Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 7. ágúst 2009 helgarviðtal
Stendur sterkari
eftir áföllin
Þórunn Högnadóttir féll niður í mikið svartnætti þegar hún missti litla bróður sinn af slysförum fyrir tíu
árum. Nokkrum árum síðar missti hún pabba sinn og nú nýlega missti Þórunn æskuvinkonu sína. Hún
segir erfiðleikana hafa breytt sér. Í dag eyði hún ekki tímanum í fýlu og pirring heldur njóti lífsins og fólks-
ins í kringum sig.
Þ
að var aldrei neinn
draumur hjá mér að kom-
ast í sjónvarp en ég hef
alveg ofsalega gaman af
þessu starfi,” segir Þór-
unn Högnadóttir, förðun-
arfræðingur, stílisti, sjónvarpskona og
fyrrverandi þáttarstjórnandi Innlits/
útlits. Þórunn segir tilviljun hafa ráðið
starfsvali hennar og að hún hafi kom-
ið sjálfri sér á óvart með því hversu vel
henni leið fyrir framan myndavélarn-
ar. „Ég hef alltaf verið að breyta í kring-
um mig og sem krakki var ég alltaf að
færa og breyta, mála og raða upp á nýtt
í hillurnar í herberginu mínu. Þetta
byrjaði svo þegar Vala Matt kom í inn-
lit hjá mér og hrósaði mér fyrir afslapp-
aða framkomu fyrir framan myndavél-
arnar. Um vorið var hringt í mig frá Skjá
einum því þeir voru að leita að fólki til
að vera með henni í þættinum, eitt
leiddi af öðru og ég var þarna í fimm
ár,“ segir Þórunn og bætir við að sá tími
hafi verið ofsalega skemmtilegur.
„Ég blómstraði alveg enda að gera
það sem ég elska, það er að skapa og
hjálpa fólki við að fegra heimilið. Það
er ómetanlegt að sjá ánægjusvipinn
á fólki eftir á og það er það sem ég fæ
mest út úr. Það er svo skemmtilegt að
sýna fólki hvað er hægt að gera án þess
að eyða of miklum peningum í breyt-
ingarnar.“
Erfitt að missa vinnuna
Þórunn missti vinnuna þegar breyt-
ingar voru gerðar á Skjá einum í fyrra-
sumar og segir Þórunn uppsögnina
hafa komið sér í opna skjöldu. „Það
hafði verið mikið um mannabreyting-
ar og þegar serían var að klárast var
mér tilkynnt að samningur við mig
yrði ekki endurnýjaður. Mér fannst
svolítið ópersónulega staðið að þessu
því ég hafði unnið við þáttinn svo lengi
og leit á hann sem barnið mitt. En
svona eru fjölmiðlarnir, eina stundina
ertu inni en hina úti. Fólk fær engan
fyrirvara. Þetta var samt æðislegur tími
og frábært tækifæri fyrir mig.” Þórunn
segist hafa átt erfitt með að kúpla sig út
og gera sér grein fyrir að hún væri ekki
lengur vinnandi kona heldur heima-
vinnandi húsmóðir á atvinnuleysis-
bótum. „Ég hafði verið með hugann
við vinnuna allan sólarhringinn en
var allt í einu komin í frí og átti bara
að vera dóla mér. Mér fannst það mjög
erfið umskipti og það tók mig örugg-
lega þrjá mánuði að gera mér grein
fyrir að ég væri atvinnulaus,“ segir hún
en bætir við að hún hafi lært að meta
að vera heima við. „Sérstaklega þeg-
ar einkunnir barnanna fóru að rjúka
upp. Það sló mig svolítið að sjá hversu
miklu máli það skipti fyrir börnin að
hafa mig heima.“
Svartnætti í kjölfar bróðurmissis
Þórunn og eiginmaður hennar, Brand-
ur Gunnarsson, eiga saman tvö börn,
þau Tristan Þór og Birgittu Líf en fyr-
ir á Þórunn soninn Aron Högna sem
býr hjá ömmu sinni. „Ég missti bróðir
minn og föður með stuttu millibili og
þegar pabbi dó fór Aron Högni og bjó
hjá mömmu til að veita henni stuðn-
ing. Hann er bara á hóteli, hún hugs-
ar svo vel um hann.“ Bróðir Þórunnar,
Birgir Þór Högnason, lést af slysförum
árið 1999 og hafði andlát hans mik-
il áhrif á Þórunni. „Ég átti ofboðslega
erfitt með að sætta mig við að hann
væri dáinn og missti einfaldlega vitið.
