Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 18
föstudagur 19. júní 200918 Fréttir „Við erum ekki örugg hérna. Þeir gerðu merki með höndunum eins og þeir vildu skera barn bróður míns á háls. Þeir sögðust vilja drepa okkur öll,“ sagði Couaccu Siluis, einn um hundrað Rúmena sem flýðu heimili sín í Belfast, höfuð- borg Norður-Írlands, í vikunni eftir langvarandi árásir og hótanir kyn- þátta- og útlendingahatara. Fólkið sem varð fyrir árásunum er innflytjendur sem hafa komið til landsins til að vinna margvís- leg láglaunastörf, oft með lítið eða ekkert atvinnuöryggi. Blaðamaður Belfast Guardian lýsir aðstæðum fólksins svo að það sé meðal þeirra sem búa við verst kjör af öllum inn- flytjendum, margir karlanna vinni við að selja blöð á umferðareyjum og konurnar hafa verið sakaðar um betl fyrir utan verslanir. Þetta er fólkið sem hefur orð- ið fyrir árásum undanfarna daga og sumar rúmensku fjölskyldurnar sem fluttu til Belfast í von um betra líf eiga sér nú þann draum heitast- an að komast aftur til Rúmeníu af þeim sökum. Vandi þeirra myndi þó ekki leysast við þann flutning. Fólkið er flest sígaunar, sem hafa löngum sætt ofsóknum í Rúmeníu – og reyndar víðar. Flótti í skjóli nætur Um 20 fjölskyldur, samanlagt um hundrað manns, flýðu heimili sín um miðja vikuna eftir nokkra daga af róstum og árásum. Fólkið gafst upp eftir að heimili þess höfðu ver- ið grýtt, rúður brotnar og því hótað líkamsmeiðingum og morðum. Fólkið segist fyrst hafa orðið vart við árásirnar í þessari umferð á föstudag og þær mögnuðust á laug- ardag og sunnudag þegar ráðist var á heimili innflytjendanna. Á mánu- dag var efnt til göngu um Lisburn Road þar sem íbúar, aðgerðasinn- ar, verkalýðsforkólfar og kirkjunnar menn lýstu andúð sinni á kynþátta- og útlendingahatri. Það virðist eng- an árangur hafa borið því árásirnar mögnuðust eftir það. Aðfaranótt miðvikudags sá fólk- ið sitt óvænna og flýðu allir nema ein fjölskylda heimili sitt. Lögreglu- menn fylgdu fólkinu sem yfirgaf heimili sín í öruggt skjól og lög- regluvörður var settur við heimili einu fjölskyldunnar sem ákvað að dvelja þar áfram. Farnar á taugum Trish Morgan er ein af þeim sem tóku á móti fólkinu í Belfast City- kirkjunni þegar það flýði af heim- ilum sínum. Hún segist hafa fengið upphringingu frá safnaðarmeðlim sem hafði unnið með Rúmenun- um og sá hafi beðið um aðstoð fyrir þá. Hálftíma síðar var búið að opna kirkjuna og hundrað manns komn- ir þangað til að þiggja skjól og að- stoð. Hún segir andrúmsloftið hafa verið mjög skrýtið. „Mæðurnar, sér- staklega, voru dauðuppgefnar, al- veg farnar á taugum og ég undrast það ekki. Þær komu með þær eig- ur sem þeim tókst að pakka niður áður en þær lögðu af stað. Þetta var ekki sú lífsreynsla sem þær bjuggu sig undir þegar þær lögðu á ráðin um að flytja til Norður-Írlands.“ Ráðalaus í Belfast „Við erum mjög hrædd. Við eigum ung börn,“ sagði Couaccu Siluis, sem vísað er til í upphafi fréttarinn- ar, í viðtali við Belfast Guardian. „Við getum ekki snúið aftur heim. Kannski getum við farið aftur til Rúmeníu en við eigum engan pen- ing. Við verðum að vera hér áfram. Ég veit ekki hvað við eigum að gera núna. Við verðum hérna nokkra daga áfram en svo veit ég ekki hvað við eigum að gera.“ Siluis virðist tala fyrir munn margra því fleiri fjölskyldur hafa beðið um aðstoð við að komast aft- ur til Rúmeníu. Óvíst er þó hvaða viðbrögð sú beiðni fær eins og skilja má á orðum Naomis Long, borgar- stjóra í Belfast. „Við hefðum mikl- ar áhyggjur af því hvernig þeir sem standa fyrir árásunum tækju þeim skilaboðum. Við hefðum mikl- ar áhyggjur af því ef það yrði þeim hvatning til að halda árásunum áfram.“ Vaxandi kynþáttahatur Árásirnar á sígaunafjölskyldurnar frá Rúmeníu síðustu daga eru ekk- ert einsdæmi á Norður-Írlandi. Út- lendingahatur hefur farið vaxandi, allavega ef mið er tekið af tölum um fjölda árása sem skilgreindar hafa verið sem hatursglæpir. Glæp- ir þar sem kynþáttahatur er talið ráða miklu hafa meira en tvöfaldast á síðustu fimm árum, farið úr 453 í rúmlega þúsund. Sígaunafjölskyldurnar í suður- hluta Belfast eru ekki einu sinni fyrstu fjölskyldurnar til að flýja heimili sín vegna árása kynþátta- og útlendingahatara. Tugir fjölskyldna flýðu heimili sín í Belfast fyrir tveim- ur mánuðum eftir árásir kynþátta- og útlendingahatara. Nokkrum mánuðum áður, í nóvember á síð- asta ári, var bensínsprengju kastað að bíl sem stóð fyrir utan heimili sló- vasks innflytjanda. BRynjólFuR ÞóR Guðmundsson fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is „Mæðurnar, sérstak- lega, voru dauðupp- gefnar, alveg farnar á taugum og ég undrast það ekki.“ Byrgt fyrir glugga Einn rúmenanna lýsti því hvernig hann hefði slasast þegar steini var grýtt gegnum glugga á heimili hans. myndiR AFP SKELFINGIN Í BELFASTGætt af lögreglu fjölmennt lögreglulið þurfti til að tryggja öryggi fólksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.