Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 41
helgarblað 7. ágúst 2009 föstudagur 41 hippamenning, fyrirhyggja og heilbrigður lífsstíll stemning að nýta það gamla „Ég mæli með því að fólk byrji á því að velja sér litaþema og stemningu,“ segir Guðlaug Halldórsdóttir listakona þeg- ar hún er spurð hvernig við getum flikkað upp á heim- ilið með ódýrum hætti. „Svo er um að gera að grúska í geymslum og skúrum og tína allt til sem til er í þeim lit sem varð fyrir valinu og sauma púða úr gömlum flíkum og efnum. Svo er hægt að kaupa servíettur og kerti og jafnvel blóm í stíl eða klippa blómin úr garðinum og setja í vasa til að poppa heimilið upp og fá í það nýja stemningu,“ segir Gulla og bætir við að kreppustemning sé frekar að nýta gamalt en að kaupa nýtt. „Á þessum tímum þegar allt hefur hækkað og kaupmáttur rýrnað mæli ég með að fólk hirði rennilása og tölur úr flíkum og hlutum áður en þeim er hent. Og svo pússa, fegra gamla grillið en ekki henda og kaupa nýtt. Vitur maður sagði einu sinni að málning væri besta forvörnin gegn skemmdum á tré og steypu og nú skiptir gott viðhald miklu máli til að hlutirnir endist lengur,“ segir Gulla sem tekur að sér innanhúsráðgöf og bendir á meilið gullah@itn.is gamli gallinn og túnfiskspasta „Í árferði sem þessu er ekki á allra færi að kaupa árskort í ræktina og nýjustu línuna í íþróttaklæðnaði,“ segir Arnar Grant og bæt- ir við að hægt sé að finna sér hreyfingu í öllum verðflokkum. „Því er einfalt að finna eitthvað sem hæfir veskinu. Sem dæmi má nefna að það kostar ekkert að fara út að skokka, maður kynnist nágreninu og fær góðan skammt af súrefni í kropp- inn. Fyrir byrjendur er gott að byrja á að skokka styttri vega- lengdir og einungis annan hvern dag. Hægt og rólega fjölgar maður svo skiptunum og eykur vegalengdina. Með tímanum öðlast maður aukið þol og eykur hraðann.“ Arnar segir algjör- an óþarfa að fylgja nýjustu tísku í íþróttafötum og skóm. „Tískan í íþróttafatnaði fer í hringi og því er gamli góði Adidasgallinn alveg móðins í dag,“ segir hann og bætir við að hafa beri í huga að öll hreyf- ing auki á matarlyst og því verðum við að borða rólega og í samræmi við þá hreyfingu sem stunduð sé. „Ég mæli með túnfiskspasta, sem er fullkominn heilsuréttur fyrir fáar krónur. Allt sem þarf er niðurskorinn laukur, niðurskornir sveppir og niðursoðnir tómatar látnir malla á pönnu og síðustu mínúturnar er sett ein dós af túnfiski í vatni á pönnuna og látið hitna í gegn. Sjóðið pasta og hellið sósunni yfir pastað og berið fram.“ ilmvatnsprufur og áætlanir „Matur fyrir gæludýr hefur hækkað ótrúlega mikið og því er um að gera að finna þá verslun sem selur ódýrasta mat- inn og birgja sig upp af honum,“ segir blaðamaðurinn Anna Kristine Magnúsdóttir. „Einnig má muna að kis- um og hundum finnst mjög spennandi að fá smávegis af því sem mannfólkið borðar og því má gefa þeim af og til sama mat og verið er að elda á heimilinu,“ segir Anna Kristine sem er hafsjór kreppuráða. „Önnur ráð eru að gera áætlun áður en bílferð hefst þar sem bensín er ekki gefins, fá smekkmanneskju úr vinahópnum til að fara yfir föt- in í fataskápnum og kenna okkur að raða saman réttu flíkunum, leigja DVD í Krambúðinni við Skólavörðustíg á helmingi lægra verði en flestar myndbandaleigur, drekka vatn í stað gosdrykkja og biðja um prufur af ilmvötnum og kremum í snyrtivöruverslunum og apótekum.“ barnaland og notuð föt „Ég finn nú ekki mikið fyrir kreppunni en maður reynir að vera skynsamur samt sem áður þegar kemur að kaupum,“ segir Elísabet Thorlacius fyrirsæta og móðir. „Ég hef verið hepp- in og hef fengið föt á strákinn minn hjá mömmu, vinkonum og frænkum sem eiga stráka enda finnst mér ekkert að því að barnið mitt sé í notuðum fötum á meðan þau eru vel farin,“ segir Elísabet og bætir við að það sé ekkert grín að kaupa blei- ur í dag. „Þær eru fokdýrar en auðvitað kemst maður ekki hjá því að kaupa þær nema maður sé tilbúinn að nota taubleiur og ég er ekki að nenna því. Ég kaupi Euroshopper-bleiurnar sem eru ódýrar og góðar. Ég er lítið að kaupa dót fyrir strákinn enda eru vin- ir og ættingjar alltaf að gauka einhverju að honum og það er gott að eiga góða að því börnum fylgir mikill kostnaður. Svo er gott að muna eftir Barnalandssíð-unni því þar er hægt að finna ódýrt dót og jafnvel gefins.“ náttfatapartí í stað upp- skrúfaðra kokteilboða „Þjóðin þarf að vera samstiga í því að dempa sig niður, til dæmis með því a ð kaupa smærri gjafir og muna að hugurinn er það sem skiptir máli,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona og bætir við að það sé hægt að föndra gjafir eða jafnvel semja ljóð til að gera þær persónulegri. „Við verðum líka að slaka á í vörumerkjaruglinu og gramsa í fataskápnum og skoða bet- ur hvað þar er að finna og nýta. Það er sniðugt að taka myndir af sér í mismunandi uppröðum af fötum sem maður fílar og skella svo myndunum á innanverðan skápinn svo þú munir hvað var flott saman næst þegar þú ert í vandræðum með að finna föt fyrir eitthvert tilefnið.” Ingibjörg segir líka hægt að halda náttfatapartí í staðinn fyrir uppskrúfuð kavíar- og kokteilboð ef hugmyndin sé að lyfta sér upp. „Það þykir eflaust ekki kúl, við erum nefnilega enn dálítið 2007 innst inni.“ skólabúningar, slátur og kurteisi „Skólabúning í alla grunnskóla,“ segir Erna Margrét Ottósdóttir Laugdal athafna-kona þegar hún er innt eftir góðu kreppuráði. „Kæmi sér vel fyrir allar fjölskyldur í landinu. Það er eingöngu góður árangur af þessu fyrirkomulagi í öðrum löndum,“ segir hún og bætir fleiri hugmyndum við: „Taka fallega mynd af börnunum í góða veðrinu, framkalla og setja í ramma og geyma til jólagjafa, taka slátur í haust, kaupa ódýran en góðan ís hjá Gotta, leigja bækur og myndir á bókasafni fyrir 2000 kr á ári, kaupa föt í Hjálp- ræðishernum. Fallegt bros til náungans kostar líka ekki neitt að ógleymdri kurteisinni.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.