Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn
n Bakkabróðirinn Lýður Guð-
mundsson, stjórnarformað-
ur Exista, þótti komast vel frá
viðtali við Þóru Arnórsdóttur
í Kastljósi.
Hann sýndi
hárrétta
sjónvarps-
framkomu
þegar hann
gagnrýndi
harkalega
nafnleys-
ingja á
bloggi sem tætt hafi æruna af
þeim Bakkabræðrum og öðr-
um útrásarvíkingum. Orð-
ið á götunni á Eyjunni telur
það ekki vera neina tilviljun
að Bakkabróðirinn hafi sýnt
þrautþjálfaða sjónvarpsfram-
komu. Upplýst er að einn
helsti spunameistari Íslands,
Gunnar Steinn Pálsson hafi
þjálfað Lýð með frábærum ár-
angri áður en henn steig fram.
n Annar útrásarvíkingur,
Hreiðar Már Sigurðsson fyrr-
verandi bankastjóri Kaup-
þings, átti
einnig
stórbrotna
framgöngu
í Kastljósi
á dögun-
um áður en
hann kom
sér fyrir í
klóm Sig-
mars Guðmundssonar spyrils.
Því er haldið fram að hann
hafi eins og Lýður Guðmunds-
son, verið þjálfaður af Gunn-
ari Steini Pálssyni. Sú þjálf-
um virðist hafa dugað vel því
hann brilleraði undir mátt-
vana spurningum umsjónar-
mannsins.
n Fréttablaðið og Morgun-
blaðið glíma við mikið tap
en eru nú í einskonar störu-
keppni um
það hvort
blaðið lifi af
kreppuna.
Hermt er að
á Moggan-
um sé litið
á það sem
nauðsyn að
Fréttablað-
ið hverfi af markaði og gefi
þannig nauðsynlegt lífsrými
á markaði. Sama sjónarmið
er uppi á Fréttablaðinu þar
sem Jón Kaldal ritstjóri hef-
ur tekið rækilega til í rekstr-
inum og er með helmingi
minni ritstjórn en er hjá sam-
keppnisaðilanum sem fékk
3500 milljóna króna afslátt
af óreiðuskuldum sínum. Út-
gefandi Fréttablaðsins, Ari
Edwald, hefur upplýst í bréfi
til starfsmanna að fyrirtækið
þurfi ekki nú um stundir að
greiða af lánum sínum. Það
léttir örugglega lífróður frí-
blaðsins.
n Brátt kemst mynd á það
hvaða jólabækur verða á
kreppumarkaði þetta árið.
Vitað er að
markað-
urinn og
hvaða bæk-
ur seljast
best ræðst
hverju sinni
af sálar-
ástandi
þjóðar. Nú
er allt þjóðlegt inni eins og
sjá má af því að endurút-
gáfa útgáfufélagsins Opnu á
þeirri fornu matreiðslubók,
Matur og drykkur, eftir Helgu
Sigurðardóttur, hefur setið
vikum saman í fyrsta sætinu
á metsölulista Eymundsson
og endurprentun er komin af
stað. Útgáfustjórinn, Sigurð-
ur Svavarsson, sem stofnaði
forlagið eftir að Edda lagði
upp laupana, má því vel við
una.
6 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir
Gamli Landsbankinn er stærsti kröfu-
hafinn í þrotabú Mótormax, fyrir-
tæki sem var í eigu útgerðarmanns-
ins Magnúsar Kristinssonar úr
Vestmannaeyjum, samkvæmt heim-
ildum DV. Í heildina nema kröfur í
þrotabú fyrirtækisins rúmum millj-
arði króna. Þar af á gamli Landsbank-
inn kröfu upp á tæplega 700 milljarða
króna. Mótormax var verslun í Reykja-
vík sem seldi alls kyns vélknúin tæki
eins og mótorhjól, fjórhjól, hraðbáta
og annað slíkt. Hún fór í þrot í maí.
Verslunin var hluti af viðskipta- og út-
gerðarveldi Magnúsar Kristinssonar
sem nú á undir högg að sækja vegna
mikillar skuldsetningar. Í þessu veldi
er meðal annars Toyota-umboðið,
Dominos, Arctic Trucks og kvótamikið
útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum.
Hluti af hárri skuld við Lands-
bankann
DV greindi frá því í síðustu viku að
skuldir Magnúsar og eignarhaldsfé-
laga hans við gamla Landsbankann
næmu um 50 milljörðum króna og að
hann hefði átt í viðræðum við skila-
nefnd bankans um uppgjör vegna
skuldanna. Samkvæmt heimildum DV
voru þessar viðræður langt komnar og
átti niðurstaðan að vera sú að Magn-
ús greiddi það sem hann væri í per-
sónulegum ábyrgðum fyrir á næstu
árum fen að skilanefndin þyrfti að af-
skrifa afgang skuldarinnar. Samkvæmt
heimildum DV er upphæðin sem
Magnús er í persónulegum ábyrgðum
fyrir ekki há í samanburði við heildar-
upphæðina og munu afskriftirnar vera
á fimmta tug milljarða króna.
