Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 33
helgarblað 28. ágúst 2009 föstudagur 33 „Ég er opinn fyrir öllu. Ég hef ekki gert áætlanir um hvað ég fer í en hef mik- inn áhuga á að fara í framleiðslu,“ seg- ir Guðmundur Franklín þegar blaða- maður spyr hvað fyrrverandi Wall Street miðlari og hótelrekandi í Tékk- landi ætli að taka sér fyrir hendur nú þegar búferlaflutningar til Íslands eru í farvatninu. Tuttugu og þrjú eru lið- in síðan Guðmundur yfirgaf heima- hagana til að hefja háskólanám í við- skiptafræði vestanhafs. En núna togar fósturjörðin í hann á ný. Eiginkona hans, Ásdís Helga Árnadóttir, og þrjú börn þeirra eru komin í leiguhúsnæði í Hafnarfirði til bráðabirgða. Guðmundur tekur þó fram að hann sé ekki alveg fluttur þar sem hótelið hans í Prag, Bellagio, sé ekki enn selt og því eigi hann eftir að vera með alla vega annan fótinn þar í borg næstu vikur og mánuði. Og bætir við að hann sé ekki endilega kominn til að vera. „Ég fór heldur ekki til þess að vera. Heimurinn er opinn. Ég gæti þess vegna tekið upp á því að flytja til Ástr- alíu,“ segir Guðmundur og hlær. En hvers vegna að fara í fram- leiðslu? „Mig langar einfaldlega að framleiða eitthvað því ég held að ég hafi gaman af því þótt ég hafi aldrei verið í því áður. Ég vann náttúrlega sem bankamaður þar sem ég vann með ýmsum framleiðslufyrirtækj- um og mér sýnist að það geti verið skemmtilegt að vinna í þeim bransa. Þarna ertu að búa eitthvað til í staðinn fyrir að vera að endurselja eitthvað. Í bankageiranum ertu alltaf að endur- selja það sem þú „býrð“ til og í hótel- bransanum ertu að selja þjónustu. Það er auðvitað vara að vissu leyti, en samt ekki eitthvað áþreifanlegt.“ Spurður hvað hann myndi vilja framleiða segist Guðmundur opinn fyrir öllu. „Maður er með allskonar hugmyndir. Það verður bara að vera hægt að selja það,“ segir hann og hlær. „Og ekki verra ef hægt er að selja það erlendis líka.“ Guðmundur kveðst sjá mikil tækifæri í því ástandi sem er á Ís- landi í dag. „Í kreppu er best að byrja á einhverjum bisness. Þú þarft að glíma við svo mörg vandamál þannig að þegar það koma betri dagar með blóm í haga þá er gaman að lifa.“ Sér gull í grjóti Guðmundur hóf hótelreksturinn í miðborg Prag árið 2002. Það var með fjörutíu og sjö herbergjum allt þar til 1. júlí síðastliðinn þegar hótelið, sem er fjögurra stjörnu, fluttist yfir í stærra húsnæði í sama hverfi. Þá bættust við þrjátíu herbergi. Guðmundur seg- ir hafa verið gengið frá nánast öllu í tengslum við kaupin á nýja húsnæð- inu fyrir um tveimur árum. „Planið var nú að vera eitthvað áfram í Prag. Síðan þegar hrunið verð- ur heima fór ég að velta hlutunum fyr- ir mér. Núna lítur allt öðruvísi út á Ís- landi og, eins og sumir segja, það er gull í grjóti. Það virðast vera fullt af tækifærum sem eru að koma upp og verða á boðstólum á næstu átján til tuttugu og fjórum mánuðum. Kannski ekki nákvæmlega í dag því það er enn- þá verið að vinda ofan af kerfinu. En tækifærin eru þarna.“ Guðmundur segist hafa lifað góða tíma sem hóteleigandi í Prag. „Þetta er mjög gaman. Eins og gefur að skilja er þetta svolítið öðruvísi en að vera í has- arnum á Wall Street en í staðinn ertu með fyrirtæki sem er opið tuttugu og fjóra tíma á sólarhring. Ég er ekki að segja að hótelrekstur sé eitthvað auð- veldur en það er töluvert öðruvísi en að vera í banka- og fjármálageiran- um. Og þú þarft að hafa þig allan við til að standa þig í samkeppninni eins og heimurinn hefur verið að breyt- ast undanfarin ár,“ segir Guðmundur og bendir á að í dag séu hóteleigend- ur ekki lengur að glíma við ferðaskrif- stofur, eða „tour operators“ ferðaskrif- stofurnar, heldur sé salan nánast öll á netinu. „Níutíu og níu prósent af okkur sölu er á netinu. Ég var búinn að vinna mikið með netfyrirtækjum áður og gerði mér grein fyrir að það var fram- tíðin. Við vorum brautryðjendur hvað það varðar í hótelgeiranum í Prag.