Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Page 2
Óli og Dofri búa við gott atlæti í Hundastapa á Mýrum. Að sögn Agnesar Óskarsdóttur bónda eru þeir dekurdrengir og njóta þess munaðar að fá öl með matnum. Jarðýtustjóri keypti þús- und lítra fyrir bola. Ólafur Egilsson, afi Agnesar, segir að tíu lítrar öls hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar Óli og Dofri eiga í hlut. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni skulda enn símapeningana Yfirlit úr lánabók Kaupþings sýnir að stærsti hluti skulda Skipta, móðurfélags Símans sem er í eigu Exista, við bankann eru tilkomnar út af kaup- unum á Landsíma Íslands árið 2005. Bakkavararbræð- ur, sem eiga Exista, voru einnig stórir hluthafar í Kaupþingi. Skipti, móð- urfélag Símans, skuldaði Kaupþingi tæplega 297 milljónir evra, eða rúma 54 milljarða króna á núverandi gengi, samkvæmt yfirlitinu upp úr lánabók Kaupþings sem birt var á vefsíðunni Wikileaks nýver- ið. Nýja Kaupþing og aðrir kröfuhafar Exista vilja taka félagið yfir og stjórna því sjálfir. Kaupverð Símans virðist hafa verið tekið að láni að mestu frá banka sem nú er kominn undir íslenska ríkið. Síminn gæti því farið aftur yfir til ríkisins að hluta í gegnum Nýja Kaupþing rauðvín þingmanns Veislugestir í kvöldverðarboði MP banka segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið hélt þrumuræðu um Icesave- málið í ræðustóli Alþing- is. Myndband af undarleg- um tilsvörum og einbeitingarskorti Sigmundar á þinginu hefur farið sem eldur um sinu á netinu. Sjálfur sagði Sigmundur í samtali við Ríkisútvarp- ið að hann hefði ekki drukkið áfengi. „Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi og alþingismönnum og mér fannst ástand þingmannsins vera allt að því óviðeigandi. Veislan var vegleg og það var boðið upp á hvítvín, rauð- vín og bjór. Ég veitti því eftirtekt að þingmaðurinn hellti í sig rauðvíni,“ segir veislugestur sem að sinni vill ekki láta nafns síns getið. fjárvana rannsakendur Þeir sem hafa gerst sekir um efna- hagsbrot gætu fengið mildari dóma vegna þess að rannsókn á málum þeirra tefst. Ástæðan er fjárskortur. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra kvarta und- an manneklu. Skattrannsóknarstjóri og saksóknari efnahagsbrotadeildar myndu vilja tvöfalda starfsmanna- fjölda sinn til að geta komist yfir þau mál sem þau hafa til rannsóknar. „Ég vonast þó til að fá meira fjármagn því það hefur aldrei verið jafnmikið að gera eins og núna.“ segir Brynd- ís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri. Helgi Már Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrotadeildar, tekur svipaða afstöðu. „Hjá embættinu starfa nú 12 starfsmenn. Ég myndi vilja vera með svona 30 starfs- menn.“ 2 3 1 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is miðvikudagur og fimmtudagur 26.–27. ágúst 2009 dagblaðið vísir 118 tbl. 99. árg. – verð kr. 347 fréttir ÓÖkufÆr fréttir 450% magnús og stEini í kÓk fyrir dÓm SOPHIA ÁKÆRÐ FYRIR FJÁRSVIK fÓlk stJÓrar hJá EimskiP VEISLUGESTIR UNDRANDI Á SIGMUNDI ERNI: „VAR AÐ HELLA Í SIG VÍNI“ BakkaBrÆður skulda EnnÞá fyrir símann „símaPEningarnir“ Eru skuld í kauPÞingi fá PungaPrÓf ÞJÓðnýting Blasir við gEysi grEEn Kron Kronkron Ný lína í næstu viku „Í næstu viku kemur þriðja línan frá okkur,“ segir Hugrún Dögg Árnadóttir, annar hönnuður skólínunnar Kron by Kronkron sem hefur verið að gera það gott hér heima sem og erlendis. „Ég hanna línuna ásamt Magna Þorsteinssyni. Hún er seld bæði í Kron og Kronkron á Laugavegi 48 og 63 og svo líka í verslunum erlendis.