Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 27
föstudagur 19. júní 2009 27Fókus
Íslenska óperan hefur hafið undir-
búning á sýningunni Ástardrykkn-
um eftir Donizetti af fullum krafti.
Ráðið hefur verið í allar stöður
og munu hvorki meira né minna
en 80 manns koma að hverri sýn-
ingu verksins. Ástardrykkurinn var
samin árið 1831 og flokkast und-
ir gamanóperu. Hún þykir ein sú
skemmtilegasta í sínum flokki sem
nokkurn tímann hefur verið sam-
in.
Það er ung kynslóð óperu-
söngvara sem er áberandi í verkinu
en í aðalhlutverkum sýningarinnar
eru Garðar Thór Cortes í hlutverk
Nemorinos, Dísella Lárusdóttir í
hlutverk Adinu, Bjarni Thor Krist-
insson í hlutverk Dulcamara, Ág-
úst Ólafsson í hlutverk Belcores og
Hallveig Rúnarsdóttir í hlutverk Gi-
anettu. Þóra Einarsdóttir og Gissur
Páll Gissurarson munu þó leysa af í
hlutverkum Adinu og Nemorinos á
sýningatímabilinu.
Sama listræna stjórn stendur
að Ástardrykknum og sá um upp-
færsluna á Cosi fan tutte Mozarts.
Það er að segja Ágústa Skúladóttir
sem leikstjóri, Guðrún Öyahals er
leikmyndahöfundur, Katrín Þor-
valdsdóttir búningahönnuður,
Páll Ragnarsson ljósahönnuður
og Daníel Bjarnason hljómsveit-
arstjóri. Þá taka kór og hljómsveit
Íslensku óperunnar þátt í sýning-
unni.
Sýningin verður frumsýnd 25.
október næstkomandi en miðasala
hefst í ágúst. asgeir@dv.is
Búið að ráða í öll hlutverk óperunnar frægu:
80 manna Ástardrykkur
m
æ
li
r
m
eð
...
Grease
sýningin
grease er
í einu orði
sagt „dúndur
show“ segir
gagnrýnandi.
the hanGover
frábær grínmynd
úr smiðju todds
Phillips sem hefur
leikstýrt myndum á
borð við Old school
og road trip.
Djúpið
Langt síðan
gagnrýnandi dV
hefur staðið upp
jafndjúpt snortinn
eftir sýningu á nýju
íslensku leikriti.
tölvuleikurinn uFC 2009
„skugga- og
sudda-rudda-
mudda-
tuddalegur,“
segir gagn-
rýnandi dV.
hrunið
skemmtilegur og
líflegur annáll um hrunið
sem að mestu er unninn
upp úr fréttaskrifum
fjölmiðla og af netsíðum
einstaklinga.
manaGement
skot yfir markið hjá
jennifer aniston sem
reynir sitt besta til
þess að verða drottn-
ing rómantísku gamanmyndanna.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
föstudagur
n Árstíðir í loftkastalanum
Hljómsveitin Árstíðir verður með
útgáfutónleika í Loftkastalanum og
spila þar lög af fyrstu plötu sinni sem
heitir eftir hljómsveitinni. tónleik-
arnir eru upphaf þéttrar dagskrár hjá
Árstíðum sem fara á átján daga túr í
kringum ísland í sumar.
n vænsta klárinn...
...vildi ég gefa til þess að vera kom-
inn ofan í Kiðagil til þess að sjá KK
en hann leikur í Kiðagili í Barðárdal
á laugardagskvölið. tónleikarnir
hefjast klukkan 21.00 og kostar tvö
þúsund krónur að sjá meistara KK.
n júpítersball á nasa.
