Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 38
38 föstudagur 7. ágúst 2009 helgarblað „Ég kom fyrst til Íslands árið 1978 og vann bæði á rannsóknarstofnun landbúnaðarins og við rann- sóknir á Landspítalanum af því að ég er mennt- aður efnafræðingur. Mér fannst það hundleið- ingt og fór því út í veitingabransann,“ segir Peggy Fridriksdottir hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvernig tengsl hennar við Ísland hófust. Peggy var stödd hér á landi á dögunum en hún býr núna skammt frá Vancouver í Kanada. Þar lauk hún nýlega árslöngu námi sem færir henni réttindi til að starfa sem ráðgjafi fyrir inn- flytjendur, eða „immigration consultant“. Í ljósi þess að margir Íslendingar eru nú, og hafa verið síðustu mánuði, að líta í kringum sig eftir búsetu- og atvinnumöguleikum í öðrum löndum ákvað Peggy að koma hingað til lands til að bjóða fram aðstoð sína í þeim efnum. Miklar möguleikar á góðri vinnu og bjartri framtíð séu nefnilega fyrir hendi í Kanada. Rak þRettán veitingahús Peggy á marga vini á Íslandi og þeir sem ekki þekkja hana kannast samt kannski við andlitið. Hún var stórtæk í veitingabransanum hér á landi fram á tíunda áratuginn, raunar það stórtæk að í grein í dagblaðinu Pressunni árið 1989 var hún kölluð „veitingahúsadrottningin“. Þegar mest lét rak hún hvorki fleiri né færri en þrettán veitinga- hús. „Fyrsta veitingahúsið sem ég átti var Sælker- inn í Austurstræti, þar sem bruninn varð nýlega,“ segir Peggy og á þar við brunann síðasta vetrar- dag árið 2007 þar sem húsin við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 urðu eldi að bráð. Peggy stofn- aði líka Ítalíu við Laugaveg og á meðal annarra staða sem hún rak má nefna Í kvosinni, Fóget- ann og indverska staðinn Taj Mahal sem var við Hverfisgötu. Á háskólaárunum í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum kynntist Peggy íslenskum manni, flutti með honum hingað til lands að námi loknu og þau giftust og eignuðust þrjár dætur. Þau skildu árið 1994 og í framhaldinu ákvað Peggy, sem fædd er í Guyana í Suður-Ameríku, að flytja frá Íslandi. Næsti viðkomustaður varð Kanada, nán- ar tiltekið borgin Vancouver. ORðin þReytt „Ég hélt áfram veitingahúsarekstri þar og er enn í þeim bransa. Ég er hins vegar búin að vera í þessu núna í tuttugu og fimm ár og er orðin svo- lítið þreytt. Þess vegna er ég að reyna að selja veitingastaðinn minn í Vancouver,“ segir Peggy sem samtals hefur haft fjóra veitingastaði á sín- um snærum frá því hún fluttist til Kanada, auk þess að reka veisluþjónustu og samlokufram- leiðslu. En nú er mál að linni. „Ég ætla að selja þetta allt því ég ætla ekki að slíta mér út lengur. Ég er aldarfjórðungi eldri og feitari en ég var þegar ég byrjaði og þetta er orðið allt of erfitt fyrir mig,“ segir Peggy og skellir upp úr. Peggy býr núna í Chilliwack, áttatíu þúsund manna bæ um hundrað kílómetra austur af Vancouver. Hún segir búferlaflutningana vestur um haf á sínum tíma ekki hafa verið afgreidda á einni nóttu. „Öll þessi pappírsvinna við að sækja um dval- arleyfi, atvinnuleyfi, fara í viðtöl og allt þetta var svolítið erfitt. Þegar ég athugaði hvað það kostaði að fá lögfræðing til að gera þetta fyrir mig kom í ljós að þetta var tuttugu þúsund dollarar þannig að ég gerði þetta sjálf. Ég fékk því góða reynslu í að standa í svona.“ MaRgiR „geRviséRfRæðingaR“ Um svipað leyti og Peggy hafði ákveðið að fara að gera eitthvað annað en að reka veitingahús sá hún auglýsingu um nýtt nám í University of Brit- ish Columbia (UBC) en skólinn er í Vancouver. Henni leist strax vel á það, sótti um og fékk inn- göngu. „Ótrúlega margir voru farnir að þykjast vera sérfræðingar í þessum málum í Kanada og voru að hjálpa fólki við að flytja til lands- ins. Það breyttist nýlega eftir að sett voru lög sem kveða á um að til að mega koma að slík- um málum þurfir þú annaðhvort að vera lög- fræðingur sem sérhæfir sig í þessum málum eða hafa lokið þessu námi í UBC,“ segir Peggy sem hóf þetta