“ Fyrsta línan frá þeim Hugrúnu og Magna leit dagsins ljós í október í fyrra en síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Það eru komnir tíu mánuðir síðan og við erum með verslanir í Skand- inavíu, víðar í Evrópu og í Asíu,“ bætir Hugrún við en þau senda frá sér tvær skólínur á ári hverju. „Við erum nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem við vorum að kynna 2010 línuna og erum á leiðinni til Parísar,“ segir Hugrún að lok- um en hægt er að skoða skóna á kronbykronkron.com. asgeir@dv.is m yn d s ig tr yg g u r a ri j ó h a n n ss o n Skór og fylgihlutir sérBlað fréttir fréttir nsigmundur Ernir var í kvÖldvErði mP Banka ntÓk síðar Þátt í umrÆðum um iCEsavE á Þingi nsEgist sJálfur EkkErt hafa drukkið nframkoma hans á alÞingi vErður rÆdd 2 þriðjudagur 25. ágúst 2009 fréttir „Mér er ekki heimilt að tjá mig um stöðu þessa máls,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri þegar hún er spurð að því hvernig rannsókn embættisins gangi í máli FL Group. Rannsókn stendur enn yfir hjá embætti skattrannsóknarstjóra vegna rökstudds gruns um að skattalagabrot hafi verið framin hjá FL Group. Emb- ættið framkvæmdi húsleit í höfuð- stöðvum fyrirtækisins sem nú heitir Stoðir í nóvember 2008. Var þar lagt hald á bókhaldsgögn frá árunum 2005 til 2007. Skoða umfjöllun fjölmiðla „Við höfum verið að skoða ýmis ann- ars konar mál meðal annars frétt- ir sem hafa birst í fjölmiðlum, þar á meðal umfjöllun DV,“ segir Bryndís. Undanfarið ár hafi verið að koma til þeirra mál sem hafi verið annars eðl- is, þá helst mál tengd fjármálageir- anum. Hún segir að verkefnum hjá embætti skattrannsóknarstjóra megi skipta í þrennt. „Við fáum send mál frá skattstjóra ef grunur er um refsi- verð brot. Sömuleiðis fáum við send mál frá efnahagsbrotadeid ríkislög- reglustjóra ef grunur kemur upp um skattsvik. Síðan tökum við upp mál að eigin frumkvæði ef við sjáum ástæðu til,“ segir Bryndís. Að hennar sögn hefur embætti skattrannsóknarstjóra ekki fengið aukið fjármagn þrátt fyrir að málum embættisins hafi fjölgað mikið eft- ir bankahrunið síðasta haust. „Við stöndum frammi fyrir því að það voru skertar fjárheimildir fyrir þetta ár sem nú er að líða. Það er staðan. Ég von- ast þó til að fá meira fjármagn því það hefur aldrei verið jafnmik- ið að gera eins og núna. Ef vel ætti að vera þyrfti að fjölga starfsfólki um helming og á það sérstaklega við núna vegna brota í tengslum við bankahrunið,“ segir Bryndís. Mannekla hjá efnahagsbrotadeild „Þetta hefur sinn gang. Málinu miðar en starfs- menn hafa verið í sum- arfríum hér eins og annars staðar,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brotadeild- ar ríkislög- reglustjóra, aðspurð- ur hvern- ig rannsókn embættisins á málefnum FL Group miði. Emb- ættið glími líkt og aðrir við fjárskort og niður- skurð. Efna- hagsbrota- deild ríkis- lögreglustjóra hóf rannsókn í sumar á því hvort brot hafi verið framin hjá FL Group í tengslum við viðskipti á danska flugfélaginu Sterling. Eins og þekkt er seldu félögin Fons og FL Group flugfélagið á milli sín nokkrum sinn- um. Gerði efnahags- brotadeildin húsleit á heimilum Hannesar Smárasonar, fyrrver- andi forstjóra FL Group, á Fjölnisvegi 9 og 11 í sumar. Auk þess gerði efnahagsbrotadeildin húsleit hjá lögmannsstof- unni Logos á sama tíma en Gunnar Sturlu- son, lögmaður og einn stjórn- enda Logos, sat í framkvæmda- stjórn tveggja fé- laga Hannes- ar Smárasonar þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. „Starfsfólki hjá okkur hef- ur frá ára- mótum verið fækkað um þrjár stöður. Hjá embætt- inu starfa nú 12 starfs- menn. Ég myndi vilja vera með svona 30 starfs- menn. Verk- efnum hjá okk- ur hef- ur fjölgað um svona 40 prósent á undanförnum mánuðum í málum sem bíða rann- sóknar. Ég þyrfti að vera með tvöfalt fleiri starfsmenn til að anna verkefn- um okkar. Við munum ekki eiga auð- velt með það á næstunni að standa undir þeim kröfum sem mannrétt- indasáttmálar og stjórnarskrá gera um málshraða og annað slíkt. Það er alveg á hreinu, því miður,“ segir Helgi Magnús. Horfa í hvern eyri „Ríkisstjórnin hefur ítrekað aukið fjár- framlög til rannsóknar á bankahrun- inu. Þá hafa aðgerðir á vegum skatta- yfirvalda verðið efldar, meðal annars með frumvarpi um heimild til skatt- rannsóknarstjóra til að kyrrsetja eign- ir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra aðspurður hvort ekki þurfi að auka fjárframlög til emb- ættis skattrannsóknarstjóra og efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Staða ríkisfjármálanna sé þó þannig að horfa þurfi í hvern eyri sem fari úr ríkissjóði. „Rannsókn bankahrunsins er þó eitt af forgangsverkefnum ríkis- stjórnarinnar og því munum við veita allt það fé sem við treystum okkur til í það verkefni,“ segir Steingrímur. Að hans mati er mikilvægt að mál af þessu tagi gangi eins hratt og kostur er. „Það ber þó að hafa í huga að um flókin mál er að ræða sem þarf tíma til að rannsaka. Ef hægt er að hraða og bæta rannsókn þessara mála með einhverjum hætti mun ríkisstjórnin styðja við það eftir bestu getu,“ segir Steingrímur. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er einnig kveðið á um afdráttar- lausar rannsóknir á efnahagsbrotum: „Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja öfl- uga og skilvirka efnahagsbrotarann- sókn og að bæði henni og niðurstöð- um rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verði fylgt eftir af fullum heilindum.“ Töf mildar dóma Á síðustu árum hefur það nokkuð oft komið upp að sakborningar hafa hlot- ið mildari dóma vegna þess að mál hafa tafist við rannsókn. Í umfjöllun Kastljóss sem fór fram í október 2008 stuttu eftir bankahrunið kom fram að á fimm ára tímabili frá 2002 til 2007 hafi efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra gefið út 167 ákærur. Samkvæmt athugun Kastljóss gerðu dómstól- ar athugasemdir við 19 þessara mála vegna tafa sem höfðu orðið á rann- sókn efnahagsbrotadeildar. Töfin hafi haft þau áhrif að sakborningar sem hefðu fengið fangelsisdóma sluppu eða dómar yfir þeim voru mildaðir. Bryndis Kristjánsdóttir Helgi Magnús Gunnarsson FJÁRSKORTUR TEFUR RANNSÓKN „Við höfum verið að skoða ýmis annars konar mál meðal annars fréttir sem hafa birst í fjölmiðlum, þar á meðal umfjöllun DV.“ annaS SiGMundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Skoðar umfjöllun fjölmiðla Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að embættið sé meðal annars að skoða mál sem fjölmiðlar hafa upplýst um. Mynd Heiða HelGadóTTir Fjárskortur Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, myndi vilja fjölga starfsmönnum um meira en helming til að geta staðið undir kröfum um málshraða. Mynd róBerT reyniSSon rannsókn tefst Húsleit hefur verið gerð heima hjá Hann- esi Smárasyni vegna gruns um skattalaga- brot. Rannsóknin tefst þó vegna fjárskorts rannsóknaraðila og gæti það leitt til mildari dóms en ella ef til kemur. 