Hugtakið „júpitersball“ verður rifjað
upp í tilefni af kvenréttindadeginum
19. júní á nasa við austurvöll. stór-
kostlegur sérlegur leyniplötusnúður
kemur öllum í rétta skapið. athugið
– aðeins í þetta eina sinn.
n stuð á prikinu
Emmsé og LjósVaki mæta til leiks á
Prikið á föstudagskvöldið en tónleik-
ar þeirra hefjast klukkan 22.30. Þema
kvöldsins er Megas í annarlegu
ástandi. dj danni deluxe klárar svo
kvöldið af sinni alkunnu snilld.
laugardagur
n eins og það sé ´95
Partyzone stendur fyrir músík eins
og hún gerðist best í danstónlistinni
1995. fram koma allir helstu
plötusnúðar tunglsins og rósen-
bergkjallarans frá þessu magnaða
tímabili. Það eru 2000 krónur inn og
tuttugu ára aldurstakmark.
n egó í pöpum
stórhljómsveitirnar Egó og Paparnir
ganga inn í sumarið saman og ætla
að taka nokkur böll saman undir
yfirskriftinni: „sumarið er tíminn.“
Þær verða á nasa á laugardags-
kvöldið, tónleikarnir hefjast mínútu
fyrir miðnætti og kostar 1.800 krónur
inn.
n endurkoma á prikinu
Plötusnúðarnir Erna og Ellen verða
með endurkomu á Prikinu á laugar-
dagskvöldið og trylla lýðinn langt
fram á nótt. Mun fólk hrista rassa og
skemmta sér frábærlega eins og í
gamla daga. fatamarkaður Priksins
verður á hádegi sama dag.
n klaufar á players
Hljómsveitin Klaufar slær upp balli á
Players í Kópavogi á föstudagskvöld-
ið og verður þar stuð og stemning
eins og Klaufunum einum er lagið.
tónleikarnir hefjast klukkan hálf eitt
og er um að gera mæta stundvís-
lega.
n kk í Grímsey
grímseyingar fá svo sannarlega ljúfa
tóna í eyru á laugardaginn klukkan
17.00 hafi þeir áhuga en þar mun
meistari KK spila mörg af sínum
bestu lögum. tónleikarnir hefjast
eins og áður segir klukkan fimm og
kostar tvö þúsund krónur inn.
Hvað er að
GERAST?
Garðar thór
Cortes
Verður í hlutverki
nemorinos.
„Þetta er skáldsaga en undirtitillinn
er skáldfræðisaga,“ segir Bergsveinn
Birgisson, rithöfundur og doktor í nor-
rænum fræðum, um bókina Handbók
um hugarfar kúa. Það er Bjartur sem
gefur bókina út en samkvæmt rann-
sóknum forlagsins er Bergsveinn fyrst-
ur allra hér á landi til þess að gefa bók
út á þjóðhátíðardeginum 17. júní.
Bergsveinn hefur áður gefið út
ljóðabækur og tónlist en árið 2003
sendi hann frá sér sína fyrstu skáld-
sögu sem ber líkt og þessi heldur
óvanalegan titil. Hún heitir Landslag
er aldrei asnalegt og var tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna það
ár. Landslag er aldrei asnalegt fjallar
um líf nokkurra trillukarla í deyjandi
sjávarbyggð á Íslandi og grátbroslegar
tilraunir þeirra til að finna þorskinn,
ástina og guð.
Nú segir Bergsveinn hins vegar
sögu ungs menningarfræðings sem
glímir við geðræn vandamál um leið
og hann gerir handrit að heimildar-
mynd um íslensku kúna fyrir Bænda-
samtök Íslands. Hann nær algjörum
botni í sínu lífi en Bergsveinn segir
það oft nauðsynlegt og bendir á að af
botninum liggi allar leiðir upp á við.
skáldfræðisaga
„Þetta er því bæði skáldsaga og einn-
ig fræðisaga með skálduðum fræð-
um,“ heldur Bergsveinn áfram að lýsa
bókinni. „Sagan fjallar um Gest, dokt-
or í menningarfræðum, sem fær það
verkefni eitt að skrifa handrit að heim-
ildarmynd um íslensku kúna.“ Eftir að
Gestur snýr heim úr námi er sálrænu
jafnvægi hans raskað með þeim af-
leiðingum að verkefnið tekur á sig
óvæntar myndir. „Þessi stúdía hans á
kúnum fær nýtt og meira vægi en ann-
ars myndi verða. Kýrnar verða um-
gjörð utan um ádeilu hans á nútíma-
samfélagið en um leið rammi utan
um hans sálrænu kreppu.“ Bergsveinn
segir manninn unga fjalla um sjálfan
sig í gegnum kýrnar, en einnig byrja
kýrnar að tala gegnum hann og segja
sögu hans.