Við vorum mjög náin og ofsalega góð-
ir vinir og þar sem hann var litli bróð-
ir minn fannst mér eins og ég ætti að
passa hann,“ segir Þórunn sem var
með Tristan eins árs á þessum tíma.
„Þetta var alveg svakalegt. Ég lokaði á
alla mína nánustu og grét mig í svefn
á hverjum degi á milli þess sem ég fór
upp að leiðinu hans. Einu sinni mætti
ég meira að segja með koddann minn
upp í kirkjugarð og ætlaði að sofa við
leiðið hans. Einn daginn tók ég svo
ákvörðun að ég gæti ekki boðið fjöl-
skyldunni upp á þetta lengur og fór að
vinna í mínum málum. Það tók tíma
en tókst á endanum með hjálp góðra
manna.“ Fjórum árum síðar lést fað-
ir Þórunnar eftir baráttu við veikindi.
Hún segir föðurmissinn hafa verið erf-
iðan en að hún hafi tekið þá ákvörðun
að komast standandi í gegnum þá sáru
reynslu. „Mér fannst svaklega erfitt og
vont að missa pabba en ég var mun
fljótari að jafna mig heldur en þeg-
ar ég missti bróður minn. Ég var líka
ákveðin í að gera fjölskyldunni minni
þetta ekki aftur,“ segir hún og bætir al-
varleg við: „Þegar ég hugsa til baka til
þessa tíma skil ég ekki hvernig ég gat
gert fjölskyldunni minni þetta enda
ætlaði ég aldrei að gera þeim neitt. Ég
bara réð ekki við neitt. Þetta var eigin-
gjarnt af mér því ég lét eins og ég væri
ein um að missa sem var ekki rétt. Ég
áttaði mig bara ekki á því fyrr en ég var
búin að leita mér hjálpar.“
Missti æskuvinkonu sína
Þórunn er fædd og uppalin í Reykjavík
en faðir hennar, Högni Björn Jónsson,
var frá Vestmannaeyjum. Hann rak sitt
eigið bifvélaverkstæði og var nýsestur
í helgan stein þegar hann lést. Móðir
Þórunnar, Hadda Halldórsdóttir, er frá
V-Skaftafellssýslu og starfar hjá Póstin-
um. „Ég var mikil pabbastelpa en eftir
að hann lést urðum við mamma miklu
nánari og í dag tölum við saman nán-
ast á hverjum degi. Mamma er ótrú-
lega sterk, búin að missa bæði son og
eiginmann, og ég veit ekki um neina
einustu manneskju sem er jafndug-
leg og samviskusöm og hún. Ég er ekk-
ert smá stolt af henni,” segir Þórunn
og bætir við að sambandið við systur
hennar Esther Gerði hafi einnig eflst
við mótlætið sem mætt hafi fjölskyld-
unni. Fyrir stuttu reið enn eitt áfallið
yfir þegar Þórunn missti æskuvinkonu
sína skyndilega. „Við vorum búnar að
þekkjast síðan við vorum eins árs og
bjuggum í sömu götu. Ég er eiginlega
ekki búin að meðtaka það ennþá að
hún sé farin,“ segir Þórunn og sárs-
aukinn leynir sér ekki. Hún segir erf-
iðleikana hafa gert sig sterkari og fyr-
ir vikið horfi hún öðrum augum á þær
efnahagsþrengingar sem Íslending-
ar standi nú frammi fyrir. „Veraldlegir
hlutir skipta engu máli en við þurfum
stundum að banka í okkur til að muna
það. Það er samt svakalegt þegar það
þarf eitthvað svona til að maður átti
sig.“
Tóku ekki þátt í góðærinu
Þórunn segir fjölskylduna hafa að
mestu sloppið við hremmingar í kjöl-
far kreppunnar. Þau hjónin hafi verið
skynsöm síðustu árin og ekki tekið þátt
í eyðslusemi góðærisáranna. Það hafi
því verið mikið sjokk þegar frétt þess
efnis að þau væru í þann mund að
missa hús sitt birtist á forsíðu Séð og
heyrt. „Það var nú enn eitt áfallið. Mér
fannst þetta virkilega óþægilegt því þótt
margir væru að missa húsin sín höfð-
um við gengið frá öllum endum áður
en málið fór í nauðungarsöluferli. Það
talaði aldrei neinn við okkur frá blað-
inu og eins var farið með Arnar Gauta
vin minn. Honum tókst að hlæja að
þessu en mér fannst þetta hreint ekkert
fyndið. Ég reyndi að gleyma þessu en
það var erfitt því krakkarnir lentu í því
að þurfa svara fyrir þetta í skólanum.