“ Ekki hlEgið að íSlEndingum Tékkar og Slóvakar mynda starfs- lið Guðmundar og gefur hann þeim prýðiseinkunn. „Þeir eru frábærir í vinnu. Tékkar eru líka vinir Íslend- inga því við höfum aldrei ráðist inn í Tékkland eins og nánast öll önnur Evr- ópuríki,“ segir hann og hlær. Og Guð- mundur segist alls ekki verða var við að íbúar Prag eða gestir Bellagio séu að hlæja að Íslendingum eða furða sig á hegðun þeirra í viðskiptaheiminum síðustu ár. „Nei nei, alls ekki. Ég held að við ofgerum það hvað allir eru að tala um okkur. Ekki nokkur maður minn- ist á þetta. Kannski einn og einn mað- ur daginn eftir hrunið en þar með var það búið. Það eru nógu mikil vanda- mál í öðrum löndum. Það eru allir að díla við sína djöfla.“ Hefur alþjóðakreppan mikil áhrif á líf Tékka?„Nei, ekki daglegt líf því þeir eru með sinn eigin gjaldmiðil, tékknesku krónuna. Þeir hefðu verið að glíma við miklu erfiðari efnahags- vanda ef þeir hefðu verið með evr- una.“ BlESSun tékka að vEra Ekki mEð Evru Tékkland gekk í Evrópusambandið árið 2004 og segir Guðmundur að á þeim tíma sem sé liðinn síðan þá hafi nánast öll ríkisfyrirtæki farið úr tékk- neskri eigu. „Síminn er í eigu Spán- verja, bílaiðnaðurinn í eigu Þjóðverja og Frakka, vatnið í eigu Frakka og það er enginn tékkneskur banki leng- ur til. Síðan kemur þessi holskefla yfir heiminn í byrjun síðasta árs þar sem olíutunnan fór upp í 150 dollara og matvælaverð hækkaði um 30 til 50 prósent. Ef Tékkar hefðu þá verið með evru hefðu orðið mjög mikið af þjóð- félagslegum vandamál því fólk á ekki pening til að ráða við svona hækkanir. Tékknesk stjórvöld stjórnuðu krón- unni þá þannig, ýmist með hækkun eða lækkun vaxta eftir því sem við átti, að krónan styrktist og hinn almenni borgari fann því ekki fyrir þessum hækkunum sem áttu sér stað nánast alls staðar annars staðar. Slóvakarnir eru með evru og þar er ástandið miklu, miklu verra. En af því að tékkneska krónan er svo sterk hafa túristarnir minnkað komur sínar til Tékklands. Ég finn fyrir því og hef því lækkað verðið á herbergjunum og býð upp á ákveð- in tilboð. Það er af sem áður var þeg- ar hver sem var gat bara opnað hót- el og þurfti ekkert að hafa fyrir þessu. Þú gast bara beðið eftir að kúnnarnir löbbuðu inn um dyrnar hjá þér,“ seg- ir Guðmundur og bætir við að það séu um sex hundruð hótel í Prag. Aðspurður segir Guðmundur að engir íslenskir auðmenn hafi gist á hótelinu hjá honum. „Nei, þannig að ég get því miður ekki sagt nein- ar skemmtilegar sögur af auðmann- spartíum í góðærinu,“ segir hann og hlær. „Enda gistu þeir væntanlega allt- af á fimm stjörnu hótelum. Þetta er bara fjögurra stjörnu og þótti örugg- lega ekki nógu fínt.“ Yfir höfuð hafa ekki margir Íslend- ingar gist á Bellagio sem skýrist líklega helst af því að Guðmundur hefur ekk- ert gert til að lokka landsmenn inn í sín húsakynni. „Þú verður náttúrlega að byggja upp þinn bisness í samræmi við umhverfið sem þú ert í og flestir þeirra ferðamanna sem koma til Tékk- lands eru Bretar og Þjóðverjar, og svo svolítið frá hinum Norðurlöndunum. Ísland er það lítill markaður að það borgar sig ekki að eyða peningum í hann. En auðvitað komu einhverjir Ís- lendingar sem vita að ég á þetta hótel, bæði ættingjar og annað gott fólk.