Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 21
fréttir 28. ágúst 2009 föstudagur 21 Landnemar í heimi skordýra Lyngbobbi - arianta arbustorum Fannst fyrst: Fannst í Breiðavík á Snæfellsnesi 1991. Útbreiðsla á Íslandi: Útbreiddur á Austurlandi en hefur einnig fundist á þremur stöðum á Vestfjörðum. Fannst síðar í Reykjavík og víðar. Lífshættir: Algengastur í skóglendi, birki- og lerkiskógum en einnig í gróðurríku mólendi. Lyngbobbi nærist á plöntum. PardussnigiLL - Limax maximus Fannst fyrst: Fannst í Grafarvogi í Reykjavík 1997. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst víða á höfuðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ suður til Hafnarfjarðar en einnig í Hveragerði. Lífshættir: Heldur til í húsagörðum og gróðurlendum í ná- grenni garða. Leitar í laufbingi og safnhauga en sækir minna í græna grósku. Verpir á vorin og haustin og lifir í allt að fjögur ár. Getur orðið allt að 20 sentímetrar að lengd. roðageitungur - VesPuLa rufa Fannst fyrst: Í september 1986 í Hafnarfirði. Fyrsta búið fannst 1997 í Kópavogi. Útbreiðsla á Íslandi: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður Lífshættir: Velur búum til dæmis stað í holum í jörð, á bak við steina og í vegghleðslum í húsagörðum. Fá bú hafa fundist á Íslandi, hið stærsta innihélt 224 geitunga. skógarmítiLL - icodes ricinus Fannst fyrst: Á þúfutittlingi sem var í Surtsey 1967. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur fundist víða á sunnanverðu landinu, einnig á Patreksfirði, Í Skagafirði og á Egilsstöðum. Lífshættir: Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum og heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann þarf blóð skríður mítillinn upp í gróðurinn og krækir sig við blógjafa, yfirleitt kindur og önnur dýr af þeirri stærðargráðu en geta líka lagst á menn og minni dýr. Getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, til dæmis bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. skrautygLa - PhLogoPhora meticuLosa Fannst fyrst: 1959 á Öræfum. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur fundist á láglendi í öllum lands- hlutum nema á Vestfjörðum. Sjaldgæf á Norðurlandi. Lífshættir: Yglurnar verpa að vetrardvala afloknum. Ný kyn- slóð fullorðinna skríður þá úr púpum og leggst í dvala. Nærist á fjölmörgum jurtkenndum plöntum. Finnast langflestar á haustin og fram eftir nóvember. Einkar falleg og minnir á visnað laufblað. sPánarsnigiLL - arion Lustitanicus Fannst fyrst: Í Reykjavík og Kópavogi 2003. Útbreiðsla á Íslandi: Á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Hnífs- dal, Ólafsfirði og Höfn í Hornafirði. Dreifist nær eingöngu af mannavöldum. Lífshættir: Spánarsnigill á líklega eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til Íslands. Frjósemi hans, stærð og græðgi ræður þar mestu. Hann hefur dálæti á lyktarsterkum plöntum en einnig étur hann hræ, hundaskít og aðra snigla. Getur tímgast án þess að makast við annan einstakling. Verpir um 400 eggjum í senn. trjágeitungur - doLichoVesPuLa norwegica Fannst fyrst: Í Skorradal á Vesturlandi og í Neskaupstað á Austurlandi 1982. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst á láglendi um allt land en líka á hálendinu norðan Vatnajökuls við Kárahnjúka og í Grágæsa- dal og Brúaröræfum. Lífshættir: Samfélagsskordýr sem gerir hangandi bú í trjám og runnum, undir þakskeggjum húsa, á húsveggjum og víðar. Drottningar fara á stjá í maí og hefur þá byggingu bús og verpir þernum. Í stærsta búinu sem fundist hefur hér á landi voru 879 geitungar. Þeir eru árásargjarnir og geta stungið illa. VorsVeifa - meLangyna LasioPhthaLma Fannst fyrst: Vorið 1969 í Hafnarfirði en talið er að hún hafi komið hingað nokkuð fyrr. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst á láglendi í öllum landshlutum, nema á Norðvesturlandi þar sem tilvist hennar hefur ekki verið staðfest. Hefur einnig fundist í Þjórsárverum. Lífshættir: Kjörlendi hennar er í skóg- og kjarrlendi og húsagörðum þar sem gróður vaknar snemma á vorin. Hún sést í mestum fjölda í maí og fyrri hluta júní en stöku fluga sést í júlí. Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is myndir erling ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.