Dóttir mín spurði mig hvort við mynd-
um missa húsið, kennararnir voru að
spurja krakkana út í þetta og vinirnir
hringdu alveg í öngum sínum. Maður
verður bara að hugsa þetta sem svo að
þeim hljóti að finnast við svona merki-
leg fyrst þeir birta svona fréttir af okkur.
Við tókum ekkert þátt í þessu góðæri,
hvorki við hjónin né Arnar Gauti, og
því var þetta ljótt.” Þórunn og Brandur
ráku fyrirtækið Face á þeim tíma sem
hún missti bróður sinn. Þar sem hún
hafi orðið óvinnufær eftir andlát hans
hafi reksturinn ekki gengið en þau
hjónin setið uppi með háar skuldir síð-
an. „Við höfum verið að borga af þeim
og höfum því ekki getað farið í þennan
góðærispakka, sem betur fer kannski.
Við höfum lifað spart þótt við leyfðum
okkur eitthvað af og til. Við tókum alla-
vega engin lán til að kaupa okkur ný
húsgögn og erum til dæmis búin að
aka sama bílnum í fjögur ár. Ef okkur
vantaði eitthvað söfnuðum við fyrir
hlutnum og erum því ekki með neinn
skuldahala á eftir okkur. Ég hafði tekið
þennan visaflippspakka þegar ég var
yngri og lært af reynslunni,” segir hún
en bætir við að samt sem áður finni
þau fyrir kreppunni. „Maðurinn minn
skipti um vinnu og launin mín lækk-
uðu allsvakalega. Þetta eru viðbrigði
en fyrir vikið lærir maður að meta þá
peninga sem maður hefur.“
Býr til eigin sjónvarpsþátt
Þórunn segist í kjölfar áfalla sem hún
hafi orðið fyrir á lífsleiðinni hafa orð-
ið ofsalega lífhrædd og að hún óttist
sífellt að eitthvað komi fyrir hennar
nánustu. „Ég má ekki heyra í sírenum
án þess að óttast um börnin. Þetta er
svakalega óþægileg tilfinning en ég
veit ekki hvernig ég á að losna við hana
og það er erfitt þegar áföllin eru alltaf
að banka upp á.“ Hún segir það vissu-
lega hafa verið áfall að missa vinnuna
þótt það hafi verið ólíkt ástvinamiss-
inum. „Það var erfitt að missa vinn-
una enda í fyrsta skiptið sem ég er at-
vinnulaus. Þetta er skrítin tilfinning,“
segir hún og bætir við að það sé erf-
itt að finna vinnu eins og ástandið er
í dag. Hún hafi þó ekki gefist upp og
það sé aldrei að vita nema hún skapi
sitt eigið starf. „Ég er alltaf að horfa í
kringum mig og hef mikinn áhuga á
starfi tengdu markaðs- og almanna-
tengslum. Ég vil starfa í skapandi um-
„við tókum
ekkert þátt í
þessu góðæri,
hvorki við
hjónin né arnar
gauti, og því var
þetta ljótt.“
Fjölskyldan Þórunn ásamt eiginmanni
sínum, Brandi Gunnarssyni, og börnunum
Tristan Þór og Birgittu Líf. Auk þess á
Þórunn soninn Aron Högna.