Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Side 21
fréttir 28. ágúst 2009 föstudagur 21 Landnemar í heimi skordýra Lyngbobbi - arianta arbustorum Fannst fyrst: Fannst í Breiðavík á Snæfellsnesi 1991. Útbreiðsla á Íslandi: Útbreiddur á Austurlandi en hefur einnig fundist á þremur stöðum á Vestfjörðum. Fannst síðar í Reykjavík og víðar. Lífshættir: Algengastur í skóglendi, birki- og lerkiskógum en einnig í gróðurríku mólendi. Lyngbobbi nærist á plöntum. PardussnigiLL - Limax maximus Fannst fyrst: Fannst í Grafarvogi í Reykjavík 1997. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst víða á höfuðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ suður til Hafnarfjarðar en einnig í Hveragerði. Lífshættir: Heldur til í húsagörðum og gróðurlendum í ná- grenni garða. Leitar í laufbingi og safnhauga en sækir minna í græna grósku. Verpir á vorin og haustin og lifir í allt að fjögur ár. Getur orðið allt að 20 sentímetrar að lengd. roðageitungur - VesPuLa rufa Fannst fyrst: Í september 1986 í Hafnarfirði. Fyrsta búið fannst 1997 í Kópavogi. Útbreiðsla á Íslandi: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður Lífshættir: Velur búum til dæmis stað í holum í jörð, á bak við steina og í vegghleðslum í húsagörðum. Fá bú hafa fundist á Íslandi, hið stærsta innihélt 224 geitunga. skógarmítiLL - icodes ricinus Fannst fyrst: Á þúfutittlingi sem var í Surtsey 1967. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur fundist víða á sunnanverðu landinu, einnig á Patreksfirði, Í Skagafirði og á Egilsstöðum. Lífshættir: Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum og heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann þarf blóð skríður mítillinn upp í gróðurinn og krækir sig við blógjafa, yfirleitt kindur og önnur dýr af þeirri stærðargráðu en geta líka lagst á menn og minni dýr. Getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, til dæmis bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. skrautygLa - PhLogoPhora meticuLosa Fannst fyrst: 1959 á Öræfum. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur fundist á láglendi í öllum lands- hlutum nema á Vestfjörðum. Sjaldgæf á Norðurlandi. Lífshættir: Yglurnar verpa að vetrardvala afloknum. Ný kyn- slóð fullorðinna skríður þá úr púpum og leggst í dvala. Nærist á fjölmörgum jurtkenndum plöntum. Finnast langflestar á haustin og fram eftir nóvember. Einkar falleg og minnir á visnað laufblað. sPánarsnigiLL - arion Lustitanicus Fannst fyrst: Í Reykjavík og Kópavogi 2003. Útbreiðsla á Íslandi: Á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Hnífs- dal, Ólafsfirði og Höfn í Hornafirði. Dreifist nær eingöngu af mannavöldum. Lífshættir: Spánarsnigill á líklega eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til Íslands. Frjósemi hans, stærð og græðgi ræður þar mestu. Hann hefur dálæti á lyktarsterkum plöntum en einnig étur hann hræ, hundaskít og aðra snigla. Getur tímgast án þess að makast við annan einstakling. Verpir um 400 eggjum í senn. trjágeitungur - doLichoVesPuLa norwegica Fannst fyrst: Í Skorradal á Vesturlandi og í Neskaupstað á Austurlandi 1982. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst á láglendi um allt land en líka á hálendinu norðan Vatnajökuls við Kárahnjúka og í Grágæsa- dal og Brúaröræfum. Lífshættir: Samfélagsskordýr sem gerir hangandi bú í trjám og runnum, undir þakskeggjum húsa, á húsveggjum og víðar. Drottningar fara á stjá í maí og hefur þá byggingu bús og verpir þernum. Í stærsta búinu sem fundist hefur hér á landi voru 879 geitungar. Þeir eru árásargjarnir og geta stungið illa. VorsVeifa - meLangyna LasioPhthaLma Fannst fyrst: Vorið 1969 í Hafnarfirði en talið er að hún hafi komið hingað nokkuð fyrr. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst á láglendi í öllum landshlutum, nema á Norðvesturlandi þar sem tilvist hennar hefur ekki verið staðfest. Hefur einnig fundist í Þjórsárverum. Lífshættir: Kjörlendi hennar er í skóg- og kjarrlendi og húsagörðum þar sem gróður vaknar snemma á vorin. Hún sést í mestum fjölda í maí og fyrri hluta júní en stöku fluga sést í júlí. Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is myndir erling ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.