Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 24
24 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir anir um þróun þjóðfélagsins og stöð- ugleika þess séu reistar á haldbærri þekkingu sem streymir út úr slíkri menntastofnun? Hvað um ábyrgð annarra háskóla og samspil þeirra við stjórnmála- og fjármálakerfið? Voru þeir samofnir stjórnmála- og fjármála- valdinu og meðvirkir með svipuðum hætti og fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa verið tómlátir, gagnrýni- og andvaralausir gagnvart þróun sem gróf undan efnahagslífinu. Ósanngjarnt væri að halda því fram að Háskóli Íslands sé allur seld- ur undir sömu sök í þessu efni. Varla verður heilbrigðis- eða verkfræðisvið Háskóla Íslands sakað um að bera ábyrgð á kerfishruni íslenska fjár- málakerfisins. Miklu frekar snýr hrun- ið að félagssvísindunum; hagfræð- inni, lögfræðinni, stjórnmálafræðinni og hugsanlega yfirstjórn háskólans í leiðinni. Gylfi hringdi viðvörunarbjöllum Ekki eru allir undir sömu sök seldir. Í stól viðskiptaráðherra situr nú Gylfi Magnússon hagfræðingur úr Háskóla Íslands. Hann hafði hringt viðvör- unarbjöllum löngu fyrir hrunið við litlar þakkir þáverandi ríkisstjórnar, sem jafnvel snupraði hann. Í Kastljós- viðtali 23. júní í fyrra, liðlega þremur mánuðum fyrir bankahrunið, gagn- rýndi Gylfi Seðlabankann fyrir and- varaleysi í gjaldeyrismálum. Hann sagði að Seðlabankinn bæri ábyrgð á að í landinu væri nothæft banka- og greiðslukerfi. Seðlabankinn hefði þó leyft þeirri óþolandi stöðu að koma upp að bankarnir væru vaxnir hon- um yfir höfuð. Hann hefði átt að skilja innlenda hluta bankanna frá og hefði hæglega getað verið bakhjarl innlenda hlutans en sagt um leið að erlendi hluti starfsemi þeirra kæmi Seðla- bankanum ekki við. „En það gerði hann ekki heldur fór með óbein loforð í farteskinu um að þeir væru það stórir að það yrði að bjarga þeim.“ Gylfi bætti við að vandinn væri það mikill að þjóðin yrði allmörg ár að vinna sig út úr honum. Þetta sagði Gylfi liðlega þremur mánuðum fyrir bankahrun. Pólitík og vísindi Nefna má fleiri fræðimenn sem farið hafa gegn straumnum og valdinu og gagnrýnt. Vilhjálmur Bjarnason að- júnkt hefur boðið valdi og áhrifum stórlaxanna birginn, talað máli lítilla hluthafa í bönkunum og stórfyrir- tækjunum. Þorvaldur Gylfason hagfræðipróf- essor hefur árum saman bent á hætt- una samfara stækkandi skuldafjalli erlendis. Hann hefur þráfaldlega bent á þá einföldu viðmiðunarreglu að gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar yrði að hrökkva fyrir erlendum skamm- tímaskuldum þjóðarinnar. Stefán Ólafsson, félagsfræðipróf- essor, hefur mörg undanfarin ár bent á vaxandi ójöfnuð hér á landi og aukna skattbyrði láglaunastétta. Hörð hríð var gerð að honum í stjórnartíð Dav- íðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar og rötuðu deilur um röksemdir Stefáns inn í sali Alþingis þar sem tog- ast var á um starfsheiður hans. Sannleikur og áróður Rétt eins og í viðskiptum og stjórn- málum er hefðbundin spenna milli hægri- og vinstri sjónarmiða innan Háskóla Íslands sem ættu alla jafn- an að vera fræðilegri hæfni háskóla- manna óviðkomandi. En stjórnmála- skoðanir skipta einnig máli innan háskólans. Alþekkt er að lögfræði- nemar hafa til skamms tíma talið starfsframa sínum best borgið með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn eða ungliðahreyfingu hans. Þannig yrðu tækifærin fleiri og verkefnin hugsan- lega ábatasamari. Þessarar hneigðar gætir einnig innan annarra greina félagsvísinda í HÍ. Tryggvi Þór Herbertsson, var for- stöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ 1995 til ársins 2006 og stýrði mörgum úttektum og skýrslugerðum fyrir rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Eftir að rauð ljós tóku að blikka i íslenska fjármálakerfinu árið 2006 rit- uðu tveir hagfræðingar hjá greiningar- deild Danske Bank, Lars Christensen og Carsten Valgreen, svarta skýrslu um íslensku bankana og spáðu hruni. Við þessu var meðal annars brugðist með rándýrri skýrslu sem Tryggvi Þór og þekktur bandarískur hagfræðing- ur, Frederic Mishkin, birtu í maí þetta sama ár. Í skýrslu Mishkins og Tryggva segir meðal annars að þótt áhyggjur af hættunni samfara hröðum vexti bankanna á nýjum sviðum viðskipta séu ekki með öllu ástæðulausar sé gott til þess að vita að Fjármálaeftirlit- ið sé meðvitað um slíka hættu. Einn- ig ætti það að hafa róandi áhrif að vita til þess að Íslendingar ráði yfir vönd- uðum ríkisstofnunum sem fáist við öryggi og heilbrigði íslenska banka- kerfisins. En bankakerfið hrundi haustið 2008. Tryggvi Þór var þá ráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Hann er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Davíð tapar fyrir Golíat Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor er tal- inn einn helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunnar og Sjálfstæðisflokks- ins hér á landi. Hann er jafnframt sagður einn helsti arkitekt þeirrar stefnu sem sótti réttlætingar sínar og styrk til hagfræði Hayeks og Fried- mans, helstu forkólfa nýfrjálshyggj- unnar. Hann hefur ritað um fimmtán bækur sem margar hverjar eru notað- ar sem undirstöðutexti í stjórnmála- fræði í HÍ. Hann hefur meðal annars ritað verk um það hvernig Ísland geti orðið ríkasta land í heimi og fjallað um íslenska efnahagsundrið víða um heim í fyrirlestrum. Í Wall Street Jo- urnal í ársbyrjun 2004 og víðar kallaði hann stefnu íslenskra stjórnvalda best heppnuðu frjálshyggjutilraun verald- ar. Aðeins væri eftir að treysta sér- eignarrétt á orkulindum landsmanna. Sjálfur hefur Hannes Hólmsteinn viðurkennt að hafa dansað með út- rásinni, en telur meginástæðu hruns- ins vera þá að Davíð Oddsson hafi sleppt stjórnartaumunum árið 2004 og orðið að láta í minni pokann fyrir nýríkum auðkýfingum. Davíð hafi séð fyrir að ekki mætti sleppa hendinni af þeim og forseta Íslands, sem hafi gef- ið þeim lausan tauminn með því að synja fjölmiðlalögum Davíðs staðfest- ingar vorið 2004. Í raun endurómar Hannes Hólmsteinn fræga ræðu Dav- íðs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok mars síðastliðnum. Þar sagði Dav- íð orðrétt: „Það er enginn vafi í mín- um huga á því að sú óheillaþróun að eigendur bankanna eignuðust alla frjálsa fjölmiðla varð til þess að þeir urðu smám saman eins og hafnir yfir gagnrýni. Það gerði næstum ógerlegt að stöðva vöxt þeirra og útþenslu auk þess sem flestir voru í klappliði þeirr- ar útrásar, líka þeir sem nú vilja ekkert við kannast. Eyðilegging fjölmiðlalag- anna er því mesta pólitíska skemmd- arverk sem unnið hefur verið í síðari tíma sögu Íslands. Örlög fjölmiðlalag- anna, þar sem löggjafarvaldið var haft undir, færðu auk þess útrásarvíking- unum þá trú að nú væru þeir ósnert- anlegir og þeim væru allir vegir færir.