2 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fréttir Barði mann með glerflösku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 26 ára karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja annan mann í höf- uðið með glerflösku. Fórnar- lamb árásarinnar hlaut þriggja sentimetra skurð á höfði við höggið. Árásin átti sér stað að morgni laugardagsins 9. júlí á síðasta ári á gatnamótum Njálsgötu og Vitastígs. Árásarmaðurinn játaði brot sitt skýlaust og var það virt hon- um til málsbóta. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. 90 milljónir í tannlæknanema Menntamálaráðuneytið greiðir 2,65 milljónir til Háskóla Íslands á næsta skólaári vegna hvers virks nemanda sem þar lærir tannlæknisfræði. Sjö nemendur fara áfram á ári hverju eftir samkeppnispróf í fyrsta bekk. Námið er alls sex ár og má því reikna með að kostnaður ráðuneytisins við tannlæknanema á komandi skólaári verði tæpar 93 milljónir króna. Virkur nemandi er skilgreind- ur sem nemandi er lokið hefur 60 ects einingum, sem samsvarar einu námsári. Vilborg Loftsdóttir, rekstrar- stjóri heilbrigðisvísindasviðs HÍ, segir mikinn kostnað við hvern tannlæknanema helgast af því að nemendurnir eru mjög fáir, fyrir hvern þeirra þarf dýr tæki og bún- að og stór þáttur námsins er verk- legur. Þannig er hluti námsins tannlæknaþjónusta fyrir almenn- ing sem lengra komnir nemend- ur sinna á niðursettu verði í húsa- kynnum skólans. Tannlæknisfræði er aðeins kennd við HÍ en greiðslur mennta- málaráðuneytis fara til þess skóla sem nemandi stundar nám í. Menntamálaráðuneytið leggur árlega til fjármagn með hverjum háskólanema. Upphæðin fer eft- ir fjölda nemenda og hvaða náms- grein þeir stunda. Samkvæmt fjárlögum ársins sem nú er að líða var einnig greitt mest fyrir tannlæknanema, eða 2,4 millj- ónir á hvern þeirra. Röð námsgreina eftir kostnaði var þá einnig sú sama og nú. erla@dv.is Félags- og mannvísindi Tölvufræði og stærð- fræði Kennaranám og upp- eldisfræði, starfsnám Hjúkrun- arfræði og sjúkra- þjálfun Verk-, tækni- , efnafræði, arkitektúr, lyfjafræði Læknis- fræði Tann- læknis- fræði Kostnaður á nemanda eftir námsgreinum 501 793 846 891 1.139 1.588 2.650 Framlag ráðuneytis til háskóla á hvern virkan nemanda í þúsundum króna í fjárlögum 2009 kaupþing lánaði fyrir símanum Skipti, móðurfélag Símans, skuldaði Kaupþingi tæplega 297 milljónir evra, eða rúma 54 milljarða króna á núver- andi gengi, samkvæmt yfirlitinu upp úr lánabók Kaupþings sem birt var á vefsíðunni Wikileaks nýverið. Í yf- irlitinu kemur fram að skuldin sé að stærstu leyti tilkomin vegna kaupa Skipta á Landssíma Íslands árið 2005 en Skipti keypti Símann á 66,7 millj- arða króna. Skuldin færðist yfir í Nýja Kaupþing með öllum íslenskum lán- um eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir í október. Skipti er að öllu leyti í eigu eign- arhaldsfélagsins Exista, sem aftur er eign Bakkavararbræðra, Lýðs og Ág- ústs Guðmundssona. Exista berst nú fyrir lífi sínu en Lýður Guðmunds- son hefur sagt í bréfi til skilanefnd- ar Landsbankans, sem greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í mánuðin- um, að skilanefndir Glitnis og Kaup- þings vilji keyra félagið í þrot og taka það yfir. Stærstu kröfuhafar félagsins eru sem áður segir Nýja Kaupþing og skilanefndir Glitnis og gamla Lands- bankans. Talið er að endurheimtur kröfuhafa upp í skuldir Exista verði á bilinu 1 til 7 prósent. exista stór hluthafi í Kaupþingi Kaup Skipta á Landssímanum á sín- um tíma virðast því hafa verið fjár- mögnuð að