Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 40
40 föstudagur 7. ágúst 2009 helgarblað
hippamenning, fyrirhyggja
og heilbrigður lífsstíll
Þar sem kreppan er í algleymingi eru góð ráð dýr.
Helgarblað DV leitaði til þrettán fjölbreyttra álits-
gjafa eftir góðum kreppuráðum. Margt sniðugt kem-
ur fram sem hægt er að tileinka sér til að létta lífið.
Verðsamanburður og innkaupalisti
„Mitt ráð er að hætta að nota kreditkort og fara með pening út í
búð, vera búinn að skrifa lista og kaupa eingöngu það sem
er á listanum,“ segir söngkonan Regína Ósk þegar hún
er innt eftir góðu sparnaðarráði. „Það er um að gera að
taka út pening áður en farið er í búðina því þá freistast
maður ekki til að kaupa einhvern óþarfa. Svoleiðis er
það í öllum aðhöldum, hvort sem það er í fjárhagn-
um eða líkamanum, það þarfnast undirbúnings. Það
kemur ekkert upp í hendurnar á manni og allt tekur
tíma,“ segir Regína og bætir við að verðsamanburð-
ur milli verslana sé líka mikilvægur. „Það er til dæm-
is mikill verðmunur á hinum ýmsu barnavörum eins
og bleium, blautklútum og þess háttar. Munurinn getur
verið rosalegur.“
meira gaman saman
„Ég er gamall hippi og blómstra því í þessu ástandi,“ segir Árni Pétur Guð-
jónsson leikari og bætir við að honum líði best í fötum af vinum og ættingj-
um. „Eða þeim sem ég ræni af mági mínum. Það er svo mikið
til af flottum fottum á íslandi að við eigum nóg fyrir næstu
20 árin að maður tali ekki um barnaföt fyrir næstu tíu
kynslóðir,“ segir hann og bætir við að fatabúðarfólk sé
kannski ekki ánægt með þessi orð hans. „Það getur
sjálfum sér kennt. Búið að vera í því að selja ungu
fólki ómerkilega boli á 10.000 kall sem nauðsynja-
vöru.“ Varðandi fleiri hollráð í kreppu segir Árni Pétur
sniðugt að flytja saman, það sé meira gaman. „Mað-
urinn er hrúgudýr og líður best í góðum félagsskap en
kapítalisminn ól á einstaklingshyggju. Meiri gróði og
velta, einn bíll á mann, sjónvarp í hvert herbergi og óham-
ingju sem aðeins var hægt að slá á með neyslu. Ógeðin! Hvað
höfum við látið plata okkur út í? Aldrei aftur. Þessu reyndum við litlu
fallegu hippablómabörnin að breyta en vorum þögguð niður af eigingjörnu
gróðapakki, CIA og fjölmiðlum sem lýstu okkur sem hallærislegum útúrdóp-
uðum lúserum. Dagblaðið er þar ekki undanskilið. Nenni ekki að vera bara
sniðugur. Það er svo 2007.“
fýla út í kreppu er peningasóun
„Snyrtivörur eru eins og bílar, Við viljum öll BMW og Benz,
Range Rover og lúxus en flestir hafa aðeins efni á lítilli
japanskri tík,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir þegar hann
er inntur eftir góðum og hagstæðum ráðum varðandi
snyrtingu. „Auðvitað er dýra varan góð og jafnvel best
en að bera á sig dýrindiskremi en vera samt í fýlu út í
kreppu, allt og alla, er peningasóun. Öll snyrtivara þarf
að fara á húð hamingjusams fólks, sem lifir heilbrigðu
lífi. Annars gerir hún ekkert gagn,“ segir Heiðar og bæt-
ir við að hlutastarf hans sé að kynna dýrar snyrtivörur og að
hann yrði rekinn með því sama ef hann færi að tala um rabba-
bara og hundasúrur í þessu samhengi. „Hvað þá fíflamjólk,“ segir hann
og hlær.