“ Þessi söguskýring Hannesar og Davíðs hefur hvorki verið sönnuð né afsönnuð með vísindalegum hætti, hvorki í Háskóla Íslands né annars staðar svo vitað sé. Járnkarl og kúbein Hannes Hólmsteinn Gissurarson var upphaflega skipaður lektor í Há- skóla Íslands árið 1988 af þáverandi menntamálaráðherra Birgi Ísleifi Gunnarssyni, flokksbróður Hannes- ar. Skipan hans olli miklum deilum og fór hátt í fjölmiðlum lengi vel. Dómnefnd á vegum HÍ komst að þeirri niðurstöðu að Hannes Hólm- steinn væri ekki hæfur til þess að gegna stöðunni. Á fundi félagsvís- indadeildar hlaut hann ekkert at- kvæði en Ólafur Harðarson, nú stjórn- málafræðiprófessor, nær öll atkvæði háskólakennaranna. Stúdentar mót- mæltu skipun Hannesar og ýmsar stofnanir Háskólans ályktuðu einnig á sama veg. Félagsvísindadeild átaldi vinnubrögð Birgis Ísleifs harðlega. „Með embættisveitingu þessari hef- ur menntamálaráðherra, Birgir Ísleif- ur Gunnarsson, brotið freklega gegn þeirri grundvallarreglu vestrænna háskóla, að þar skuli menn veljast til starfa á grundvelli faglegrar hæfni á tilteknum sérsviðum en ekki á grund- velli pólitískra eða annarra skoðana.“ Háskólaráð ályktaði á sömu lund snemmsumars 1988. Háskólaráð vísaði jafnframt á bug ásökunum menntamálaráðherra um vanhæfni og hlutdrægni dómnefndar við mat á umsækjendum. „Háskólaráð mót- mælir þeirri tilraun ráðherra til að hafa áhrif á kennslu í Háskóla Íslands með þeim hætti að veita stöðuna á grundvelli sérskoðana eins umsækj- anda á eðli og hlutverki stjórnmála- fræði. Kennslufrelsi Háskóla Íslands hafa ráðherrar virt allt frá stofnun þar til núverandi ráðherra gefur út hina sögulegu greinargerð 30. júlí síðastlið- inn. Það er einsdæmi að ráðherra gefi út þá yfirlýsingu að kennarstöðu við Háskóla Íslands skuli veita á grund- vellli sérskoðana.“ Umrædd greinargerð Birgis Ísleifs menntamálaráðherra um Hannes Hólmstein vakti umtalsverða athygli. Einkum þó eftirfarandi málsgrein þar sem ráðherrann réttlætti ákvörðun sína með vísan til skoðana umsækj- enda en ekki til viðtekinna viðmiða um menntun, hæfni og frammistöðu á sviði vísinda eða kennslu. „Það kemur glögglega fram í áliti dóm- nefndar og öðrum gögnum máls- ins að skoðanir núverandi kennara í stjórnmálafræði og Hannesar H. Giss- urarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar eru um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólík- ar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikil- vægt að tryggja fjölbreytni og frjálsa samkeppni hugmynda.“ Hæfur en þó ekki Eftir að Hannes Hólmsteinn hafði verið skipaður settu nemendur fram þá kröfu á deildarfundi í Félagsvís- indadeild að Hannes kenndi engin skyldunámskeið árið eftir; þeir töldu ekki upp á það bjóðandi að mað- ur sem ekki hefði fengið ótvíræðan hæfnisdóm tæki slíka kennslu að sér. Dómnefndin svaraði gagnrýni Birgis Ísleifs á blaðamannafundi 14. júlí 1988. Í Morgunblaðinu daginn eftir er vitnað til fundarins: „Jónat- an Þórmundsson (nefndarmaður og lagaprófessor) sagði að vel hefði kom- ið til álita að dæma Hannes óhæf- an til að gegna lektorsstöðunni. Það sýndi hins vegar glöggt hversu langt dómnefndin hefði teygt sig til að gæta fyllstu sanngirni að Hannes hefði ver- ið dæmdur hæfur að hluta.