mestu leyti með láni frá Kaupþingi sem er útistandandi hjá félaginu og sem leitt hefur til þess að bankinn vill taka félagið yfir ásamt skilanefndum Glitnis og Landsbank- ans. Því virðist vera komið að endan- legum skuldadögum Skipta, og þar af leiðandi Existu, vegna kaupanna á Landsímanum jafnvel þó að félag- ið hafi greitt ríkissjóði kaupverðið að fullu í september 2005. Kaupverðið virðist hins vegar hafa verið tekið að láni að mestu frá banka sem nú er kominn undir íslenska ríkið. Síminn gæti því farið aftur yfir til ríkisins að hluta í gegnum Nýja Kaupþing. Einkavæðing Landsímans er oft tekin sem dæmi um vel heppnaða einkavæðingu og hefur hún verið til- tölulega óumdeild, sérstaklega í sam- anburði við einkavæðingu annarra ríkisfyrirtækja eins og Landsbank- ans, Búnaðarbankans og Íslenskra aðalverktaka. Fjármögnun kaupanna á Símanum virðist hins vegar hafa verið afar skuldsett líkt og gögnin úr Kaupþingi sýna fram á. Kaupþing lánaði sjálfu sér og stærsta hluthafanum Þegar Skipti keypti Símann var Ex- ista stærsti hluthafinn í Skiptum, með um 45 prósent eignarhluta. Ex- ista var jafnframt stór hluthafi í Kaup- þingi. Aðrir hluthafar í Skiptum voru svo Kaupþing, með um 30 prósent eignarhluta, og Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Gildi með 8,5 pró- sent hluta. Fjórir aðrir hluthafar áttu svo um og yfir 2 prósent hver. Lánið frá Skiptum til að kaupa Símann var því að 75 prósent leyti lán til bankans sjálfs og til stórs hluthafa í bankan- um. Exista tók allt félagið svo yfir sum- Hvað er exista? Exista er eignarhaldsfélag sem á og rekur meðal annars Vátryggingafélag Íslands (VÍS), Líftryggingafélag Íslands (Lífís) og eignaleigufyrirtækið Lýsingu. Félagið á jafnframt móðurfélag Símans, Skipti ehf., en Síminn var keyptur af íslenska ríkinu árið 2005. Exista var jafnframt stærsti hluthafinn í Kaupþingi áður en bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu í október í fyrra. Exista skaust fyrst fram á sjónar- sviðið þegar Skipti keypti Símann og var leiðandi fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir bankahrunið. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, oft kenndir við Bakkavör, eru stærstu hluthafar þess. Exista hét áður Meiður ehf. sem var skilgreint sem fjárfestingafélag sem meðal annars sérhæfði sig í verðbréfaviðskiptum. Meiður breytti um nafn sumarið 2005, um það leyti sem salan á Símanum stóð fyrir dyrum, og hét eftir það Exista. Bakka- vararbræður höfðu keypt sig inn í Meið í árslok 2002 en Kaupþing hafði átt nærri helmingshlut í félaginu þegar þetta gerðist. Við kaup Bakkavararbræðra á hlutnum í Meiði fór eignarhlutur Kaupþings í félaginu niður í 18 prósent. Tengsl Kaupþings og Bakkavararbræða og Meiðs og Exista ná því nokkuð langt aftur í tímann. Hluthafar skipta 2005: Exista 45% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25% Gildi - lífeyrissjóður 8,25% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% Samvinnlífeyrissjóðurinn 2,25% MP Fjárfestingarbanki hf. 2% Imis ehf. 2% Hluthafar skipta 2009: Exista 100% ingi f. vilHjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is arið 2008 þegar hinir hluthafarnir í Skiptum voru keyptir út og varð í kjöl- farið eini hluthafi þess. Skuldbind- ingar Skipta færðust því alfarið yfir á herðar Exista við þennan gerning. Engar upplýsingar frá Kaupþingi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, neitar aðspurður að svara þeirri spurningu hvernig Skipt- um gangi að standa í skilum með af- borganir af láninu. Hann neitar sömu- leiðis að svara þeirri spurningu hvort bankinn hyggist taka Exista yfir út af skuldastöðu félagsins. „Ég hef ekkert um þetta að segja. Ekkert um þetta að segja,“ segir Finnur um málið. