Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 30
föstudagur 19. júní 200930 Helgarblað það hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. „Þá var ég búinn að draga upp fleiri, fleiri koparsnúrur í Rockville og fór alltaf með þær í blikksmiðju og kom með hverja feita ávísunina á fætur annarri til baka. Ég vann og vann, svo fór- um við í eitt skiptið með fleiri tonn af kopar og fengum eitthvað um 800 þúsund kall fyrir. Svo áttum við að hitta Guðmund í sjoppu til að láta hann hafa ávísunina. Þá henti hann í mig einhverjum 5 þúsund kalli fyrir alla þessa vinnu,“ segir Sigurður og lyftir upp höndun- um til að leggja áherslu á það hve honum hafi þótt þetta ósanngjarnt. Sigurður segist líka hafa skrifað upp á lán fyrir Guðmund, sem hafi síðan fallið á hann. „Auðvitað átti ég að hafa vit á því að segja nei við hann, en þetta var uppáhaldsbróðir minn og ég trúði honum og treysti og vann líka fyrir hann. Fyrir mér snerist þetta aldrei um peninga, heldur bara traust. Svo missti ég líka húsnæðið sem ég var með eftir Byrgismálið. Fólk sagði bara: þú ert bróðir Guðmundar í Byrginu, ég vil að þú komir þér héðan út,“ segir Sigurður og hallar sér aftur í stólnum. Hafa ekki talað saman í Hálft ár „Ég er mjög reiður út í bróður minn. Ég leit upp til hans og gerði allt fyrir hann, en mér finnst eins og hann hafi komið með hníf og stungið mig í bakið. Ég sagði við Guðmund eftir að málið komst í fjölmiðla að það kæmi að skuldadögum og hann myndi þurfa að borga fyrir þetta. Það er þannig með þá sem eru að svindla og fela, það kemur alltaf í bak- ið á þér. Ég reyndi svo einu sinni að tala við hann eftir það og ætlaði að ræða við hann um Byrgismálið, en hann skellti á mig. Það var í janúar, síðan hef ég ekki heyrt í honum.“ Guð- mundur neitaði sem kunnugt er öllum ásök- unum, meðal annars í frægu viðtali í Kompás- þættinum, þar sem fyrst var greint frá málinu. Sigurður dregur ekki dul á hneykslun sína yfir þessum viðbrögðum bróður síns og segist ekki eiga orð yfir það hvernig hann hafi kom- ið fram í fjölmiðlum eftir að málið kom upp. „Það sem hann sagði var bara helvítis kjaft- æði. Kennandi öðru fólki um og annað. Hann sagðist hafa verið misnotaður í sveit. Bíddu, ég var alltaf með honum í sveit og fólkið sem við vorum hjá var bara besta fólk. Tómt kjaft- æði.“ Sigurður finnur til með öllu því fólki sem á um sárt að binda eftir Guðmund í Byrginu, en biður bara um það eitt að hann verði ekki lát- inn borga fyrir syndir bróður síns. „Mér finnst alveg synd hvernig Guðmundur hefur far- ið með allt þetta fólk í landinu. Hann hjálpar því og misnotar það svo. Ég vil bara segja við mæður, feður og bræður og systur þeirra sem Guðmundur misnotaði að ég skil að þau séu reið. En ég er ekki Guðmundur í Byrginu og ég á að geta gengið um bæinn án þess að vera áreittur. Ég þori ekki lengur niður í bæ eftir 10 á kvöldin. Ég vil að það breytist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.