“ marxiSti, maóiSti og trot- SkíiSti í SEðlaBankanum Guðmundur hefur sterkar skoð- anir á því sem gerðist á Íslandi í fyrra- haust, bæði orsökum og afleiðingu. Þegar hann byrjar að tjá sig um þær kemur fljótt í ljós að hann hefur ekki mikið álit á Seðlabankanum, og allra síst Seðlabankastjóranum sem er þar nýtekinn við. „Við getum ekki kennt krónunni um. Hún er bara tæki. Fjármálatæki. Þeir sem eiga að bera ábyrgð á þessu er nýi seðlabankastjórinn [Már Guð- mundsson] sem bjó til peningastefn- una þegar hann var þar aðalhagfræð- ingur, ásamt þeim mönnum sem voru í Seðlabankanum þá. Már er einn af arkitektum peningastefnunnnar og þessi ákvörðun að taka alla þessa er- lendu peninga inn í landið í formi kúlubréfa og annars, og halda vöxtun- um svona háum til að ná inn gjaldeyri og hegna þannig útflutningnum sem við lifum á í öll þessi ár, er ræsknishátt- ur. Seðlabankinn var bara að hugsa um bankana og að hann skuli hafa hagað sér svona er út í hött. Og það virðist vera að verið sé að reyna að koma kommúnistum fyrir alls staðar. Már er marxisti, hinir tveir maóisti og trotskíisti. Og þessir menn stjórna Seðlabankanum!“ Fyrst þú minnist á seðlabanka- stjóraembættið, hvernig fannst þér hann standa sig sem var þar aðal þeg- ar fjármálakerfið hrundi? „Hann átti ekkert að vera þarna. Hann ber alveg jafn mikla ábyrgð og hinir. Hann var fínn forsætisráðherra en átti ekki að fara í Seðlabankann.“ Þegar Guðmundur er spurður hvernig hann vildi sjá stjórn Seðla- bankans mannaða er hann fljótur til svars. „Það þarf engan Seðlabanka. Það þarf bara „monetary-deild“ í ein- hverjum banka með svona tíu starfs- mönnum. Eins og á Bermúda. Það er alltof mikið að hafa heilan Seðla- banka fyrri svona litla þjóð og lítinn gjalmdmiðil. Þetta var alltaf deild inni í Landsbankanum sem Jóhannes Nor- dal stjórnaði. Það þarf enga galdra til að skipta peningum.“ mEð Björgólf thor í vinnu Auk Seðlabankans segir Guðmundur ekki fara á milli mála að útrásarvíking- arnir eigi sína sök á því hvernig allt fór hér á landi. Hann hristir hausinn í for- undran þegar þeir berast í tal. „Þegar ég var að vinna á Wall Street voru kallar í næstu herbergjum sem voru billjónerar og þú tókst ekkert eft- ir því. Þeir tóku bara strætó í vinnuna eins og ég. Ég fattaði aldrei þessa ást Íslendinga á þessum mönnum sem ferðuðust um á einkaþotum og keyptu þetta og hitt til að sýnast. Það voru for- ríkir menn allt í kringum mig á Wall Street og þeir hegðuðu sér bara eðli- lega. Það hegðaði sér enginn eins og íslensku útrásarvíkingarnir. Það hefði engum dottið það til hugar því þetta er svo mikil þvæla. Og ef þeir hefðu gert það þá hefðu þeir ekki látið nokkurn mann vita af því. Á Íslandi var eins og menn væru í keppni, væru að ganga í augun á ég veit ekki hverju. Þú sérð svo hvernig það endaði.“ Guðmundur hefur haft nánari kynni af einum útrásarvíkinganna en Þúsundir Íslendinga flytja nú úr landi í leit að betra lífi annars staðar. Fyrrverandi Wall Street miðlarinn guðmundur franklín jónsson gerir hið gagnstæða. Hann bjó í New York í sextán ár, hefur síðustu sjö ár rekið hótel í Prag en er nú á leið heim til Íslands því hann sér gull í grjóti efnahagshrunsins. Fyrstu skref Guðmundar í bisness voru í máln- ingabransanum, götumálningu, þar sem Björgólfur thor Björgólfsson var starfsmaður hjá honum. Guðmundur furðar sig á hegðun hans og annarra útrásarvíkinga í góðærinu og segir að auðmennirnir á Wall Street hefðu aldrei látið sér detta í hug stærilæti og hégóma á borð við það sem íslenska þjóðin hefur horft upp á undanfarin ár. Wall Street-miðlari með þingmannadrauma „Björgólfur var bara einn af strákunum, ekkert öðruvísi en hinir svo sem ... Það var kannski ein eða tvær pílur sem voru skakk- ar en annars stóð hann sig mjög vel.“ Útivistarmaðurinn Guðmundur fór á topp Mont Blanc fyrir tveimur árum og Kilimanjaro á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.