„Þrátt fyrir undirtitilinn ber þó að
undirstrika að ekki er öllu logið um
kýrnar,“ en sjálfur hefur Bergsveinn
rannsakað kýr og nautgriparækt und-
anfarin ár. „Þar er bara eitt að segja.
Það lygilegasta eða það skáldlegasta í
þeim fræðum er það sem er satt, eða
eins og þeir sögðu á miðöldum: Það
besta er satt.“ Bergsveinn segir fræðin
heillandi og að hann láti lesendanum
það eftir að meta hvað sé satt og logið
í þeim efnum.
njósnir og morðtilræði
Falin spennusaga leynist innan sög-
unnar sem fjallar aðallega um sálræna
baráttu Gests og ádeilur hans. „Það
er brotið á honum sem er kveikjan að
hans vandamálum og því sem á eft-
ir fylgir. Gestur hittir mann sem á tvo
stóra hunda og annar þeirra ræðst að
honum og konu hans og barni fyrir
botni Hvalfjarðar. Þetta atvik, þetta af-
brot þar sem hann fær ekki réttlætinu
framfylgt, verður svo kveikja að þessari
tragísku sögu og að hann fer að missa
jafnvægið sálrænt. Hann fer að njósna
um þennan mann og ákveður seinna
að ráða hann af dögum. Spennan í
kringum það byggist svo upp fram eft-
ir bókinni.“
helgar kýr vestrænnar menningar
Bergsveinn segir bókina þó fyrst og
fremst vera sálræna sögu. En að í
henni sé einnig að finna ekki bara
þjóðfélagsádeilu heldur einnig hugar-
farsádeilu. „Þessi bók ristir dýpra en
margar aðrar ádeilubækur á þann hátt
að þessi menningarfræðingur hefur
eiginlega óbeit á því hvernig hann hef-
ur verið alinn upp og hvernig honum
hefur verið kennt að hugsa.“
Bergsveinn segir því Gest ráðast
að öllum helgustu kúm vestrænn-
ar menningar. „Að grísk-rómversku
menningunni, það er að segja Grikkj-
unum, en okkar hugsun er grísk. Hann
ræðst mjög hart að kristinni mótmæl-
endatrú eða lútherstrúnni og þar
einkum kenningunni um þá útvöldu.“
Gestur leitast við að sýna hvernig rök-
vísi Grikkjanna og valkenning kristn-
innar liggja að baki markaðshyggju-
samfélaginu. „Hér er því verið að
ráðast að grundvallarhugmyndafræði
túrbókapitalismans og markaðstrúar-
innar“
að ná botninum
Bergsveinn segir eitt aðalinntak bók-
arinnar líka vera að sýna hið félagslega
samhengi milli geðrænna vandamála
og uppeldis eða félagslegra aðstæðna.
„Það loðir við okkur í nútímasamfé-
lagi að geðræn vandamál séu einhvers
konar sjúkdómur sem maður eigi að
fá pillur við,“ segir Bergsveinn og held-
ur að áfram að lýsa þeirri almennu sýn
að geðræn vandamál séu eins kon-
ar aðskotahlutur í heilanum eða æxli
sem þarf að fjarlægja. „Þetta er hættu-
leg sýn á geðræn vandamál að mati
Gests og að mínu mati líka. Þessi lyfja-
væðing sem ýtt er mikið undir. Þung-
lyndi er sjúkdómseinkenni. Það er að
segja þér að eitthvað sé rangt og mað-
ur á að nota það sem bendingu um að
gera eitthvað. Þunglyndi getur því ver-
ið það heilbrigðasta sem maður á. En
ekki eitthvað sem skal bæla niður og
reyna að gleyma eða taka pillur við.“
Bergsveinn segir persónu bók-
arinnar reyna að gera einmitt þetta.
„Þetta er bók sem fjallar um að fara
niður á botninn og ná honum. En ekki
flýja undan því. Þess vegna vitna ég í
Gunnar Ekelöf í upphafi bókarinnar.