“ Óveðrinu slotaði smám saman og Hannes Hólmsteinn fékk frið til rann- sókna og kennslu. Hann hélt áfram að vera boðberi óhefts markaðsfrelsis, einkavæðingar og lágmarksafskipta ríkisins. Á sama tíma jukust reyndar umsvif ríkisins í höndum Sjáflstæðis- flokksins samfara einkavæðingu rík- isbankanna og fleiri almenningsfyr- irtækja. Þegar Hannes Hólmsteinn var 13. mars 2008, dæmdur í Hæstarétti til talsverðra fébóta vegna brota gegn höfundarrétti í ritum sínum um Hall- dór Laxness gagnrýndu ýmsir yfir- menn Háskóla Íslands fyrir að verja ekki heiður skólans: Ótækt væri að prófessor við skólann yrði uppvís að ritstuldi á meira en 200 blaðsíðum. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræði- prófessor ritaði meðal annars grein í Fréttablaðið 20. júní í fyrra og gagn- rýndi háskólarektor: „Rektor Háskóla Íslands brást við dómnum með því að segja að Háskóli Íslands gæti ekkert gert í málinu og staða prófessorsins yrði óbreytt. Hannes mun því halda áfram að kenna og leiðbeina nem- endum, meðal annars um vinnu- brögð við ritun fræðilegra ritgerða. Rektor lét hins vegar hjá líða að út- skýra hvernig sá háskóli á að starfa sem hefur að engu grundvallaratriði um heiðarleika og trúmennsku í vís- indastarfi og sannleiksleit.“ Kennir heimskreppu og framtíð kapítalisma Á því misseri sem nú er hafið í Há- skóla Íslands kennir Hannes Hólm- steinn meðal annars skyldunámskeið í stjórnmálaheimspeki og stjórn- málahagfræði þar sem verk eftir hann sjálfan, rituð löngu fyrir bankahrun, eru meðal lesefnis. Athygli vekur að Hannes Hólmsteinn er jafnframt kennari og umsjónarmaður málstofu um heimskreppuna og framtíð kapí- talismans. Yfir dyrum hátíðarsals Háskóla Ís- lands standa orð Jónasar Hallgríms- sonar, „Vísindin efla alla dáð“. Í grein í Fréttablaðinu 19. júní í fyrra lagði Svanur Kristjánsson út af þessum orðum á eftirfarandi hátt: „Starfsemi háskólans var frá stofnun 1911 byggð á þeirri grundvallaforsendu að til að tryggja sannleiksleit háskóla þyrfti hann að vera frjáls og sjálfstæður. Ein- ungis þannig væri hægt að koma í veg fyrir að annarlegir hagsmunir græfu undan hugsjón og starfi vísindafólks.“ Þegar einungis þrjú ár voru þar til Háskóli Íslands yrði 100 ára hrundi ís- lenska bankakerfið. Flestir hugsandi menn eru þess fullvissir að megin- skýringar á hruninu og margfalt al- varlegri kreppu af mannavöldum en dæmi eru um frá því land byggðist sé að leita innanlands og meðal þjóðar- innar sjálfrar. Spyrja má hvers virði þekking- aröflun háskólanna sé ef hún getur ekki komið í veg fyrir slíkt tjón sem við blasir? Ábyrgð er talin liggja hjá gráðugum bankamönnum, embætt- ismönnum í lykilstöðum, stjórnmála- mönnum og jafnvel fjölmiðlum. En hvaða ábyrgð ber Háskóli Ís- lands, musteri vísinda og kerfisbund- innar þekkingaröflunar? Sjálfur hefur Hannes Hólmsteinn viðurkennt að hafa dansað með útrásinni, en telur megin- ástæðu hrunsins vera þá að Davíð Oddsson hafi sleppt stjórnartaumunum árið 2004 og orðið að láta í minni pokann fyrir nýríkum auðkýfingum. Svanur Kristjánsson „Rektor lét hins vegar hjá líða að útskýra hvernig sá háskóli á að starfa sem hefur að engu grundvallaratriði um heiðarleika og trú- mennsku í vísindastarfi og sannleiksleit.“ „Vísindi efla alla dáð“Spyrja má um ábyrgð háskólasamfé- lagsins á bankahruninu ekki síður en ábyrgð fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.