Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 45
Aston VillA Kaup Aston Villa í sumar eru nokkur vonbrigði miðað við lið sem hefur bætt sig ár frá ári. Það lét frá sér á endanum sinn besta mann og fyrirliða Gareth Barry og á eftir að finna fyrir því svo sannarlega. Á móti eru aðeins keyptir Stewart Downing sem mun væntanlega verma tréverkið drjúgan hluta tímabilsins og ungur og óreyndur leik- maður frá Leeds, Fabian Delph. Martin O’Neill er að taka sér tíma í að byggja upp Villa-liðið og það mun bara halda áfram. Það er ekkert sem bendir til þess að Villa fari nokkuð ofar í ár. Það verður einfaldlega að kaupa sér sterkari leikmenn. Leikmenn sem skipta sköpum og geta breytt og eða unnið leiki. Ekki Stewart Downing. Í alvöru! 7 LykiLmaður Ashley Young FyLgist með Fabian Delph komnir n Stewart Downing frá Middlesbrough fyrir óuppgefna upphæð. n Fabian Delph frá Leeds fyrir ópuppgefna upphæð. Farnir n Gareth Barry til Manchester City fyrir 12 milljónir punda. n Zat Knight til Bolton fyrir óuppgefna upphæð. n Stuart Taylor til Manchester City fyrir óuppgefna upphæð. n Martin Laursen lagði skóna á hilluna. 7. ágúst 2009 föstudagur 45 chelsea aftur á toppinn EVErton Everton gengur alltaf bölvanlega að fá til sín góða menn þótt þeir detti nú stundum inn á síðustu metrunum eins og Marouani Fellani á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið ekkert fengið nema Jo aftur á láni sem stóð sig vel í fyrra. Everton fær þó til baka úr meiðslum hinn magnaða framherja Yakubu sem mun skipta sköpum fyrir liðið. Everton getur vel farið ofar en það er viss stöðnun í gangi hjá félaginu. Þessi samheldni hópur getur auðvitað líka virkað á góða vegu en hætt er við - eins og hjá fleiri liðum - að því vanti einfaldlega fleiri betri leikmenn til að komast ofar og það gengur illa að fá þá til liðsins. David Moyes er þó einn besti stjórinn í deildinni og kann svo sannarlega á þennan hóp sinn. Það brýst þó ekki inn í efstu fjögur sætin í ár. 6 LykiLmaður Mikel Arteta FyLgist með Dan Gosling komnir n Jo frá Man. City á láni. n Anton Peterlin frá Ventura County Fusion á frjálsri sölu. Farnir n Lars Jacobsen til Blackburn á frjálsri sölu. n Joleon Lescott til Manchester City fyrir 22 milljónir punda. n Sagt upp samningi við Nuno Valente og Andy Van der Meyde. tottEnhAm Tottenham er svo sannarlega til alls líklegt í ár með Harry Redknapp við stjórnvölinn. Í fyrra þegar hann tók við liðinu var það í ömurlegri stöðu við botn deildarinnar en á einhvern undraverðan hátt tókst honum næstum því að koma liðinu í Evrópudeildina. Hefði hann byrjað með liðið strax í ágúst á síðasta ári veit enginn hvað hefði gerst en sú er raunin núna. Tottenham er vel mannað lið og með stjóra eins og Redknapp eru því allir vegir færir. Það verður þó að vera mun stöðugra í sínum leik ætli það sér einhverja hluti. Það er ekki pláss lengur í ensku deildinni fyrir lið sem vinna ekki fleiri fleiri leiki í röð. 8 LykiLmaður Luka Modric FyLgist með Peter Crouch komnir n Peter Crouch frá Portsmouth fyrir 10 milljónir punda. n Kyle Walke og Kyle Naughton frá Sheffield United fyrir óuppgefna upphæð. Farnir n Didier Zokora til Sevilla fyrir óuppgefna upphæð. n Chris Gunter til Nottingham Forest fyrir 1,75 milljónir punda. n Sagt upp samningi við Gilberto og Ricardo Rocha. wEst hAm Prúðmennið Gianfranco Zola gerði góða hluti á sínu fyrsta tímabili með West Ham í fyrra. Hann hefur fengið til liðsins minna þekkta menn en Zola er vel innviklaður í boltann um allan heim og skal því enginn vanmeta þessa leikmenn þó nöfnin séu ekki þau stærstu. West Ham gæti meira að segja endað enn ofar en til þess vantar sterkari leikmenn. Í fyrra gerði liðið líka of mikið af því að taka rispur þar sem það fékk afar fá stig og skemmdi það fyrir Evrópudraumum liðsins á endanum. Stöðugleiki - eins og hjá grönnum þeirra í Tottenham - er það sem liðið vantar. 9 LykiLmaður Scott Parker FyLgist með Savio Nsereko FulhAm Fulham átti ótrúlegt tímabil í fyrra, skákaði mörgum stórliðunum og komst í Evrópudeildina með líklega slakasta mannskap sem sést hefur svo ofarlega í töflunni. Roy Hodgsons vann sannkallað kraftaverk með liðið í fyrra en það getur ekki endalaust haldið áfram. Hans stærstu kaup hingað til er miðvallarleikmaður frá Lilleström í Noregi en þessir Skandinavar sem hann hefur fjárfest í hafa meira og minna ekkert getað að undanskildum hinum risavaxna Brede Hangeland. Fulham þarf líka að fara fá fleiri stig á útivelli en það var afar sjaldséð í fyrra. 10 LykiLmaður Brede Hangeland FyLgist með Clint Dempsey

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.