„Það sem er botninn í þér er líka botn-
inn í öðrum.“ Það að fara á þennan
botn er því gott. Því þaðan liggja allar
leiðir upp á við.“
hugmyndafræði á núllpunkti
Sjálfur segist Bergsveinn ekki hafa
óbeit á grísk-rómverskri menningu
eða kenningu kristninnar um hina út-
völdu þótt ádeilu á þessa hugmynda-
fræði sé að finna í bók hans. „Ég er
samt þeirrar skoðunar að framþró-
un í hugsun mannsins endi alltaf aft-
ur á einhverjum núllpunkti. Þegar þú
ert búinn að rekja einhverja þróun út
í þaula verður maður að leita aftur í
upphafið.“
Á Bergsveinn þar meðal annars við
það sem hann kallar markaðsliberal-
isma. „Það er að segja rökvísi Grikkj-
anna. Að þú sért homo economicus,
rökvera og neytandi sem veljir allt-
af eftir skynsemi og veljir rétt. Þetta
er lygi. Svo kenning kristninnar um
hina útvöldu. Það er að segja að einn
maður geti þénað milljarð meðan
annar þénar tíu þúsund og að það sé
í lagi. Það er trúarleg rökleysa, kenn-
ingin um hina útvöldu, sem réttlætir
slíka misskiptingu, annars myndi ekk-
ert samfélag manna leyfa slíkt. Ég tel
að þessi hugsanamynstur sé búið að
keyra í þaula.“
Þegar svo er komið segir Berg-
sveinn að menn fari að leita í gömlu
gildin, í upphafið eins og hann nefndi
áður. „Áður en grísk-rómverska hugs-
unin kom hingað var til norræn hugs-
un. Heimasmíðuð heimsmynd og
heimasmíðuð fagurfræði sem var ekk-
ert frumstæðari endilega en Grikkirn-
ir og kirkjan buðu upp á.“
Þegar komi rof í mannlega hugsun,
eins og ætti að gerast núna, leita menn
aftur til einhvers upphafs. Þegar kerfi
hrynja þarf að byggja upp ný gildi og
ný viðmið. Gestur menningarfræð-
ingur reynir að setja hluti í samhengi
á meðan samhengisleysið einkennir
okkar menningu.
Fjallkonan hlakkaði til
Eins og áður kom fram gaf Bergsveinn
bókina út 17. júní og er jafnvel sá fyrsti
til að gera það ef marka má rannsókn-
ir Bjarts. Það var Fjallkonan sjálf sem
fékk bókina hans afhenta fyrst allra en
Bergsveinn fór á fund hennar í Alþing-
isgarðinum í hádeginu á þjóðhátíðar-
deginum.
„Ég hafði mjög gaman af því. Hún
hlakkaði mikið til að fara lesa. Ég sagði
henni að þetta væri bók um botninn
og þaðan lægju allar leiðir upp á við.
Ég sagði henni líka að sem táknmynd
þjóðarinnar vonaðist ég til að leiðir
hennar lægju upp á við.“
Bergsveinn segir spjallið sitt við
Fjallkonuna hafa verið einu viðbrögð-
in sem hann hafi fengið við bókinni
hingað til fyrir utan þau sem hann
fékk frá kúnum í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum. „Þeim leist mjög vel
á bókina. Þær hnusuðu af henni og
sleiktu út um og viðbrögðin frá þeim
virtust vera mjög jákvæð.“
Bergsveinn segir að markmiðið
hafi verið að gefa út ódýra bók sem
fólk gæti gripið með sér og þess vegna
hafi hún verið gefin strax út í kilju.
„Hún er hugsuð sem mótvægi gegn
því að menn grípi ekki bara með sér
krimma til að lesa í sumarfríinu held-
ur sé hægt að fá eitthvað sem fær fólk
til að hugsa um dýpri og tilvistarlegri
spurningar.“
asgeir@dv.is
AllAr leiðir liggjA
upp frá botninum
Ádeila á nútímahugmyndafræði
„Ég tel að þessi hugsanamynstur sé
búið að keyra í þaula.“
mynD heiða helGaDóttir