46 Bær hefur líklega verið reistur þar eftir að byggð á
fornbýlinu við Hvítárholt leið undir lok nokkru fyrir Heklugosið 1104
ef marka má athuganir Sigurðar Þórarinssonar. Þar hafa líklega verið
tóftir eyðibýlis þegar frásagnir af landnáminu voru skráðar. Sé hér rétt
til getið hefur þar verið kallað á Másstöðum og sagnir um landnámið
verið tengdar þeim stað.
Á 14. öld töldust Selin og Ísabakki til Grafarþinga sem svo eru nefnd í
elstu mál dögum Hrunakirkju, en þá var svo komið að tíund frá þessum
bæjum var greidd til Hruna. Máldagarnir hafa verið túlkaðir þannig að
bæn hús hafi verið á öllum bæjum í umdæmi Hrunastaðar nema þessum
þremur.47 Tengsl Seljanna og Ísabakka við Gröf og kirkjuna þar hafa því
enn verið náin á 14. öld þótt Grafarþing hafi þá í raun verið orðin hluti
af Hruna þingum.
Kirkja hefur trúlega verið reist í Gröf snemma, e.t.v. skömmu eftir
kristnitöku. Þá ætti Bjarni spaki sonur Þorsteins goða að hafa búið
þar ef marka má Flóamanna sögu.48 Örnefnið Hof skammt vestan
bæjar í Gröf kann að benda til stórbýlis fyrir kristnitöku. Þar voru á
brekkubrún fram um miðja 20. öld útihús sem kölluð voru „á Hofum“.
Reyndar hefur verið efast um að almennt hafi verið reist sérstök hús
til trúariðkunar í heiðni, hofin hafi fremur verið íbúðarskálar á stærri
bæjum þar sem einnig hafi farið fram heiðnar helgiathafnir.49 Bærinn í
Gröf hefur þá e.t.v. fyrst staðið uppi á Hofum þar sem víðsýni er miklu
meira en á núverandi bæjarstæði.
Það sem hér hefur verið tínt til bendir til að Másstaðir hafi verið hjá
Hvítárholti fremur en við Árfellið í landi Hörgsholts. Reyndar taldi Helgi
Þorláksson að örnefnið Máldagahnúkur, sem er við landamerki Hörgsholts
og Kaldbaks en í Kaldbakslandi um 1,5 km fyrir ofan rústina við Árfellið,