Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 44
Um helgina fer fram leikurinn um góðgerðarskjöldinn á Eng-
landi sem þýðir aðeins eitt. Ein vika er þangað til enska úrvals-
deildin hefur aftur leik. Geta þá sparkunnendur um allt land
og allan heim tekið gleði sína á ný þegar besta knattspyrnu-
deild í heimi fer aftur af stað. En hverjir hampa titlinum í ár?
Hverjir gera betur en í fyrra og hverjir yfirgefa úrvalsdeildina?
DV spáir í spilin fyrir tímabilið 2009/2010 á Englandi.
44 föstudagur 7. ágúst 2009
chels aftur á toppinn
Chelsea
DV spáir Chelsea Englandsmeistara-
titlinum á þessu tímabili. Liðið var í
tómu tjóni á síðasta tímabili undir stjórn
Brassans Luis Scolari þrátt fyrir frábæra
byrjun. Endalausar erjur innan liðsins
eyðilögðu möguleikann á Englands-
meistaratitlinum þó liðið hafi svo sann-
arlega blandað sér í baráttuna á seinni
hluta tímabilsins eftir komu Guus Hidd-
ink.
Carlo Ancelotti er nú mættur til
Vestur-Lundúna og hann kann að sigra.
Hann er líka tiltölulega betri í ensku en
Scolari en það vafðist mikið fyrir mönn-
um þar á bæ að geta skilið Brassann
geðþekka. Það má svo sem margt segja
um Ancelotti en hann kann allavega að halda mönnum á mottunni og það er
kannski nákvæmlega það sem Chelsea vantar núna.
Styrkleiki þeirra í ár er að hafa nokkurn veginn sama liðið. Það hefur aðeins
bætt við sig tveimur leikmönnum en aftur á móti ekki misst neinn frá sér. Titil-
vonir þeirra hanga svolítið á að mórallinn haldist í lagi innan liðsins en hjá Chel-
sea eru afar litlar breytingar og fyrir var mjög sterkt lið sem er til alls líklegt í ár.
1
LykiLmaður
Frank Lampard
FyLgist með
Yuro Zhirkov
komnir
n Yuri Zhirkov frá CSKA Moskvu
fyrir 18 milljónir punda.
n Daniel Sturridge frá Man. City
fyrir óuppgefna upphæð.
n Ross Turnbull frá Middlesbrough
á frjálsri sölu.
n Andriy Schevchenko úr láni frá AC Milan.
n Scott Sinclair úr láni frá Birmingham.
Farnir
n Franco Di Santo til Blackburn á láni.
n Scott Sinclair til Wigan á láni.
manChester united
Hann er nú kallaður: „Sá sem
ekki má nefna á nafn“ og „Þú
veist hver“ Cristiano Ronaldo í
Manchester-borg. Það eitt segir
allt sem segja þarf. Fólk þar á
bæ skelfur yfir brotthvarfi besta
knattspyrnumanns heims sem
hefur gjörsamlega átt ensku
deildina með húð og hári síð-
ustu þrjú árin en Manchester
United hefur einmitt unnið titil-
inn síðustu þrjú árin.
Nýju leikmennirnir eru þrír
og saman tekst þeim ekki að
vega upp helminginn af því
sem Ronaldo skilaði fyrir liðið.
Meðaljón úr Wigan, ónothæfur
vængmaður frá Frakklandi og
meiðslapési úr fallliði. Gífur-
leg einföldun á annars þremur
ágætum knattspyrnumönnum
sem sir Alex Ferguson hefur fengið til sín en að stórum hluta mjög satt og
eitthvað sem United-menn þurfa að horfa til.
Sir Alex horfir eflaust mikið til Waynes Rooney sem hefur síðustu
tímabil dregið sig aðeins í hlé og leyft Ronaldo að skína. Rooney gerir
nefnilega alltaf nákvæmlega það sem er liðinu fyrir bestu. Ef það er því
fyrir bestu að hann sýni hvers hann er megnugur gerir hann það í ár.
2
LykiLmaður
Wayne Rooney
FyLgist með
Michael Owen
komnir
n Antonio Valencia frá Wigan
fyrir 15 milljónir punda.
n Gabriel Obertan frá FC Bordeaux fyrir 4
milljónir punda.
n Michael Owen frá Newcastle
á frjálsri sölu.
Farnir
n Manucho til Espanyol
fyrir óuppgefna upphæð.
n Frazier Campbell til Sunderland
fyrir 3,5 miljónir punda.
n Lee Martin til Ipswich
fyrir óuppgefna upphæð.
n Rodrigo Possebon til Braga á láni.
n Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir
80 milljónir punda.
liverpool
Liverpool var ekki langt frá fyrsta Englandsmeistaratitilinum sínum í tut-
tugu ár á síðasta tímabili. Á Anfield hafa menn hins vegar ekki látið kné
fylgja kviði hvað varðar leikmannakaup til að komast yfir síðasta hjallann
og landa þessum fjárans titli eftir langa bið. Einu kaup liðsins eru mjög góð,
hægri bakvörðurinn Glen Johnson, en það er bara svo og svo mikið sem
bakvörður skilar af sér.