heilsársnám í fyrrasumar og út- skrifaðist fyrir nokkrum vikum. „Ég er ekki með lögfræðipróf en ég veit meira um innflytjendamál í Kanada heldur en lögfræðingur sem sérhæfir sig í innflytjenda- málum. Og af því að ég er sérfræðingur í þess- um málum má ég vinna úti um allt Kanda. Lögfræðingar mega hins vegar aðeins vinna í því fylki sem þeir hljóta menntun sína. Ef fólk vill fara til Manitoba get ég séð um það, ef það vill fara til Vancouver, Toronto eða eitt- hvert annað get ég líka séð um það. Og ég vil sérstaklega hjálpa Íslendingum af því að ég kann íslensku. Auðvitað vil ég líka aðstoða fólk frá öðrum löndum við að flytja til Kanada, til dæmis frá fæðingarlandi mínu, Guyana, en núna vil ég einbeita mér að því að rétta Íslend- ingum hjálparhönd í þessum efnum vegna ástandsins hér á landi,“ segir Peggy sem þegar er búin að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessum málum. Uppbygging vegna ÓlyMpíUleikanna Áhrif alþjóðakreppunnar eru ekki nærri því jafnmikil í Kanada og á Íslandi og í Bandaríkj- unum að sögn Peggy. Sú staðreynd að vetrar- ólympíuleikarnir verða haldnir í Vancouver á næsta ári hjálpi þar til. „Fólk hefur aðeins minna en það hefur haft en af því að Ólympíuleikarnir eru að koma er verið að eyða miklum peningum til að gera allt klárt fyrir þá. Veitingahús finna aðeins fyrir því að fólk er eyðir ekki alveg jafnmiklu en mun- urinn er ekki nærri því jafnmikill og til dæm- is í Bandaríkjunum, og að sjálfsögðu ekki jafn- mikill og hér á Íslandi. Kanadíski dollarinn er mjög sterkur núna og ég sé fram á að ef banda- ríski dollarinn fer að lækka eins og margir spá verður sá kanadíski enn sterkari.“ Aðspurð hvernig störf séu í boði í Kanada fyrir Íslendinga sem gætu hugsað sér að skoða þennan möguleika segir Peggy þau helst vera í tækni- og byggingageiranum. „Í British Col- umbia eru til dæmis núna tæplega fjörutíu störf í boði í þeim geira fyrir innflytjendur. Ef fólk hefur unnið við þessi störf í að minnsta kosti eitt ár á síðustu tíu árum getur það feng- ið tilskilda pappíra á innan við einu ári. Það er mjög óvenjulegt, yfirleitt tekur það nokkur ár. Það er nefnilega mikil eftirspurn eftir iðnaðar- mönnum vegna Ólympíuleikanna.“ vilja halda í háskÓlaneMana Peggy segir líka ákveðið prógram í gangi með yfirskriftinni „Canadian Experience Class“ sem felst í háskólanámi og möguleika á vinnu í framhaldi af því. „Ef þú ferð í háskóla í að minnska kosti tvö ár geturðu fengið atvinnu- leyfi til að vinna í eitt ár eftir útskrift og síðan sótt um að fá að vinna lengur. Áður þurftirðu að flytja fyrst aftur til heimalands þíns, sækja um og bíða svo svara,“ segir Peggy en tilgang- urinn er að fólk sem mennti sig í Kanada flytji ekki strax aftur úr landi eftir að hafa náð sér í menntunina og komi aldrei aftur eins og al- gengt hefur verið. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þá mögu- leika sem í boði eru í atvinnumálum í Kanada, og fá aðstoð við hugsanlega búferlaflutninga vestur um haf, geta sent póst á peggy@pic- canada.com. Peggy er einnig að vinna að upp- setningu vefsíðu fyrir fyrirtæki sitt á slóðinni pic-canada.com. kristjanh@dv.is peggy fridriksdottir var kölluð „veitingahúsadrottningin“ í dagblaðinu Pressunni fyrir tuttugu árum. Engin furða þar sem hún rak þá þrettán veitingahús hér á landi. Nokkrum árum seinna yfirgaf Peggy Ísland í kjölfar skilnaðar við íslenskan eiginmann sinn og nam land í Kanada, landinu sem þúsundir Íslendinga fluttu til í landflóttanum mikla á seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Núna hefur efnafræðingurinn Peggy menntað sig í innflytjendamálum og vill hjálpa Íslendingum 21. aldarinnar að hefja nýtt líf í Kanada. peggy fridriksdottir Henni er margt til lista lagt. Hefur starfað í aldarfjórðung í veitingahúsarekstri og er menntuð í efnafræði og innflytjendamálum. Mynd Rakel Ósk sigURðaRdÓttiR hjálpar íslendingum „Veitingahúsadrottningin“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.