Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 8
Skæðir umhverfiSdónar þeySa á torfærutækjum föstudagur 19. júní 20098 Fréttir „Þetta er djúpt og nýlegt sár eft- ir jeppa sem farið hafa þarna um í vor eða snemmsumars,“ segir Kári Kristjánsson, landvörður í Vatna- jökulsþjóðgarði. Hann var nýver- ið á ferð við Laka og sá þá verksum- merki í grennd við Galta sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Kári segir brögð að því að vegfarendur á jeppum og öðrum vélknúnum tækjum virði að vettugi lokunarskilti sem sett eru upp á viðkvæmum stöðum á hálend- inu að vorlagi og snemma sumars. Kári hefur lengi reynt að hamla gegn hrottafenginni umgengni við landið, meðal annars á hálendinu norðan Vatnajökuls á árum áður. Reykjanesfólkvangur í sárum „Mest er um vert fyrir ríki og sveit- arfélög að skilgreina hvað sé bíl- slóð og hvað ekki. Þetta þarf að vera ljóst í lögum og reglugerðum til þess að unnt sé að sækja menn til saka fyrir landspjöll sem hljót- ast af akstri vélknúinna tækja utan vega.“ Þetta er mat Óskars Sævarsson- ar, en hann situr í stjórn Reykja- nesfólkvangs fyrir hönd Grindvík- inga. Óskar og fleiri skipulögðu fund með umhverfisráðherra á Hösk- uldarvöllum í landi Reykjanes- fólkvangs í upphafi síðustu viku. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra, bæjarfulltrúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar, lögreglu og fleiri gátu séð með eigin augum þau gríðarlegu spjöll sem unnin hafa verið innan Reykjanesfólk- vangs með akstri vélknúinna tækja í viðkvæmu gróðurlendi. „Þar sem við stóðum í hjarta fólkvangsins í Sogunum sáum við bæði afleiðingar utanvegaaksturs í gegnum tíðina og einnig hvernig framkvæmdir við orkuöflun hafa leitt til þess að aðgerðir til varnar utanvegaakstri hafa ekki náð tilætl- uðum árangri. Fjalllendið á Trölla- dyngjusvæði og í Sogum galopn- aðist eftir framkvæmdir Hitaveitu Suðurnesja og gamlir slóðar um svæðið og yfir hálsinn að Vigdísar- völlum opnuðust. Víða af Djúpa- vatnsleið er farið upp í brekkur framhjá slóðalokunum.“ Óskar bendir einnig á svæði sem eru undir álagi utanvegaaksturs vest- ar á Reykjanesi. „Nálægðin við þétt- býlið er áreiðanlega höfuðástæðan fyrir átroðningnum. Nefna má Ísólfs- skála og Hraunsland rétt austan við Grindavík. Svæðið við Nyrðri Sandvík er illa leikið þar sem stórátak land- græðslu virðist vera á góðri leið með að renna út í sandinn.“ 14 þúsund torfæru- tæki flutt inn Óskar hefur grennslast fyrir um inn- flutning á torfæruvélhjólum og fjór- hjólum síðastliðin þrjú ár. „Eftir því sem ég kemst næst hafa verið flutt inn um 14 þúsund slík tæki. Þessar töl- ur hafa líka komið fram í málflutningi landgræðslumanna og hjá Landssam- bandi íslenskra akstursmanna. Ég fer um 30 til 40 sinnum á ári um fólkvang- inn og hef gert í um aldarfjórðung. Umferð vélknúinna tækja hefur stóraukist og jókst til muna síðastlið- ið haust eftir að landvörðurinn lét af störfum. Það er engu líkara en að eig- endur þessara tækja finni friðinn til að fara um hálendið yfir hásumarið, en þegar það lokast á haustin komi þeir með tækin sín og fari um nágrenni höfuðborgarinnar og byggðarinnar á Reykjanesi.“ Óskar telur að aðgerðir undan- farinn áratug til að hamla gegn nátt- úruspjöllum af völdum vélknúinna tækja hafi ekki borið tilætlaðan ár- angur. „Aðgerðirnar standast ekki þá holskeflu sem við stöndum frammi fyrir nú. Það virðist ríkja algert virð- ingarleysi fyrir náttúru og viðkvæmu landi og aðgerðir til að hemja umferð eða loka slóðum eru virtar að vettugi. Menn virðast komast upp með að fara um þar sem hjólför er að finna.“ Vandinn er ekki aðeins í Reykja- nesfólkvangi þótt álagið kunni að vera mikið þar vegna nálægðar við þétt- býlið. Hálendið norðan Vatnajök- uls er viðkvæmt og bílar hafa valdið skemmdum, eins og til dæmis í Grá- gæsadal eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. „Mest er um vert fyrir ríki og sveitarfélög að skilgreina hvað sé bíl- slóð og hvað ekki. Þetta þarf að vera ljóst í lög- um og reglugerðum.“ Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ætla má að um 14 þúsund vélknúin torfærutæki hafi verið flutt til landsins á undanförnum þremur árum. Þá eru jeppar, bæði breyttir og óbreyttir, ótaldir. Vaxandi álag er á gróðurþekju hálendisins og óafturkræf spjöll eru enn unnin á viðkvæmri gróðurþekju með akstri utan vega. Enn skortir á að unnt sé að lögsækja menn fyrir akstur utan vega sökum þess að vegslóðar eru illa skilgreindir. Brögð eru að því að ferðalangar á hálendinu virði að vettugi lokunarskilti. umhverfisráðherrann svandís svavarsdóttir og fleiri skoða umhverfisspjöll í hjarta reykjanes- fólkvangs í síðustu viku. Landspjöll sundurskorið land við Hamradal. Í Grágæsadal norðan Vatnajökuls Landið jafnar sig seint og illa eftir ruddalegan akstur utanvega. selsvallafjall á Reykjanesi Viðkvæmt moslendi er sundurskorið. glöggt má sjá hversu breitt sárið er orðið eftir umferð vélknúinna ökutækja. Við Galta sunnan Lakagíga Myndin var tekin 8. júní síðastliðinn og augljóst að spjöllin eru nýleg. Vegslóðar Þar sem hjólför eru, þar aka menn, segir Óskar sævarsson sem situr í stjórn reykjanesfólkvangs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.