Í stað þess að kaupa frábæra leikmenn lét liðið frá sér einn sinn allra besta mann Xabi Alonso til Real Madrid
en fékk þó drjúgan skilding fyrir. Þegar þetta er skrifað er Liverpool komið í viðræður um kaup á Ítalanum Alberto
Aquilani frá Roma til að fylla skarð Spánverjans. Það eru aldrei jöfn skipti hvernig sem litið er á málin
Það er viss styrkur hjá Liverpool að liðið hafi breyst lítið en líka veikleiki. Það vantar fleiri stórlaxa á borð við Tor-
res og Gerrard. Þeir eru auðvitað ekkert minna en stórkostlegir en þeir tveir geta ekki borið heilt lið á herðunum í
öllum keppnum, yfir fimmtíu leiki á ári. manChester City
Auðvitað er hætt við að öll kaup
Manchester City springi í andlitið á því
og að liðið verði einfaldlega eitt mesta
flopp sögunnar. Það var það eiginlega í
fyrra. City er jú ekki einu sinni í Evrópu-
keppni í ár með menn innanborðs á borð
við Robinho, Gareth Barry, Tevez, Ade-
bayor og Santa Cruz. Á meðan er Fulham
með Tony Kallio og Simon Davies í Evr-
ópudeildinni.
Það verður þó bara að horfa á hvaða
menn liðið er komið með. Og það er ekki
eins og City hafi verið að byggja á ein-
hverjum skítagrunni. Fyrir var fjári gott
lið sem lék einfaldlega oft undir getu í
fyrra. En með kaupum sumarins er liðið
til alls líklegt þótt það sé eiginlega ekki
öfundsvert hlutverk Mark Hughes, stjóra liðsins, að púsla þessu saman.
Með komu Kolo Toure er liðið komið með prýðilega vörn. Það er með reynd-
an markvörð, sterka miðjumenn til varnar og sóknar og framlínu sem stærstu
lið í heimi myndu ekki slá hendinni á móti. Það er einfaldlega ætlast til þess að
Manchester City blandi sér í fjögur efstu sætin og DV trúir að svo verði.
arsenal
Það er nokkuð augljóst að ef Manchester
City ætlar sér fjórða sætið þarf eitt af þeim
fjóru stóru að víkja. DV spáir því að það
verði Arsenal. Lundúnaliðið sem getur
spilað svo fallegan fótbolta hefur einfald-
lega ekkert gert til þess að verja sæti sitt
sem hefur orðið tæpara og tæpara undan-
farin ár. Koma Andrei Arshavin í fyrra var
sem vítamínsprauta í liðið og á hann eftir
að reynast því drjúgur. Eins var framleng-
ing Robins van Persie á samningi sínum
eins og himnasending fyrir liðið.
En þegar horft er á kaup liðanna sem
ætla sér að vera í baráttunni í ár er Arsenal
klárlega að tapa. Aðeins einn leikmaður
hefur verið keyptur. Thomas Vermaelen
frá Ajax sem varla er ætlað það hlutverk að
leiða liðið til titils. Svo selur Arsenal Toure
og Adebayor til City. Það seldi þar einfald-
lega sæti sitt í meistaradeildinni.
5
LykiLmaður
Cesc Fabregas
FyLgist með
Andrei Arshavin
komnir
n Thomas Vermaelen frá Ajax
fyrir óuppgefna upphæð.
Farnir
n Kolo Toure til Man. City
fyrir 16 milljónir punda.
n Emmanuel Adebayor til Man. City fyrir
25 milljónir punda.
4
LykiLmaður
Robinho
FyLgist með
Carlos Tevez
komnir
n Gareth Barry frá Aston Villa
fyrir 12 milljónir punda.
n Roque Santa Cruz frá Blackburn fyrir 17
milljónir punda.
n Carlos Tevez frá Corinthians
fyrir 25 milljónir punda.
n Emmanuel Adebayor frá Arsenal fyrir 25
milljónir punda.
n Kolo Toure frá Arsenal
fyrir 16 milljónir punda.
n Joleon Lescott frá Everton
fyrir 22 milljónir punda.
n Stuart Taylor frá Aston Villa
fyrir óuppgefna upphæð.
Farnir
n Elano til Galatasaray fyrir 8 milljónir
punda
n Ched Evans til Sheffield United fyrir 3
milljónir punda.
n Felipe Caicedo til Sporting á láni
n Gelson Fernandes til St. Etienne fyrir
óuppgefna upphæð.
n Jo til Everton á láni.
n Daniel Sturridge til Chelsea
fyrir óuppgefna upphæð.
n Joe Hart til Birmingham á láni
n Darius Vassell til Ankaragucu
á frjálsri sölu.
n Sagt upp samningi við Danny Mills,
Michael Ball og Dietmar Hamann.
3
LykiLmenn
Steven Gerrard og Fernando Torres
FyLgist með
Ryan Babel
komnir
n Glen Johnson frá Portsmouth
fyrir óuppgefna upphæð.
n Alberto Aquilani frá Roma
fyrir óuppgefna upphæð.
Farnir
n Jermaine Pennant til
Real Zaragosa á frjálsri sölu.
n Sami Hyypia til Bayern Leverkusen á
frjálsri sölu.
n Sebastian Leto til PAOK
fyrir 1,3 milljónir punda.
n Xabi Alonso til Real Madrid
fyrir 30 milljónir punda.