Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 10
10 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir Svanur Sigurbjörnsson læknir varar við því að detox sé kynnt sem læknismeðferð enda sé það fjarri sanni. Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur segist vera í samstarfi við pólska lækna en íslenskir læknar þori ekki að vinna með henni af ótta við Landlæknisembættið og lyfjafyrirtækin. Svanur telur Jónínu stunda blekkingarstarfsemi og þvertekur fyrir að hægt sé að losna við sjúkdóma með því að fara í detox. Jónína sakar Svan hins vegar um persónulegt níð. ÍSLENSKIR LÆKNAR SMEyKIR VIÐ DETOX „Það er háalvarlegt mál þegar því er haldið fram að detox sé læknis- fræðileg meðferð,“ segir Svanur Sig- urbjörnsson læknir sem lengi hefur gagnrýnt detox-meðferðir og hefur sérstaklega beint augum sínum að starfsemi Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings. Jónína segir de- toxið vera „læknismeðferð“ og er hún kynnt sem slík á vefsíðu fyr- irtækisins. Svanur sakar Jónínu hins vegar um kukl og segir hana stofna heilsu skjólstæðinga sinna í hættu með því að hvetja þá til að hætta á lyfjum. Hann bendir á að þeir pólsku læknar sem Jónína vinnur með hafi ekki fengið birt- ar greinar í viðurkenndum vís- indaritum og tekur sem dæmi að í Pubmed, stærsta gagnagrunni vísindarita á alþjóðavísu, séu eng- ar greinar eftir þá. Jónína vísar á greinar læknanna sem birtar eru á vefsíðum tileinkaðar detox-með- ferðum. Aðeins 500 hitaeiningar Jónína býður viðskiptavinum sín- um upp á detox-meðferðir bæði á Íslandi og í Póllandi. Tveggja vikna meðferð á detox-stöðinni á Ásbrú kostar 170 þúsund krónur fyrir einstakling sem er einn í her- bergi. Þeir sem kjósa að vera einir í svítu greiða hins vegar 210 þúsund krónur. Greiða þarf aukalega fyrir ristilskolun. Þátttakendur neyta mestmegn- is lífrænt ræktaðs grænmetis og ávaxta, alls um fimm hundruð hitaeininga á dag. Auk þess stund- ar fólk létta hreyfingu á meðan á meðferðinni stendur, fer í nudd, gufuböð og slökun. Á vef fyrirtækisins lofa skjól- stæðingar meðferðina. „Sykursýk- in hvarf eftir þrjá daga í meðferð- inni, ég þarf ekki lyfin, jibbí,“ segir Anna sem er 48 ára en nánari upp- lýsingar um hana koma ekki fram. Svanur segir detox hins vegar ekki lækna neina sjúkdóma og að engar viðurkenndar vísindalegar rannsóknir hafi sýnt fram á það. „Læknar hafa heyrt að Jónína ráð- leggi fólki að hætta að taka lyfin sín og það getur verið mjög hættu- legt, til dæmis í tilvikum þegar fólk er með erfiðan háþrýsting sem er helsta orsök heilablóðfalla,“ segir hann. Einnig sé eðlilegt að blóð- sykur detti niður við og eftir föstu en það þýði ekki að sykursýki sé horfin. Svanur ritaði nýverið grein á heimasíðu sína þar sem hann var- ar við detox-meðferð Jónínu sem hann segir „kuklprógramm“. Jón- ína segir í samtali við DV að svo virðist sem Svanur sé með hana á heilanum og að ekkert sé að marka gagnrýni hans þar sem rót henn- ar virðist vera persónuleg andúð í garð Jónínu. „Hann talar um mig eins og ég sé hálfviti,“ segir hún. Komið með upp í kok af lyfjum Ristilhreinsunin sem margir kjósa að fara í sem hluta af detox-með- ferð hefur vakið athygli en Svanur hefur litla trú á gildi hennar. Hann rifjar upp mýtu sem gekk manna á milli um að ristilhreinsun skili ótrúlegustu hlutum til baka, jafn- vel leikföngum. „Það hefur ekki læknisfræðilegt gildi að finna Fisher Price-leikföng í endaþarminum,“ segir hann hlæjandi. „Aðalatriðið er hvað maður setur ofan í sig ekki það sem maður skolar úr ristlinum,“ segir Svanur. Að sögn Jónínu þróuðu pólsku læknarnir Lemienzky og Dabrow- sku þá detox-meðferð sem hún býður upp á. Jónína er í samstarfi við pólska lækna, Lemienzky þar á meðal, en enginn íslenskur lækn- ir starfar við detox-miðstöðina. „Ef eitthvað kemur upp á fer ég með fólk til lækna í Keflavík og þeir með- höndla þá eins og hvern annan sjúk- ling. Það er hins vegar mjög sjaldan sem það kemur til,“ segir hún. Jónína neitar því að hún sjálf hafi frumkvæði að því að láta fólk hætta á lyfjum. „Ég er ekkert persónulega að taka lyf af fólki án þess að ráð- færa mig við lækna. En svo ræður fólk því hvort það tekur lyfin sín. Fullt af fólki er komið með upp í kok að taka kannski tuttugu pillur dag- lega og vill hætta,“ segir hún. Bann við blóðprufum Spurð um ástæðuna fyrir því að enginn íslenskur læknir starfar með Jónínu segir hún: „Það hefur eng- inn íslenskur læknir þorað að koma í samstarf vð okkur.