Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir
Borghildur Guðmundsdóttir á tvo
syni, Brian sem er níu ára og Andy
fjögurra ára, með bandarískum
manni, Richard Colby Busching. Þau
bjuggu saman í Bandaríkjunum og
voru skilin að borði og sæng þegar
hún í janúar 2008 fór með drengina til
Íslands. Eftir átján mánaða lögfræði-
baráttu komst Hæstiréttur að þeirri
niðurstöðu að hún skyldi fara aftur til
Bandaríkjanna með drengina.
Borghildur, eða Bogga eins og hún
er kölluð, og drengirnir kvöddu Ís-
land 15. ágúst. Í síðustu viku mætti
hún fyrir rétt í Kentucky-ríki í Banda-
ríkjunum þar sem kröfu Colbys um
forræði til bráðabirgða yfir drengjun-
um var hafnað. Borghildur hefur for-
sjá drengjanna þar til réttað verður í
hinu eiginlega forsjármáli 15. októ-
ber.
Varnarlaus í Bandaríkjunum
Bogga segist vera með mikla heimþrá
og finnur mikið fyrir varnarleysi vest-
an hafs.
„Það voru mjög blendnar tilfinn-
ingar að koma aftur til Kentucky.
Mér þótti vænt um allar móttökurn-
ar frá vinum mínum sem voru yndis-
legar. En heimþráin situr í mér. Þetta
er allt svo öðruvísi enda líka allt aðr-
ar aðstæður. Hérna finn ég svo mikið
hvað ég er varnarlaus. Ég er bara út-
lendingur númer ??? sem hefur eng-
an rétt. Svo held ég bara í vonina um
að verða ekki lasin og þurfa á læknis-
hjálp að halda því ég gæti ekki borg-
að fyrir það. Ég er sjúkratryggingalaus
hérna en sem betur fer eru strákarn-
ir tryggðir. Það er fyrir mestu,“ segir
Bogga.
Útlitið svart
Þegar mál hennar stóð sem hæst hér á
Íslandi fyrir stuttu var sett af stað söfn-
un og stofnuð Facebook-síða henni
til stuðnings. Í söfnuninni safnaðist fé
sem Bogga lifir á en núna eru pening-
arnir af skornum skammti enda lög-
fræðikostnaður mikill í Bandaríkjun-
um. Bogga veit hreinlega ekki hvernig
hún mun lifa af fram í október.
„Ég held í vonina að mér verði
veitt aðstoð heima. Ég get bara vonað
að fólk geti séð af nokkrum krónum
og lagt okkur lið. Það hljómar kannski
skringilega en ég bara get ekki gefist
upp þó útlitið sé svart fjárhagslega.
Vinir mínir heima eru að finna leiðir
til að safna peningum fyrir okkur og
sú tilhugsun gefur mér styrk.
Frá því við komum hingað til Ken-
tucky hefur þetta kostað um eina og
hálfa milljón og á eftir að kosta alla-
vega annað eins ef ekki meira. Það
safnaðist fyrir startkostnaðinum til
dagsins í dag en svo eru málin aftur
farin að vandast. Ég hef reynt að taka
lán í þeim bönkum sem ég er í við-
skiptum við en þar eru læstar dyr eins
og hjá flestum eflaust á Íslandi. Fyrstu
spurningarnar hjá bönkunum eru
oftast hvernig og hvenær ætlarðu að
borga og hvenær kemur þú heim?“
Getur sjálfum sér um kennt
Þó að réttað verði í máli Boggu í októ-
ber eru líkur á að deilan geti dreg-
ist mun lengur, jafnvel í nokkur ár.
Bogga er með landvistarleyfi sem
gildir í tvö ár en má bara vera í land-
inu í sex mánuði í einu. Eftir sex mán-
uði þarf hún að koma aftur til Íslands
og vera hér í sex mánuði áður en hún
fær að fara aftur út. Á meðan forræð-
ismálið er í gangi er henni óheimilt að
fara með drengina sína úr Kentucky-
ríki og því mættu drengirnir ekki fara
með henni til Íslands.
Bogga og Colby deila forræðinu
en Bogga hefur ekkert samband við
hann nema í gegnum lögfræðinga.
Colby hefur hitt strákana sína einu
sinni í tvo og hálfan sólarhring síðan
þeir komu til Bandaríkjanna og hefur
ekki áætlað að hitta þá aftur fyrr en í
október. Bogga vill endilega að strák-
arnir hitti föður sinn.
„Ég stend ekki í vegi fyrir því að
þeir hittist, mæli frekar með því til
að byggja upp allavega einhver sam-
bönd þeirra á milli. Pabbinn þarf
bara að sækjast eftir því. Ég hef alltaf
haldið því opnu að strákarnir væru í
sambandi við pabba sinn. Þegar ég
var á Íslandi bauð ég honum að koma
og hitta strákana og hann hefði getað
umgengist þá þegar hann gat. Hann
gat verið í internet- og símasambandi
en nýtti sér það aldrei. Hann hringdi
í þá nokkrum sinnum rétt eftir að við
komum en síðan ekki meir. Ef hann
hefði haldið sambandi við yngri
strákinn væri hann ekki ókunnugur
pabba sínum. Mér finnst hann geta
sjálfum sér um kennt.“
„Mamma þú fannst mig“
Bogga segir strákana tvo hafa verið
stressaða þegar þeir hittu pabba sinn
í fyrsta sinn eftir þennan langa að-
skilnað.
