Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Page 47
föstudagur 19. júní 2009 47Helgarblað
Undarlegar
staðreyndir
– í kringum 2.500
örvhentir deyja ár hvert í
heiminum við að nota vörur
sem eru framleiddar fyrir
rétthenta.
- Moldvarpa getur grafið
rúmlega 90 metra löng
göng á einni nóttu.
- Kameldýr hafa þrjú
augnlok til að verja sig
gegn sandfoki.
- Kattarhland glóir í
blacklight-ljósi.
- önnur framloppan á
hundum og köttum er
sterkari en hin líkt og á
mönnum.
- Meðalísjaki vegur um
20.000.000 tonn.
- Meðalmanneskju dreymir
um 1.460 drauma á ári.
- Lengsti skráði flugtími
hænu er 13 sekúndur.
- tölurnar á andstæðum
hliðum venjulegs sex
hliða tenings eru alltaf sjö
samanlagt.
- flórída-fylki í Bandaríkjun-
um er töluvert stærra en allt
England.
- allir termítar heimsins
eru samanlagt tíu sinnum
þyngri en allt mannfólk
heimsins.
- Það eru meira en tíu
milljón múrsteinar í Empire
state-byggingunni.
- fólk fæðist með 300
bein en þegar við verðum
fullorðin eru þau orðin
aðeins 206.
- allir mánuðir sem byrja
á sunnudegi innihalda
föstudaginn þrettánda.
- fíll er eina spendýrið í
heiminum sem ekki getur
hoppað.
- Það sem er þekkt sem
„franskur koss“ í enskumæl-
andi löndum er þekkt sem
„enskur koss“ í frakklandi.
- Það er borg sem heitir
róm í öllum heimsálfum
nema suðurskautslandinu.
- Kakkalakki getur lifað í
marga daga jafnvel vikur
án höfuðs. Hann deyr á
endanum úr hungri.
- Krókódílum vaxa alltaf
nýjar tennur fyrir þær sem
þeir missa.
- Konur blikka nærri því
tvisvar sinnum oftar en
karlmenn.
- Lengsta eyrnahár allra
tíma átti anthony Victor,
rúmir 18 sentímetrar.
- Höfrungar sofa með
annað augað opið.
- fólk hlær að meðaltali tíu
sinnum á dag.
- Það er ómögulegt að
hnerra með opin augu.
- Coca-Cola væri grænt á
litinn ef litarefnum væri
ekki bætt út í drykkinn.
- adolf Hitler var grænmet-
isæta og var með aðeins
eitt eista.
- 1386 var svín hengt á
almannafæri í frakklandi
fyrir að drepa barn.
- Barbie heitir fullu nafni
Barbra Millicent roberts.
- Bandaríkjamaðurinn
robert Pershing Wadlow
er hæsti maður sem hefur
verið mældur, 2,72 metrar.
- Elvis Presley átti
tvíburabróður sem lést við
fæðingu.
- Það er ólöglegt að vera
vændiskona í borginni
siena á ítalíu ef þú heitir
María.
- Karlar skilja við hótelher-
bergin sín hreinni en konur.
- aðeins kvenkyns moskító-
flugur bíta.
- Það eru engar klukkur í
spilavítum í Las Vegas.
- napóleón undirbjó
orrustur sínar í sandkassa.
- Indverjinn Pranamya
Menaria er með 13 tær
og tólf fingur. Hann á
heimsmetið.
- flestir varalitir innihalda
fiskroð.
- 10.000 fuglar deyja ár
hvert við að fljúga á gler.