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings, vildi heldur ekki tjá sig um málið aðspurð. Hún segist ekki geta tjáð sig um mál- efni einstakra viðskiptavina. Hvað sem líður svörum talsmanna bankans er alveg ljóst að skuldastaða Exista er það slæm að félagið getur vart varist gjaldþroti og kröfuhafar þess virðast ætla að ná eignum félagsins til sín. „Svona var Ísland“ Innanbúðarmaður úr íslenska banka- kerfinu, sem vill ekki láta nafns síns getið, sem þekkir vel til Exista seg- ir að það þurfi ekki að koma mikið á óvart að kaup Skipta á Símanum hafi verið fjármögnuð að stóru leyti með láni frá Kaupþingi. „Ég meina, svona var Ísland. Það var ekki þannig að menn væru oft að fjármagna kaup sín með miklu eigin fé, það var bara að sáralitlu leyti sem það var gert,“ segir bankamaðurinn. Hann segir að Exista og dóttur- félög þess séu svo skuldsett að ekki megi búast við því að neinn arð- ur verði af rekstri félagsins á næstu árum. „Ekki nóg með að Exista sé kengskuldsett heldur eru dótturfé- lög þess líka skuldsett. Það er ekkert að fara upp í skuldir Exista á næst- unnni því dótturfélögin eiga nóg með að borga af skuldum sínum. Eigend- ur Exista munu því ekki fá neinn arð af félaginu á næstunni,“ segir banka- maðurinn en stjórnendur Exista hafa lagt það til við kröfuhafa bankans að dótturfélög Exista greiði móðurfé- laginu arð og að rekstrarkostnaður félagsins verði einn milljarður króna á ári. Kröfuhafar félagsins hafa lagst gegn þessum tillögum. Aðalfundur Exista verður haldinn í dag og verður ársreikningur félags- ins meðal annars lagður þar fram auk þess sem tekin verður ákvörðun um greiðslu arðs til eigenda félagsins. fréttir 26. ágúst 2009 miðvikudagur 3 Hafnaði skólastjórastöðunni „Þetta er fyrst og fremst út af að- stæðum sem komu upp í fjölskyld- unni,“ segir Friðþjófur Helgi Karls- son um ástæður þess að hann hefur hafnað stöðu skólastjóra grunn- skólans á Hvolsvelli. Gert var ráð fyrir að hann myndi hefja störf nú í septemberbyrjun en skólasetning Hvolsskóla var í gær. Friðþjófur hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra Hjallaskóla í Kópavogi og gerir það áfram. „Ég var ekki búinn að gefa það algjör- lega frá mér,“ segir hann. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir það vissulega vonbrigði að Friðþjófur taki ekki við. „Jú, þetta er auðvitað leiðinlegt.“ Enn er óvíst hver verður ráðinn í hans stað. „Við eigum fjöl- marga leiki uppi í erminni,“ segir hann en vill ekki skýra það nánar að svo stöddu. Spurður hvort ekki sé eðlilegast að halda áfram viðræðum við Hall- dóru K. Magnúsdóttur, aðstoðar- skólastjóra Hvolsskóla, segir Elvar: „Þeim viðræðum var slitið form- lega. Það yrði þá að taka þær upp að nýju og við höfum ekki tekið um það ákvörðun enn að gera það,“ segir hann. Áður en ákveðið var að ráða Frið- þjóf fékk sveitarstjórnin matsmenn til að meta hæfi umsækjenda. Frið- þjófur og Halldóra voru þar met- in „vel hæf“ en Halldóra þó hæf- ari. Halldóra setti upphaflega þau skilyrði fyrir ráðningu sinni að eig- inmaður hennar, Unnar Þór Böðv- arsson, fráfarandi skólastjóri, yrði ráðinn í hálfa stjórnunarstöðu við skólann. Hluti sveitarstjórnar lagð- ist á móti þessu og féll Halldóra því frá kröfunni áður en til ráðningar kom. Friðþjófur