Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 13
föstudagur 19. júní 2009 13Fréttir
Breytir ekki samkvæmt anda
laganna
Annar viðmælandi blaðsins segir
að Sigurjón hafi gríðarlega mikla
analítíska greind og geti munað
heilu excel-skjölin af tölum. „En
eins og oft er með svoleiðis menn
þá hefur hann ekki mikla og djúpa
skynjun á umhverfi sínu og því
samhengi sem hann er í. Sigur-
jón setur hlutina bara upp í reikn-
ingsdæmi og tekur ákvörðun sam-
kvæmt því. Þetta er mikill veikleiki
hjá honum sem reynst hefur dýr-
keyptur, eins og við sáum til dæm-
is í þessari bílaumræðu. Af hverju
fór Sigurjón ekki bara og keypti sér
einhvern annan Benz á bílasölu?“
Þarna er viðmælandi blaðsins að
vísa til fréttar DV af því í vikunni
að Sigurjón hafi fyrr á árinu látið
mágkonu sína, Freyju Maríu Þor-
steinsdóttur, leppa fyrir sig kaup
á 15 milljóna króna Benz-sport-
bíl sem hann hafði haft til afnota
á meðan hann var bankastjóri.
„Þessi aðgerð Sigurjóns er dæmi
um mann sem hefur enga tilfinn-
ingu fyrir því hvaða umræða er í
gangi í samfélaginu.“
Sömu sögu sé að segja um
frétt þess efnis í vikunni að Sigur-
jón hafi fengið 70 milljóna króna
lán af eigin lífeyri úr Landsbank-
anum en lánið átti að vera vaxta-
laust fram til ársins 2028. „Það er
alveg sömu sögu að segja varð-
andi þetta kúlulán á eftirlaunum
hans frá Landsbankanum. Hann
sér þetta bara sem reikningsdæmi:
Ef þetta er löglegt eftir einhverjum
gjörningaleiðum þá er þetta bara í
lagi,“ segir viðmælandinn og bætir
því við að það megi segja um þess-
ar ákvarðanir Sigurjóns og margar
aðrar ákvarðanir íslenskra auð- og
bankamanna hér á landi á síðustu
árum að menn hafi eingöngu velt
því fyrir sér hvort tilteknar aðgerð-
ir hafi verið löglegar eða ekki en
ekki hvort þær hafi verið siðlegar;
að Sigurjón hafi einfaldlega ekki
unnið eftir anda laganna oft á tíð-
um. „Ég held ekki að Sigurjón hafi
gert þetta af einhverri illgirni held-
ur einfaldlega áttar hann sig ekki á
því hvað það er margt athugavert
við þetta og hvaða umræðu þetta
hefur skapað þó þetta kunni að
vera löglegt,“ segir viðmælandinn.
Oft nokkrum skrefum
á undan sér
Viðmælendur DV skýra þessar að-
gerðir Sigurjóns á þann hátt að hann
sé oft á tíðum nokkrum skrefum á
undan sjálfum sér. Hann þykir mik-
il göslari og er sagður hálf-manískur.
„Hann er náttúrulega alltaf nokkrum
handahlaupum á undan sjálfum sér;
það er alltaf mikill flumbrugangur og
sláttur á honum,“ segir einn af við-
mælendum blaðsins sem kynntist
Sigurjóni í stúdentapólitíkinni í há-
skólanum.
Allir viðmælendur blaðsins lýsa
Sigurjóni á sambærilegan hátt að
þessu leyti: að hann einfaldlega fari
stundum of geyst og þá fram úr sjálf-
um sér. Fyrrverandi undirmaður Sig-
urjóns í Landsbankanum segir til
dæmis að kapp Sigurjóns sé oft meira
en forsjá hans. „Það má kannski
segja það sama um Sigurjón og svo
marga aðra í íslensku viðskiptalífi á
síðustu árum en það er klárlega ekki
þannig að hann sé illa innrættur eða
svindlari,“ segir starfsmaðurinn fyrr-
verandi.