„Ég sjálf hafði miklar áhyggjur af
Andy. Hann var allt í einu á hóteli með
bróður sínum og nánast ókunnugum
manni sem hét „daddy“ og þurfti að
fara í nýjan skóla þar sem enginn tal-
aði íslensku. Þegar ég náði í þá hljóp
hann í fangið á mér, fullur af óöryggi
og sagði „Mamma, þú fannst mig“. Ef
það er ekki til að rífa úr manni hjartað
þá veit ég ekki hvað. Hann er auðvit-
að svo lítill ennþá. Brian greyið reyndi
að vera sterkur bæði fyrir mig og litla
bróður en það er mikil byrði fyrir níu
ára dreng. Ég hef reynt eftir bestu geta
að halda þeim frá alvöru málsins. Ég
vil ekki fara nánar út í það sem þeir
hafa sagt mér um þessa heimsókn
fyrr en eftir réttinn í október.“
Bogga segir íslenska réttarkerfið
hafa komið sonum sínum í hrikalega
stöðu með því að senda þá úr landi.
„Verndarréttur okkar á Íslandi var
hundsaður. Í Haag-samningum seg-
ir að ef fjölskylda er sett í óbærilega
stöðu beri íslenskum stjórnvöldum
ekki að senda hana úr landi. Ég hefði
ekki getað trúað því að nokkur dómur
myndi taka svona mál, rétt lesa yfir og
stimpla. Í mínum huga er það ljóst að
verið er að stefna börnunum í hættu
með því að senda þau með auralausri
mömmu til Bandaríkjanna. Núna
getum við ekki fjárhagslega staðið
undir þessu nema með hjálp Íslend-
inga og safnana. Það er erfitt að flytja
eftir svona langan tíma og það hef-
ur svipt mig því öryggi að geta barist
fyrir mínu. Á Íslandi hefði ég getað
barist með jafn mörgum vopnum og
pabbinn. Hér er hann með fleiri vopn
en ég og það er ósanngjarnt.“
Í hæfum höndum
Bogga er hæstánægð með lögfræðing
sinn í Bandaríkjunum og segir hann
hafa gert mun meira en lögfræðing-
ur hennar á Íslandi, Sveinn Andri
Sveinsson.
„Lögfræðingurinn minn hérna úti
sýnir málinu mínu mikinn áhuga og
hefur óendanlega þolinmæði til að
útskýra fyrir mér allt sem ég spyr um.
Hann er mjög skipulagður og ákveð-
inn. Það veitir mér mikið öryggi. Mér
finnst ég hafa lent í hæfum og góðum
höndum.
Lögfræðingurinn minn á Íslandi
stóð sig ekki í stykkinu. Ég er ekki að
segja að hann hafi ekki gert neitt en
mistökin eru að hann fór ekki nógu
ítarlega í alla hluti og aflaði sér ekki
nægra upplýsinga til að vinna mál-
ið í heild sinni. Hann hefði vel getað
unnið þetta mál. Ég hef ekki hitt eina
einustu manneskju sem er ósam-
mála því.“
Getur ekki gefist upp
Systir Boggu, Sigrún Guðfinna
Björnsdóttir, oftast kölluð Ninna, fór
með Boggu út og dvelur hjá henni
fram á laugardag.
„Án hennar veit ég hreinlega ekki
hvar ég væri. Hún heldur mér í fókus.
Það er mikill húmor í henni og hún
er óhrædd við að segja sína skoð-
un og standa með mér. Tveir heilar
eru betri en einn í flestum tilfellum
og það er svo sannarlega satt,“ segir
Bogga. Hún sækir styrk til að halda
áfram hjá börnunum sínum.
„Stundum tek ég bara einn dag
í einu. Stundum bara eina mínútu
í einu. Ég veit að ég er að gera það
eina rétta. Ég leyfi mér hreinlega ekk-
ert annað en að einbeita mér að því
sem er í gangi. Allt annað er í öðru
sæti. Börnin mín gefa mér styrk. Ég
gæti aldrei bara gefist upp. Þetta eru
börnin mín og þau eiga allt það besta
skilið. Framtíðin er enn óráðin en ég
mun reyna allt sem ég get til að hún
verði sem best fyrir okkur.“
Borghildur Guðmundsdóttir stendur í forræðisdeilu við barnsföður sinn Richard Colby Busching. Hún dvelur
nú á heimili þeirra í Kentucky nánast peningalaus. Hún tekur bara einn dag í einu til að tapa ekki vitinu og segir
börnin sín gefa henni styrk til að gefast ekki upp. Borghildur segir íslenska réttarkerfið hafa sett drengina hennar
í hrikalega stöðu með því að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er hún algjörlega varnarlaus.
„Börnin mín
gefa mér styrk“
„Ég veit að ég er að
gera það eina rétta.“
lilja KatrÍn Gunnarsdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
ókunnugur pabba
sínum Borghildur segir
yngri strákinn sinn vera
ókunnugan pabba sínum
þar sem hann hafi ekki
haft mikið samband við
strákana þegar þeir voru
á Íslandi.
Ekki peningar til fyrir leigubíl
Bogga á ekki bíl í Bandaríkjunum
og hefur ekki efni á leigubíl þannig
að hún ferðast með sonum sínum
tveimur á hjóli um hverfið í Kentucky.