Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 30
um helgina Pýróníur í díst og doll Dr. Vísi Bjarna H. Þórarinssonar opnar sýningu á Kaffi kletti í Biskupstungum á laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er Sjónþing Faxa – Pýróníur í díst og doll. Sjón- þingið er sett saman úr ljósmyndaverkum og málverkum sem höfund- urinn vann að í sumar. Bjarni segir díst og doll standa fyrir nálgun með jákvæðni, húmor, hollustu og virðingu fyrir sköpunarverkinu og auga fyrir gildi þess og þýðingu. oPið hús í Borg- arleikhúsinu Opið hús verður í Borgarleikhúsinu á laugardaginn milli klukkan 13 og 16. Verður þar eitthvað fyrir alla á öllum sviðum og í forsalnum verður skemmtidagskrá allan daginn. Fyrir þá sem vilja svipast um baksviðs og kynnast því sem gerist bak við tjöld- in verða skoðunarferðir um húsið í leiðsögn leikara og munu óvæntir hlutir gerast á leiðinni. Þær Skoppa og Skrítla ætla að flytja inn í Borgar- leikhúsið með stæl og fá hjálp barn- anna við að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi. í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í tún- inu heima, verður haldin um helgina og er dagskráin að vanda fjölbreytt. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi í kvöld, föstudag, klukkan 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnes- brekkur þar sem varðeldur verð- ur tendraður og brekkusöngur sunginn. Lokaatriði hátíðinnar verður í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á sunnudaginn klukkan 15. Þá mun Stórsveit Reykjavíkur ásamt Ragga Bjarna og Kristjönu Stefánsdóttir skemmta Mosfell- ingum. Dagskrána er að finna á mosfellsbaer.is. samstarf ash- kenazy-feðga Miðasala er hafin á tónleika Sinfón- íuhljómsveit Íslandsar sem Vladimir Ashkenazy stjórnar föstudaginn í næstu viku, 4. september. Son- ur hans, Vovka Ashkenazy, verður einleikari á tónleikunum. Hann hef- ur getið sér gott orð fyrir píanóleik sinn víða um heim. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar koma fram með hljómsveitinni og vel við hæfi að þeir skuli flytja hina stórkost- legu Wanderer-fantasíu Schuberts í útsetningu Liszts þar sem bæði einleikari og hljómsveit njóta sín til fulls. Á efnisskrá tónleikanna er einnig Manfreð-sinfónían eftir Tsjaj- kovskíj. Miðasala fer fram í Háskóla- bíói, í síma 545 2500 og á sinfonia.is. Melodica Acoustic Festival haldin um helgina: Þriðja hátíðin á einu ári 30 föstudagur 28. ágúst 2009 fókus Undercover Music Lovers á Íslandi standa nú þriðja sinni fyrir tónlistar- hátíðinni Melodica Acoustic Festival sem fram fer á Café Rósenberg, Kaffi Hljómalind og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda um helgina. Til- gangur hátíðarinnar er að fagna og efla grasrótarstarf og alþjóðlegt sam- starf tónlistarmanna þar sem áhersl- an er lögð á samhjálp og vináttu. Ekki síður er tilgangurinn að hjálpa ungu og upprennandi tónlistarfólki að kynnast reyndari aðilum í brans- anum, öðlast reynslu í framkomu og skapa tengsl, eins og segir í tilkynn- ingu. Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni eru Insol, trúbador úr Kópavogi sem ku á hraðiri leið á toppinn, Lights on the Highway, Árs- tíðir, Mysterious Marta, Heiða Dóra, Elín Ey og Elíza. Alls taka um fjörutíu listamenn þátt í hátíðinni. Aðgangur á hátíðina er ókeypis, enda koma all- ir listamenn ókeypis fram og allt starf við hátíðina unnið í sjálfboðavinnu. Þó er hönd ekki slegið móti frjálsum framlögum. Fyrsta Melodica hátíðin hér á landi fór fram í ágúst í fyrra við góðar undirtektir og var önnur haldin í jan- úar á þessu ári. Voru undirtektirn- ar þar ekki síðri og vonast samtökin til að hróður hátíðarinnar fari sífellt vaxandi. Áætlað er að hátíðin verði árviss viðburður héðan í frá. Hátíðin hefst á föstudag klukk- an 18 með tónleikum á Hemma og Valda og Hljómalind. Klukkan 21 færist stuðið yfir á Rósenberg. Á laugardag hefst tónlistin kl. 16 á H&V og Hljómalind en byrjar svo aftur á Rósenberg kl. 21. Mysterious Marta Kemur fram á Melodica Acoustic Festi- val um helgina. „Ég myndi segja að þetta væri fyrsta mynd sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Júlíus Kemp leikstjóri myndar- innar Reykjavik Whale Wathching Massacre sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta. Eins og nafnið gefur til kynna er um spennutrylli að ræða en þær eru fáar ef einhverjar í íslenskri kvikmyndasögu sem falla í þann flokk. Júlíus Kemp hefur verið áber- andi í íslenskri kvikmyndagerð síð- an hann leikstýrði og framleiddi sína fyrstu mynd árið 1992, Veggfóður: Erótísk ástarsaga. Þá var Júlíus aðeins 24 ára en myndin skartaði fjölmörg- um landsþekktum einstaklingum og leikurum svo sem Baltasar Kormáki, Steini Ármanni, Flosa Ólafssyni og Rósu Ingólfsdóttur. Á eftir Veggfóðri kom myndin Blossi árið 1997 en síðan þá hefur Júlíus einbeitt sér að hlutverki fram- leiðanda og fært okkur myndir eins og Íslenski draumurinn, Maður eins og ég, Strákarnir okkar, Astrópía og nú síðast finnsku skrímslamyndina Dark Floors með Eurovision-sigur- vegurunum Lordi í aðalhlutverki. Skemmtilegt en dýrt „Það er mjög gaman að gera svona mynd,“ segir Júlíus og á þá við Reykja- vik Whale Wathching Massacre eða RWWM eins og hún er stund- um nefnd. „Það er samt mjög krefj- andi og menn segja að þetta séu erf- iðustu myndirnar til að taka að sér.“ Það er ekki einungis krefjandi að gera spennutrylli heldur kostar það líka sitt. „Það er mun dýrara að taka upp svona mynd miðað við svona hefð- bundna mynd.“ Þó ekkert framboð hafi verið af myndum af þessu tagi í íslensk- um kvikmyndaiðnaði þá segir Júlíus enga ástæðu til þess að íslenskir kvik- myndagerðarmenn fari að einbeita sér sérstaklega að þeim. „Mér finnst ekki að það þurfi að fókusera eitthvað sérstaklega á það. Íslenskar mynd- ir eru bæði mjög góðar og eins mjög ólíkar og fjölbreyttar,“ segir Júlíus sem telur iðnaðinn hér á landi ekki þurfa brjóta sig út neinu föstu formi. En um hvað fjallar fyrsti íslenski spennutryllirinn og hvar gerist hann? „Myndin segir frá hópi ferðamanna sem fara í hvalaskoðun við strend- ur Íslands, en óvænt deyr skipstjóri hvalaskoðunarbátsins af slysförum. Hinn áhafnarmeðlimurinn flýr þá frá borði á eina björgunarbátnum og ferðamennirnir sitja eftir einir og fyrsti íslenski Júlíus Kemp leikstýrir myndinni Reykjavik Whale Wathching Massacre sem frumsýnd verður í næstu viku. Myndin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fyrsta mynd Júlíusar í ein 12 ár. Langar dimmar nætur í Hvalfirði reyndust erlendum leikurum myndarinnar erfiðar á meðan þeir íslensku hörkuðu að sér. Júlíus Kemp Fyrsta myndin eftir 12 ára hlé frá leikstjórn. sPennutryllirinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.