Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 26
föstudagur 19. júní 200926 Fókus um helgina Steinunn borgarliStamaður 2009 Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir var á þjóðhátíðardaginn sjálfan út- nefnd borgarlistarmaður Reykjavíkur þetta árið. Steinunn hefur notið mikill- ar velgengni erlendis sem og hérna heima og hefur hún meðal annars unnið sem aðalhönnuður hjá Gucci, Calvin Klein og La Perla. Í fyrra hlaut Steinunn stærstu hönnunarverðlaun heims, sænsku Torsten och Wanja Söderberg- verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem fatahönnuður hlýtur þessi verðlaun. Hrunið enn vinSæluSt Tvær bækur um efnahagshrunið tróna á toppi yfir mest seldu bæk- urnar í Eymundsson þessa vikuna. Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing situr á toppi vinsælda- listans aðra vikuna í röð en í þriðja sæti er bókin Íslenska efnahags- undrið eftir Jón F. Thoroddsen. Í öðru sæti er bókin Óheillakrákan eftir Camillu Lackberg. Aðrar vin- sælar bækur eru Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson, Ef ég væri söngvari eftr Ragnheiði Gestsdóttur, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arn- arson og Dóttir hennar, dóttir mín eftir Dorothy Koomson. guSguS á ferð og flugi Sveitin GusGus eru nú á stuttu ferðalagi um Evrópu og hefur komið við á nokkrum stöðum við góðar undirtektir. Ástæðan fyrir ferðinni er að kynna fyrstu smá- skífuna af væntanlegri breiðskífu, 24/7. Smáskífan heitir Add This Song og kemur út mánudaginn 22. júní. Um helgina kemur Gus- Gus fram á hinni virtu tónlistar- hátíð Sonar í Barcelona ásamt ekki ómerkari tónlistarmönnum en Fever Ray, Grace Jones, Anim- al Collective og Orbital. Konur á rauðum SoKKum Heimildarmyndin Konur á rauðum sokkum eftir Höllu Kristínu Einars- dóttur verður sýnd í Regnboganum föstudaginn 19. júní. Þessi fróðlega heimildarmenn um íslenskar konur sem tóku þátt í kvennabaráttunni á sínum tíma hlaut áhorfendaverð- launin á Skjaldborgarhátíðinni fyrir ekki svo löngu. Myndin byggist á viðtölum þeirra Höllu og Fríðu Rós- ar Valdimarsdóttur við um 20 konur sem tóku þátt í kvennabaráttunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, og er einn afrakstur verkefnis- ins Minningar úr kvennabaráttunni 1965–1980 sem Miðstöð munnlegrar sögu stendur að. Sýning myndarinn- ar hefst klukkan 20 og er líklegt að fleiri sýningar verði í Regnboganum. Terminator Salvation er sjálfstætt framhald af samnefndum þríleik um tortímandann þar sem Arnold Schwarzenegger var í aðalhlutverki. Myndin gerist í framtíðinni eftir að dómsdagur hefur átt sér stað. Hún gerist samt á undan þeim atburðum í framtíðinni sem áttu eftir að móta nútíð fyrri myndanna. Flókið, en samt ekki svo. Christian Bale leikur and- spyrnuhermanninn John Connor sem berst gegn illum vélmenn- um Skynet-varnarkerfisins. Jörð- in er nánast eyðimörk ein eftir að vélmennin tóku yfir og reyndu að útrýma mannkyninu með kjarn- orkuárásum. Connor og þeir fáu sem eftir eru reyna að finna leið til þess að vinna bug á vélunum. Allt breytist hins vegar þegar nýtt vél- menni lítur dagsins ljós. Það vonuðust flestir til þess að Bale myndi blása nýju lífi í Term- inator-myndirnar líkt og hann gerði við Batman. Það hefur mistekist. Í það minnsta tókst ekki eins vel til. Kannski er það þó ekki færni Bales sem klikkaði heldur gæðamunurinn á leikstjórunum sem skiptir mestu máli. Það er að segja McG sem leik- stýrir Terminator Salvation og hins vegar Christopher Nolan sem gerði Batman Begins og The Dark Knight. Helstu afrek McG fram að þessu eru Charlies Angel´s myndirnar. Terminator Salvation er fínasta hasarmynd en er því miður ekki mikið meira en það. Hún er ekki jafngóð og fyrstu tvær myndirnar en klárlega betri en sú þriðja. Hún er bara of Hollywood-leg og fyrir- sjáanleg á köflum til að verða eitt- hvað meira en fín hasarmynd. Það gladdi mig mikið að sjá Arnold gamla bregða fyrir jafnvel þótt hann hafi verið tölvugerður og það voru margir jákvæðir punktar inn á milli. Hljóðið í myndinni var ótrúlega flott og útlit hennar sannfærandi. Vonin er þó ekki úti enn og sem gamall Terminator-aðdáandi von- ast ég enn til þess að næstu tvær myndir sem á eftir koma verði betri en sú fyrsta. Spurning hvort einhver annar en McG sé ekki betur til þess fallinn að leikstýra þeim. Ásgeir Jónsson Burt með Mcg TerminaTor SalvaTion Leikstjóri: Mcg Aðalhlutverk: Christian Bale og sam Worthington kvikmyndir Christian Bale Er fínn en myndin ekki jafngóð. AllAr leiðir liggjA upp frá botninum Bergsveinn Birgisson gaf út skáldfræðiritið Handbók um hugarfar kúa á þjóðhátíð- ardaginn. Þetta er hans önnur skáldsaga og segir sögu manns sem glímir við geðræn vandamál um leið og hann rannsakar íslensku kúna. Um leið er bókin ádeila á við- horf til geðrænna vandamála og á vestræna hugmyndafræði sem sé nú komin í þrot. Bergsveinn Brigisson sendir frá sér sína aðra skáldsögu. mynd heiðA heLgAdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.