var síðan ráðinn í síðustu viku eins og DV greindi frá. Elvar segir skólastarfið í ör- uggum höndum núverandi starfs- manna þrátt fyrir að enginn skólastjóri hafi verið ráðinn fyrir veturinn. Hann vonast til að málið skýrist frekar í vikunni. Aðrir umsækjendur um starf skólastjóra voru Eyjólfur R. Braga- son, verkefnisstjóri hjá Grindar- víkurbæ, og Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, starfsmaður Náms- matsstofnunar. Halldóra vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af henni í gær. erla@dv.is Skólinn hafinn Óvíst er hvort gengið verður aftur til viðræðna við Halldóru K. Magnúsdóttur, aðstoðarskólastjóra Hvolsskóla. Hass og gras í Grafarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á eitt og hálft kíló af hassi, ríflega 600 grömm af marijúana og kókaín í neysluskömmtum í íbúð í Grafarholti. Tveir menn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undan- gengnum dómsúrskurði. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkni- efna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. Lögin um ráðstöfun þess fjár sem fékkst við sölu Landsíma Ís- lands árið 2005 voru numin úr gildi í desember árið 2008, í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Ástæðan var sú að ríkisstjórnin vildi ekki vera bundin af lögunum heldur að hún gæti ráðstafað peningunum í fjár- lögum ár frá ári. Samkvæmt frum- varpinu átti að verja 43 milljörðum af þeim 67 sem fengust fyrir Land- símann í alls kyns framkvæmdir fram til ársins 2012. Meðal annars átti að verja 15 milljörðum króna í vegaframkvæmdir og 18 milljörð- um í uppbyggingu Landspítala-há- skólasjúkrahúss. Lægri upphæðir áttu svo að renna til ýmissa verk- efna eins og bættra búsetuskilyrða og fjarskipta á landsbyggðinni sem og í úrræði fyrir geðfatlaða. Búið var að verja fjármununum í einhver þeirra verkefna sem rætt var um í lögunum þó svo að það hafi ekki átt við um þau stærstu: uppbyggingu Landspítalans og byggingu Sunda- brautar fyrir 8 milljarða króna. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæm- lega hversu miklu af Landsímapen- ingunum hefur verið eytt í fram- kvæmdirnar en það liggur ljóst fyrir að ríkissjóður á enn eftir einhverja tugi milljarða af þeim 43 sem nota átti, auk þess sem milljarðarnir 23 sem af gengu eru í varasjóði ríkisins í Seðlabanka Íslands. „Ég meina, svona var Ísland. Það var ekki þannig að menn væru oft að fjármagna kaup sín með miklu eigin fé, það var bara að sáralitlu leyti sem það var gert.“ SÍmapEningarnir áttu mEðal annarS að fara Í: Vegaframkvæmdir fyrir 15 milljarða. Meðal annars byggingu Sundabrautar fyrir 8 milljarða, Norðausturvegur 1,5 milljarðar og Suðurstrandarvegur 400 milljónir. Uppbygging Landspítala-háskólasjúkrahúss fyrir 18 milljarða króna. Kaup á varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna fyrir 2 milljarða. 2,5 milljarðar til bættrar fjarskiptaþjónustu, meðal annars á landsbyggðinni. 1 milljarður í nýbyggingu fyrir Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun. * 43 milljarðar af 67 löGin um símapeninGana afnumin í desember Skulda ennþá fyrir Símann Skipti, móðurfélag Símans sem er í eigu Exista, skuldar Nýja Kaupþingi rúma 54 milljarða króna á núverandi gengi og gæti félagið verið yfirtekið af bankanum vegna þessa. Aðalfundur Exista verður haldinn í dag. Exista í kröppum dansi Svo gæti farið að eignarhaldsfélagið Exista verði yfirtekið af kröfuhöfum þess en félagið er „kengskuldsett“, meðal annars út af kaupunum á Landsíma Íslands árið 2005. Myndin sýnir eigendur og stjórnendur Exista á aðalfundi félagsins árið 2007. Frá vinstri Lýður Guðmundsson, Sigurður Valtýsson, Erlendur Hjaltason og Ágúst Guðmundsson. 