Skuldir Mótormax við gamla
Landsbankann eru hluti þessarar
skuldar sem Magnús á útistandandi
við gamla Landsbankann.
Útsala rétt við gjaldþrot
Samkvæmt skiptastjóra þrotabús
Mótormax, Þorsteini Einarssyni, er
óvíst hversu miklar eignir þrotabúsins
eru að svo stöddu og því hversu mikið
kröfuhafar Mótormax fái upp í skuld-
ir sínar. Hann segir að búið sé að selja
vörur og lager og annað sem fyrirtæk-
ið átti. Verðmæti þessa fer upp í skuld-
ir við kröfuhafa.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
í maí að Mótormax hefði haldið stór-
útsölu á vörum Mótormax viku áður
en skiptastjórinn tók við þrotabúinu
þar sem vörur voru seldar með allt að
70 prósenta afslætti. Útsalan var köll-
uð Miklihvellur.
Engin ákvörðun tekin með
stefnur
Aðspurður hvort von sé á einhverj-
um stefnum úr þrotabúinu segir Þor-
steinn að of snemmt sé að segja til um
það. „Það er ekki svo langt komið að
minnsta kosti. Það er bara verið að
skoða þessa hluti. Það er ekkert ljóst
hvort einhverjum verður stefnt en
þetta er allt í skoðun,“ segir Þorsteinn
en spurningin er þá væntanlega með-
al annars sú hvort einhverjum lausa-
fjármunum hafi verið komið undan
eftir stórútsöluna og áður en Mótorm-
ax var tekið til gjaldþrotaskipta.
Krafa gamla Landsbankans í þrotabú Mótormax hljóðar upp á tæpar 700 milljónir
króna. Alls eru kröfurnar í þrotabúið upp á rúman milljarð króna. Mótormax var í eigu
Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum. Haldin var stórútsala í
Mótormax viku áður en verslunin fór í þrot. Skiptastjóri þrotabúsins segir of snemmt
að segja til um hvort einhverjar stefnur komi úr þrotabúinu en að allt sé til skoðunar.
MILLJARÐSSKULD SKILIN
EFTIR Í MÓTORMAX
„Það er ekkert ljóst
hvort einhverjum
verður stefnt en þetta
er allt í skoðun.“
IngI F. VILHjáLMsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Tæplega 700 milljóna krafa í Mótormax Gamli
Landsbankinn á tæplega 700 milljóna króna kröfu
í þrotabú Mótormax, sem var í eigu Magnúsar
Kristinssonar, útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum.
Skuldin er hluti þeirrar upphæðar upp á um 50
milljarða sem Magnús og félög í hans eigu eiga
útistandandi í gamla Landsbankanum.
Íslenskunám fyrir útlendinga hækkar töluvert hjá Mími:
Tólf þúsund króna hækkun
Sextíu stunda íslenskunám fyrir út-
lendinga hjá Mími en námið hef-
ur hækkað úr 16.900 á vorönn upp í
29.500 fyrir haustönn, eða um 12.600
krónur. Um áramótin tók gildi ákvæði
um að allir þeir sem sækja um ríkis-
borgararétt þurfi að hafa staðist próf
í íslensku. Hulda Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mímis, segir hækkun-
ina ekki stafa af þessu heldur því að
styrkir menntamálaráðuneytisins til
íslenskukennslu hafi lækkað.
Hulda segir enn fremur að aðeins
lítill hluti útlendinga sæki þetta ís-
lenskunám til að standast íslensku-
prófið.
„Langflestir sækja íslenskunám-
ið til að styrkja stöðu sína í íslensku
samfélagi. Ríkisborgararétturinn er
partur af því en ekki endilega eina
ástæðan fyrir því að fólk vill læra ís-
lensku,“ segir Hulda.
Stéttarfélögin greiða niður sem
nemur allt að 75 prósentum af kostn-
aði námskeiðanna. Því þarf einstakl-
ingur í stéttarfélagi ekki að borga
nema rúmlega sjö þúsund krónur
af þessum 29.500 krónum. Ef verðið
væri hins vegar enn tæplega sautj-
án þúsund þyrfti hver einstaklingur
í stéttarfélagi ekki að greiða nema
rúmlega fjögur þúsund krónur.
Hulda segir stéttarfélögin hafa kom-
ið vel til móts við þá útlendinga sem
vilja setjast á skólabekk og bæta ís-
lensku sína. Áður fyrr voru reglurnar
þannig að nemendur þurftu að klára
námskeiðin áður en þeir fengu hluta
af námskeiðsgjaldinu endurgreitt.
Nú hafa mörg stéttarfélög breytt regl-
um sínum og endurgreiða strax eft-
ir að nemendur eru búnir að greiða
Mími fyrir námskeiðin.
liljakatrin@dv.is
styrkir lækka Styrkir menntamálaráðu-
neytisins til íslenskukennslu hafa lækkað
og því kostar námið hjá Mími meira.