heilsan ekki metin
til fjár
„Í kreppunni þarf fólk að forgangsraða betur hvernig það
eyðir sínum peningum og líkamsræktarkort er klárlega ein
besta fjárfesting sem til er,“ segir Ágústa Johnson fram-
kvæmdarstjóri Hreyfingar. „Í líkamsræktarstöðinni ertu
raunverulega að „græða“ eitthvað sem skiptir máli, það
er betri heilsu og betri líðan en slíkt verður ekki metið
til fjár. Kreppuráðið mitt er: sparaðu við þig í óþarfa og
komdu í ræktina og „græddu“ á tá og fingri.“
Umsjón: InDíana Ása HreInsDóttIr
dýrara að
klippa sig heima
„Gott ráð er að tvíþvo hárið í hvert skipti sem þú þværð það
en nota þá minna sjampó í hvert skipti, ekki meira en ca
krónu í lófa. Í fyrra skiptið er verið að leysa upp húð-
fituna en í það seinna hreinsa hárið. Þá tryggir maður
betri þvott sem endist lengur og því þarf að þvo sjaldn-
ar og þú sparar,“ segir hárgreiðslumeistarinn Nonni
Quest og bætir við að djúpnæring sé afar mikilvæg.
„Ég get ekki hamrað nógu oft á þessu og það er ekki
nóg að gera þetta einu sinni heldur þarf að djúpnæra
hárið einu sinni í viku í að minnsta kosti fimm vikur, þri-
svar á ári með alvöru næringu. Hárið bókstaflega endist
betur, hvort sem það eru endarnir, liturinn, áferðin, glansinn
og ég tala nú ekki um viðhaldið. Það er nefnilega ódýrara að vera
með fallegt heilbrigt hár.“ Nonni segir að þegar upp sé staðið sé ekki ódýrara að láta klippa sig heima. „Af fenginni áratuga reynslu veit ég að á endanum kemur fólk á stofu til að láta laga og þá fyrst fara hlutirnir að kosta.“
Við erum ekki það
sem Við eigum
,,Mikilvægt kreppuráð er að hætta að tala endalaust um kreppuna,“ segir fjöl-
miðlakonan Sigríður Arnardóttir sem stendur fyrir vefnum www.sirry.is.
„Vissulega léku gráðugir áhættusæknir peningamenn sér með fjármuni og
nutu góðs af jákvæðu orðspori þjóðarinnar. Þeir drógu okk-
ur niður og skildu okkur eftir í skuldasúpu en látum ekki
líka taka frá okkur jákvæðni og hugmyndaauðgi. Hætt-
um að tala allt niður og lærum af reynslunni. Skilgrein-
um okkur núna út frá kostum okkar og styrkleikum og
horfum á allt það góða sem við búum við. Það fleytir
okkur áfram og skapar nýjar hugmyndir. Við getum
nýtt okkur þessa tíma til að taka til hjá okkur í hugar-
fari, gildismati og lífsstíl. Ferskt hugarfar er besta ráð-
ið upp á við,“ segir Sirrý og bætir við það sé mikilvægt
að fá útrásarvíkingana til að sækja auðinn í skattaskjól-
in og taka þátt í uppbyggingunni með þjóðinni.
Sirrý segir að við séum ekki það sem við eigum heldur
það sem við gerum, hugsum og leggjum af mörkum. „Það sem er
best fyrir okkur er líka oftast best fyrir fjárhag okkar og umhverfi,“ segir hún
og kemur með dæmi: „Drekkum vatn frekar en kaupa ropvatn í plastflöskum,
stundum ókeypis líkamsrækt eins og göngu. Sund er ódýrt á Íslandi en mun-
aður í öðrum löndum en sund er gott fyrir líkama og sál. Flest það besta er
ókeypis eins og að dansa, kyssa, hlæja og anda að sér ilmi trjánna. Hipparnir
kunna þetta, lærum af þeim og verum hipp og kúl. Leggjum flottræfilshætt-
inum og hættum að borða of mikið, eyða of miklu og skulda of mikið. Hóf-
semi er flott. Hófsemi er framtíðin.“