Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Side 15
borð við nokkrar utanlandsferðir á
ári hverju þurfi að víkja. Það harmi
börnin ekki ef jákvæður póll sé tek-
inn í hæðina.
Börnin læra
Umræðan í samfélaginu um stjórn-
málamenn, bankafólk og útrásar-
víkinga hefur ekki verið sérlega já-
kvæð undanfarna mánuði. Spurður
hvaða áhrif bölvandi eða pirraðir
foreldrar geti haft á börn sín seg-
ir Gylfi: „Foreldrar eiga ekki að for-
mæla fjármálafólki í neðsta víti frek-
ar en einhverjum öðrum. Það er
einfaldlega hluti af því að vera góð
fyrirmynd. Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar,“ segir Gylfi sem bætir því
við að auðvelt sé að kenna börnum
sínum röng viðbrögð með því að
bregðast við fréttum og umræðum
með reiði og látum. Börn læri það
sem fyrir þeim er haft.
Samböndin sitja á hakanum
Kolbrún Baldursdóttir segir langvar-
andi áhyggjur eða reiði get leitt til
þess að fjölskyldur liðist í sundur.
„Á meðan líðanin er slæm situr allt
annað á hakanum. Ef fólk hlúir ekki
að samböndum sínum við aðra, til
dæmis maka eða börn, langtímum
saman endar það með því að fjöl-
skyldan getur splundrast. Það er því
mikilvægt að leita sér hjálpar,“ segir
hún og bætir því við að fyrsta skrefið
geti einfaldlega falist í því að leita að
upplýsingum um jákvæða hugsun
eða hvatningu á netinu, svo eitthvað
sé nefnt. Gott geti reynst að lesa sér
aðeins til áður en af stað er farið.
Mikilvægt að hlæja
Kolbrún segir engu að síður að
margt sé hægt að gera til að létta
lundina. Það þurfi ekki alltaf að fela
í sér róttækar aðgerðir. „Ef þú ert til
dæmis blankur og langar í eitthvað
nýtt er hægt að taka fram skærin,
fara í gegnum dótið sitt og breyta
einni flík. Fólk finnur oft hluti sem
það getur haft ánægju af þegar það
fer að grafa. Svo er hægt að fara með
dótið sitt á flóamarkaði og selja. Þú
getur líka stofnað les- eða spila-
klúbba með vinum þínum,“ segir
Kolbrún. Hún segir hreyfingu líka
mikilvæga til að létta á sálinni. „Það
kostar ekkert að skella sér út í göngu
eða hjóla í nágrenninu. Það getur
hjálpað fólki,“ segir hún.
fréttir 7. ágúst 2009 föstudagur 15
Berið virðingu fyrir reiðinni
Hlífið börnunum Erfiðleikar í fjár-
málum heimilisins eiga ekki erindi
við börnin að mati sálfræðings.
ráð gylfa Jóns til að svara börnunum:
nHaldið fjármálaáhyggjum frá börnunum
n Veitið börnum upplýsingar í samræmi við þroska
n Segið þeim að þau þurfi engar áhyggjur að hafa, mamma og pabbi leysi málin
n Snúið jákvæðu hlið kreppunnar að börnunum
n Bölvið ekki fólki í návist barna, foreldrar eru fyrirmyndir
n Leggið áherslu á samverustundir
Aðgát skal höfð í nærveru sálar Gylfi Jón Gylfason yfirsál-
fræðingur segir að börn læri það sem fyrir þeim er haft.
2 dálkar = 9,9 *10
Fyrir bústaðinn og heimilið
Smáauglýsingasíminn er
515 5550
smaar@dv.is