Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 44
föstudagur 19. júní 200944 Sakamál
Hall og Mills-Morðin fórnarlömbin í Hall og Mills-
morðunum í somerset-sýslu í new jersey, Bandaríkjunum, voru prestur
og meðlimur kirkjukórsins. Þau voru myrt 14. september 1922, þegar þau
áttu saman ástarævintýr. grunuð um morðin voru eiginkona prestsins
og tveir bræður hennar, en ekkert þeirra var nokkurn tíma dæmt vegna
morðanna. Morðin drógu nafn sitt af eftirnöfnum hinna myrtu; Eleanor
reinhardt Mills og Edwards Wheeler Hall.
Lesið um Hall og Mills-morðin í næsta helgarblaði dV.
Morðið á Helenu Jewett
Vændiskonan Helena Jewett var myrt á vel þekktu vændishúsi í New York 1836 og síðan borinn eldur að
líki hennar. Fljótlega bárust böndin að fastagesti hússins og þrátt fyrir að litlar efasemdir væru um sekt
hans var hann sýknaður í málinu. Að loknum réttarhöldum kom ýmislegt í ljós sem undirstrikaði sekt hans
og almenningur snérist gegn honum.
Klukkan eitt eftir miðnætti 10.
apríl 1836 ríkti þögn í húsinu við
Thomas-stræti 41 í New York. Ros-
ina Townsend, sem sagði gjarna að
hún ræki vistheimili fyrir konur,
hélt sig hafa heyrt síðasta „gestinn“
koma inn og tók á sig náðir.
Í raun rak Rosina háklassa
vændishús, höll fullnægju og frygð-
ar, og hafði á sínum snærum níu
ungar og fallegar konur sem í dag-
blöðum voru nefndar „vistkonur“.
Á meðal viðskiptavina Rosinu voru
stjórnmálamenn, lögfræðingar,
blaðamenn og auðugir viðskipta-
jöfrar. Þessa nótt voru einhverjir
þeirra gestkomandi á „vistheimili“
Rosinu.
María heyrir lágan skell
Á efri hæðinni, gegnt herbergi Hel-
enu Jewett, heyrði María, ein „vist-
kvennanna“, lágan skell og fannst
sem hún heyrði lágt vein koma úr
sömu átt. Maríu stóð ekki á sama
og lagði við hlustir fyrir innan
dyrnar á eigin herbergi. Gestir áttu
til að kneyfa áfengi umfram það
sem æskilegt var og valda vand-
ræðum.
Skömmu síðar heyrði hún dyr
opnast hinum megin gangsins
og síðan fótatak sem fjarlægðist.
María dró þá ályktun að gestur
Helenu væri á förum, en til örygg-
is gægðist hún út um dyrnar og sá
baksvipinn á hávöxnum manni í
möttli sem fjarlægðist út ganginn
og niður þrepin og hélt á lampa.
Ekkert var óvenjulegt við þessa
sýn og María fór aftur í rúmið.
Opnar dyr og reykjarkóf
Tveimur tímum síðar reis Ros-
ina úr rekkju eins og hennar var
vandi. Í forstofunni rak hún augun
í lampa sem hún vissi að var ann-
aðhvort úr herbergi Maríu eða Hel-
enu. Hún var í þann mund að taka
lampann upp þegar hún sá að bak-
dyr hússins voru ekki að fullu lok-
aðar og fennti inn. Rosina lokaði
dyrunum, tók lampann og fór upp
á efri hæð hússins.
Það tók Rosinu ekki langa stund
að gera sér grein fyrir því að ekki
var allt sem skyldi. Hurðin að her-
bergi Helenu féll ekki alveg að stöf-
um og þegar hún opnaði dyrnar al-
veg sá hún svart reykjarkóf og glitti
í loga við rúmstæðið.
Kona í brunnum náttkjól
Þrátt fyrir að ekki væri eiginlegt
slökkvilið í New York á þessum
tíma rauk Rosina út í glugga og
öskraði: „Eldur!“
Vaktmenn, sem í þann tíð gengu
um götur borgarinnar, þustu inn í
húsið og í atganginum sem á eft-
ir fylgdi tókst nokkrum viðskipta-
vinum að komast fáklæddir út og
hurfu út í næturkulið.