2 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir Sumir bolar eru heppnari en aðrir eins og nokkrir hafa fengið að reyna á Hundastapa, bóndabýli vestur á Mýrum. Þar hafa fjórir tuddar orð- ið þeirra ánægju aðnjótandi að fá að bergja á bjór, eða léttbjór, sem kálfar eru yfirleitt ekki aldir á. Á Hundastapa býr Ólafur Egilsson, fyrrverandi bóndi, sem sest hefur í helgan stein í fullvissu þess að Agn- es Óskarsdóttir, barnabarn hans, og maður hennar Halldór Gunn- laugsson haldi merki fjölskyldunn- ar á lofti. Boli fyrir greiðann Lán fyrsta bolans mátti rekja til greiða manns nokkurs sem lán- aði bóndanum í Hundastapa jarð- ýtu. Sem laun fyrir greiðann fékk hann eitt stykki tudda. Jarðýtu- eigandinn hafði heyrt af japanskri eldisaðferð bolakálfa sem innihélt meðal annars bjórgjöf. Hann við- hafði því engar vífillengjur og varð sér úti um eitt þúsund lítra af Vik- ing-öli. „Ég veit ekki hvort um var að ræða áfengt öl, en það bragðaðist eins og bjór,“ sagði Ólafur Egilsson í viðtali við DV. Hann sagði að bol- akálfurinn hafi verið miklu hrifn- ari af ölinu en öðru fljótandi fæði. „Hann svolgraði þetta í sig og tíu til fimmtán lítrar hrukku skammt í hvert mál. Hvort hann varð hífað- ur eða góðglaður get ég ekki sagt til um, en hann hallaði í það minnsta ekkert að ráði,“ bætti hann við. Ánægður með árangurinn Að þúsund lítrum loknum fékk áðurnefndur jarðýtueigandi tudd- ann og segir hvorki meira af hon- um né bjórneyslu hans. Ólafur Eg- ilsson segist ekki hafa fengið að reyna afrakstur bjórgjafarinnar, en í ljósi þess að jarðýtueigandinn leitaði á ný til ábúenda Hunda- stapa og svermdi fyrir öðru nauti má leiða líkur að því að árangur- inn hafi verið viðunandi. Jarðýtueigandinn fór ekki bón- leiður til búðar og enn einn tudd- inn datt í lukkupottinn, ef þannig má að orði komast. Sá fékk engu minni ást á ölinu og enn eina ferð- ina hurfu eitt þúsund lítrar af öli líkt og dögg fyrir sólu. Bíða eftir bjórnum Hinir tveir fyrstu bjórþyrstu bolar féllu í valinn eftir síðustu áramót, en ljóst að útkoman er metin góð því nú þegar eru tvö naut á þessari óvenjulegu næringu í Hundastapa. Að sögn Agnesar Óskarsdóttur eru þeir bornir í ársbyrjun 2008 og telj- ast því vetrungar og hálfu ári bet- ur. „Þetta eru bara venjuleg íslensk naut og heita Óli og Dofri,“ sagði Agnes bóndi í viðtali við DV. Agnes segir þá Óla og Dofra al- veg brjálaða í ölið. „Ef þeim fer að leiðast biðin baula þeir þar til við komum færandi hendi, og þeir eru ekki leiðinlegir í öli,“ segir Agnes sem hefur ekki áhyggjur þó börn- in hennar séu að sniglast í kring- um bolana þegar þeir hafa lokið drykkju. „Það verður tómlegt þegar þeir fara, þessir dekurdrengir,“ sagði Agnes að lokum. „Hvort hann varð hífaður eða góðglaður get ég ekki sagt til um, en hann hallaði í það minnsta ekkert að ráði.“ KolBEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Bolinn Óli sötrar öl Tíu lítrar hrökkva skammt þegar Óli á í hlut. mynDir hAllDÓr gunnlAugsson Dofri drekkur úr dós Agnes bóndi gefur Dofra bjór, en tíu til fimmtán lítrar fara í hvert mál. Óli virðist óþolinmóður Óla og Dofra hugnast ekki að bíða of lengi eftir ölinu. BRJÁLAÐIR Í ÖLIÐ GenGisfall í ÁGÚsT Allar pizzur á matseðli 1.500 kr miðað við sóttar pizzur 568-6868

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.