Annar viðmælandi blaðsins seg-
ir jafnframt að þegar þessi maníu-
tilhneiging Sigurjóns fari saman við
mikla greind, orku og mikinn dugn-
að og sannfæringarkraft þá geti það
haft slæmar afleiðingar í för með sér
auk þess sem Sigurjón sé þannig að
hann hlusti ekki mikið á gagnrýni
annarra þegar hann hefur ákveðið
hvað eigi að gera. „Hann hlustar ekki
mikið á aðra auk þess sem alls ekki
allir treysta sér til að mótmæla Sigur-
jóni þegar hann hefur ákveðið eitt-
hvað því hann er svo dómínerandi
karakter... Allir í bankanum treystu
dómgreind hans líka mjög vel,“ segir
viðmælandinn.
Gagnrýni á Icesave ekki
svaraverð
Eitt af því sem Sigurjón var kapp-
samur um og trúði á voru Icesa-
ve-innlánsreikningar Landsbank-
ans sem svo mikill styr hefur staðið
um á liðnum mánuðum vegna þess
að ljóst er að Íslendingar þurfa að
standa skil á greiðslum til þeirra 350
þúsund viðskiptavina í Bretlandi og
Hollandi sem lagt höfðu fé inn á Ic-
esave-reikningana. Ástæðan fyrir
því að Íslendingar þurfa að ábyrgjast
greiðslurnar til Icesave-viðskiptavin-
anna eru þær að Landsbankamönn-
um láðist að koma innlánsreikning-
unum inn í dótturfélög í löndunum
tveimur þrátt fyrir að stjórnendum
Landsbankans hefði ítrekað verið
bent á hættuna sem það gæti haft
í för með sér fyrir Íslendinga ef illa
færi.
Sigurjón vísaði því til dæmis á
bug í byrjun júlí árið 2008 að líklegt
væri að Landsbankinn væri að fara
á hausinn og að Icesave-innistæðu-
eigendur í Bretlandi og Hollandi
myndu ekki sjá krónu af peningum
sínum aftur. Bert Hermskerk, for-
maður bankaráðs hollenska bank-
ans Rabobank, hafði látið þessi orð
falla í umræðuþætti í hollenska sjón-
varpinu og sagði hann meðal ann-
ars að áreiðanleiki Landsbankans
væri enginn og líkti honum við tyrk-
neska banka, sem ekki þykja traust-
ur pappír í Hollandi. Í viðtali við Við-
skiptablaðið þar sem hann svaraði
ummælunum sagði Sigurjón: „Það
tekur því ekki að svara svona um-
mælum, þetta er ekki svaravert... Við
erum að keppa á okkar forsendum
og það gengur vel,“ sagði Sigurjón.
Annað átti hins vegar eftir að koma
á daginn.
Icesave: „Tær snilld“
Sigurjón var nefnilega svo hrifinn af
Icesave-reikningunum sem aðferð
við að fjármagna Landsbankann
hér heima að í viðtali við Markað-
inn, viðskiptafylgiblað Fréttablaðs-
ins, í febrúar 2007 sagði hann að inn-
lánsreikningarnir væru „tær snilld.“
Í viðtalinu sagði Sigurjón um Ice-
save: „Það eina sem ég þarf að gera
er að kíkja í lok dags hvað er kominn
mikill peningur inn,“ sagði Sigurjón
hlæjandi í viðtalinu áður en hann
tók símann upp og hringdi til að fá
að vita hversu miklir fjármunir væru
komnir inn á Icesave-reikningana og
bætti svo við: „Það bættust við fimm-
tíu milljónir punda bara á föstudag-
inn.“
Sigurjón sagði síðar, eftir efna-
hagshrunið í október, að í mars 2008
hefði Landsbankinn byrjað að vinna
að því að koma Icesave-reikning-
unum inn í dótturfélög í Bretlandi
og höfðu farið fram viðræður við
breska fjármálaeftirlitið um að það
yrði gert. Rúmu hálfu ári áður, í ágúst
2007, hafði hins vegar ekkert bent til
að Landsbankinn ætlaði að færa Ic-
esave-reikningana inn í dótturfélag í
Bretlandi.
Haldið áfram að fjármagna
bankann með Icesave
Í viðtali við Ísland í dag í ágúst 2007
sagði Sigurjón að ekkert benti til
GRÁ SVÆÐI SIGURJÓNS
Ábyrgðin mest hjá
Landsbankanum
steingrímur j. sigfússon
sagði í umræðum um
Icesave-samninginn
á alþingi í gær að
ábyrgðin á skuldsetn-
ingu þjóðarinnar vegna
þeirra lægi að mestu
leyti hjá stjórnendum
Landsbankans.
Framhald á
næstu síðu