Ekki tók langan tíma að ráða
niðurlögum eldsins og þegar reyk-
inn létti blasti við lík konu og hafði
náttsloppurinn brunnið að mestu.
Við nánari athugun kom í ljós að
konan hafði verið slegin oftar en
einu sinni í höfuðið með hvössu
áhaldi.
Vaktmennirnir spurðu Rosinu
hvort hún hefði séð einhvern í her-
berginu fyrr um kvöldið og játti hún
því. Hún hafði farið með kampavín
á herbergið og séð aftan á ungan
mann sem hún vissi vel hver var.
Hann hét Frank Rivers og Rosina
mundi vel að hann hafði komið
íklæddur síðum, dökkum möttli.
Við rannsókn í bakgarðinum
fannst blóði drifin öxi og handan
limgerðisins fannst karlmanns-
möttull, eins og Rosina hafði lýst.
Einnig kom í ljós að Frank vann
hjá kaupmanni á Maiden Lane, og
rannsókn hófst án tafar.
Rivers er Robinson
Lögreglan fór þessa nótt til Maiden
Lane og fljótlega varð ljóst að Frank
Rivers hét í raun Richard P. Robin-
son og var nítján ára. Robinson var
fastagestur hjá Rosinu og harðneit-
aði að hafa komið nálægt morðinu
á Helenu Jewett, en sýndi reyndar
ekki miklar tilfinningar þegar hann
var leiddur að líki hennar, sem var
kolað á annarri hlið.
Engu að síður, í ljósi framburðar
vitna og fundsins á möttlinum sem
svipaði til þess sem Robinson hafði
sést í áður, úrskurðaði réttarlækn-
irinn, án þess að hika, að Robinson
hefði banað Helenu með öxinni og
vísbendingarnar nægðu til að hægt
væri að leggja fram ákæru á hend-
ur Robinson.
Vitnisburður vændiskvenna
Réttarhöldin yfir Robinson hóf-
ust 2. júní 1836 og eftir nokkurra
daga vitnisburð hinna ýmsu vitna,
þeirra á meðal Rosinu Townsend,
gaf dómarinn kviðdómurum fyrir-
mæli.
Þrátt fyrir að yfirgnæfandi lík-
ur væru á því að Richard P. Robin-
son væri sekur um ódæðið voru
öll sönnunargögn þar að lútandi
óbein og það tók kviðdóm ekki
nema hálfa klukkustund að kom-
ast að niðurstöðu um sýknu Rob-
insons.
Þess ber þó einnig að geta að
flest vitnanna í málinu voru vænd-
iskonur og hafði dómarinn gef-
ið kviðdómurum fyrirmæli um að
virða vitnisburð þeirra að vettugi.
Skiptar skoðanir
Morðið á Helenu Jewett vakti at-
hygli bæði almennings og fjölmiðla
og skiptist fólk í fylkingar með eða
á móti Robinson.
Í kjölfar réttarhaldanna urðu
opinber einkabréf Robinsons sem
urðu til þess að efasemdir um sekt
hans viku fyrir sannfæringu um
að hann væri fær um ofbeldisfulla
hegðun. Almenningsálitið varð
Robinson andsnúið, og á meðal
þeirra sem snéru við honum baki
voru þeir sem hvað hæst höfðu
haft um sakleysi hans og sekt hans
varð augljós.
Svo fór að Robinson flýði New
York og fjandsamlegt viðmót al-
mennings þar og flutti til Texas þar
sem hann síðar varð virtur borgari
í landamærahéruðum fylkisins.
uMsjón: koLBEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir bensínbílar
í miklu úrvali.
Morð í skjóli nætur teikning
sem sýnir robinson á
vettvangi glæpsins.
Helena Jewett Morðið
á henni vakti mikla
athygli almennings og
fjölmiðla.