“ Landlæknis- embættið beindi nýverið þeim til- mælum til lækna að neita beiðn- um um blóðrannsóknir sem ekki eru gerðar á læknisfræðilegum for- sendum en tilefnið var að þátttak- endur á námskeiðum Jónínu þyrftu að skila blóðprufum áður en þeir hefja meðferð. Jónína segist telja læknana óttast að fá landlækni og lyfjafyrirtækin á móti sér og hafni því samstarfi. „Þeir eru bara hræddir því þeir hafa marg- ir hverjir atvinnu af því að skrifa upp á lyfseðla. Við erum hins veg- ar að spara íslenska ríkinu hundruð milljóna á ári með því að losa fólk frá lyfjapúkanum,“ segir hún. Svanur segir þetta tóma vitleysu. „Flestir læknar hafa yfirnóg að gera og óttast ekki skort á sjúkdómum. Við erum líka flestir á launum frá ríkinu og því ekki í samkeppni við einn eða neinn,“ segir hann. Sérgrein Svans er almennar lyf- lækningar. Hann rak um tíma einka- stofu en starfar nú á bráðamót- töku Landspítalans í Fossvogi og á Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Hann segir gagnrýni sína fyrst og síðast stafa af umhyggju fyrir fólki. „Afskipti af lyfjum geta fallið und- ir hegningarlög og ber að tilkynna slíkt til landlæknis. Það er alltaf inni í myndinni,“ segir Svanur og bend- ir á að starfsemi Jónínu sé undir ströngu eftirliti enda heilsufar fólks það dýrmætasta sem það á. Ristillinn komst í lag Fjölmargir sem hafa farið í de- tox hjá Jónínu hafa sett sig í sam- band við hana og lofað meðferð- ina. Jóna Magga Hreinsdóttir, 48 ára þjónustustjóri, er ein af þeim. „Eftir tvær vikur í detox hef ég náð að koma skrokknum í gott lag, kíló- in fuku, brjóstsviðinn hvarf og rist- illinn virkar sem aldrei fyrr,“ segir Jóna sem fór til Póllands í detox í marsmánuði. Í samtali við DV segir hún vissulega auðvelt að falla aftur í sama farið þegar meðferð lýkur en henni hafi hins vegar tekist að halda sig frá óhollustu og líður afar vel. „Detox bjargaði lífi mínu,“ segir hún og býst við að fara aftur síðar í detox hjá Jónínu. Jónína segir detox sannarlega geta læknað lífsstílssjúkdóma en undir þá falla meðal annars há- þrýstingur, sykursýki 2, þunglyndi og vöðvaverkir „Í öllum tilfellum læknast fólk af vefjagift í minni með- ferð og losnar við lyf,“ segir hún. Svanur segir málflutning sem þennan óábyrgan. Hann bendir á að sá heilsusamlegi lífsstíll sem ráð- lagður er eftir detox-meðferð hljóti að gagnast flestum. „Það getur ver- ið að fólki líði betur en um læknis- fræðilega meðferð er ekki að ræða. Detox er ekki langtímalausn og læknar ráðleggja gegn svona föstum eða nærsveltikúrum,“ segir hann. ERlA HlynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Það hefur ekki læknisfræðilegt gildi að finna Fisher price-leikföng í endaþarminum.“ Umdeilt Skiptar skoðanir eru um ágæti detox þar sem fólk neytir 500 hitaeininga á dag og fer meðal annars í nudd. Íslenskir læknar hafa miklar efasemdir um meðferðina. Mynd PHotoS.coM Allra meina bót Jónína Benediktsdóttir fullyrðir að detox lækni lífsstíls- sjúkdóma á borð við háþrýsting, þunglyndi og vöðvaverki. Á vef hennar segi síðan að ristilhreins- un sé „allra meina bót“. Mynd ARnold BJöRnSSon Varðar við hegningarlög Svanur Sigurbjörnsson segir grafalvarlegt að fólki í detox sé ráðlagt að hætta að taka lyfin sín og ef fagaðilar séu þar ekki að verki geti það varðað við hegningarlög að hafa afskipti af lyfjum fólks. Mynd ÚR EinKASAfni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.