Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 28
hávaða- mótmæli Samkvæmt gömlum kerl-ingabókum skapa fötin manninn og sé það rétt þá er ég sjálfsagt einhvers kon- ar óskapnaður, Frankenstein- skrímsli þegar föt eru annars vegar. Ég hef árum saman mátt sæta harðri og óvæginni gagnrýni, aðallega frá konum auðvitað, fyrir að kunna ekki að klæða mig. Ég þyki smekk- laus, sjúskaður og staurblindur þegar kemur að samsetningnu fata og lita. Þá hefur því líka ver- ið haldið fram í mín eyru að ég kunni hreinlega ekki að klæða mig og það sjáist best á því að ég gyrði buxur allt of hátt. Jafnvel alveg uppað nýrum, hvað svo sem það þýðir. Ég hef auðvitað ekki neitt vit á þessu en fer þó ekki ofan af því að öllu skárra sé að toga buxnastrenginn upp undir handarkrika frekar en að draga brækurnar á hælunum, með hálft rassgatið uppúr, eins og er móð- ins hjá ungum mönnum í dag. Mér til varnar hef ég meira að segja sett fram þá kenningu, studda góðum rökum, að fyrst hafi farið að halla und- an fæti hjá okkur eftir að unga fólkið hætti að gyrða sig. Efnahagshrunið og allar þær hörmungar sem því fylgja á rætur sínar í þeim siðferðisskorti sem er fólginn í því að fólk hirði ekki um að hysja upp um sig brækurnar. Samfélag sem líður slíkt kæruleysi endar óhjákvæmilega með allt niður um sig. En hvað um það. Ég er vel gyrtur og reyni af veikum mætti að standa vörð um fatastíl minn óháður tískustraumum og stefnum og fel mig á bak við fraskónginn Oscar Wilde sem sagði á góðri stundu að tísk-an væri svo ömurlegt fyrirbæri að það þyrfti að breyta henni á sex mánaða fresti. Ég hef mjög einfaldan smekk sem felur þó alls ekki í sér að ég velji aðeins það besta. Ég legg einfaldlega þann skilning í klæðaburð karlmanna að þeir eigi að vera þannig til fara að þeir geti fyrirvaralaust sinnt einföldum bílaviðgerðum, tekið þátt í slagsmálum og bjargað barni frá drukknun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fötunum sínum. Þess vegna reyni ég að ganga ekki í öðru en gallabuxum, svörtum háskólabol- um úr Hagkaupum, leðurjakka og strigaskóm. Bregð mér svo í stífbónuð tuttugu ára kúrekastígvél á hátíðisdögum. Þetta dress er losaralegt, jafn- vel kæruleysislegt, en þó fyrst og fremst þægilegt og hræbillegt. Ég þekki metrómenn sem ganga dagsdaglega í skyrtum sem kosta margfalt meira en alklæðnaðurinn minn. Mér finnst það nú hálfbjánalegt þeirra vegna enda heldur ekki vatni að skilgreina sig eftir merkjavöru og verðmiðum. Sé hið fornkveðna, sem oftast er notað gegn mér, um að fötin skapi mann- inn lagt til grundvallar þá er ég ekta en hinir plat. Þær konur sem ég hef bundið trúss mitt við í gegnum tíðina hafa því eðlilega lagt ríka áherslu á að ég gangi í fötum. Og konur eru nú eins og þær eru, enda frá Venus, og þess vegna hafa þær auðvitað ekki látið þar við sitja heldur líka hlutast til um hvernig ég klæði mig. Og þar komum við aftur að skrímsli Frankensteins. Frá því ég flutti, illa til fara, af heimili móður minnar hef ég verið tilraunadýr kvenna hvað klæðaburð snertir. Og þar sem ég slít fötum seint hefur áhrifa einnar sambýl- iskonu enn gætt þegar önn- ur, með ólíkar meiningar tekur við, þannig að ég á það á hættu að líta út eins og bútasaumaður trúður ef ég fer út fyrir minn trausta ramma blárra gallabuxna og svarts leðurs. Mér hefur verið troðið í rauða skó, skræpótt- ar nærbuxur, jakkaföt með litrík bindi, röndóttar skyrtur, sundskýlu með grænum laufblöðum, víðar gallabuxur með heljarinnar uppábroti og alls konar annarri vitleysu sem þótti smart á einhverjum tímapunkti. Gallinn við þessa viðleitni kvennanna í lífi mínu til að klæða mig er sá að það sem er smart þarf ekki endilega að vera töff og þótt ég efist ekki um að góður hugur hafi legið að baki öllum tilraunum þeirra til að poppa mig upp þá hafa þessar æfingar skekkt sjálfs- mynd mína. Dregið svo mjög úr sjálfsöryggi mínu að þegar ég fer út fyrir hússins dyr klæddur af konu finnst mér ég vera fórnarlamb. Skotspónn hrekkjusvína án þess að hafa kjark til að svara fyrir mig vegna þess að ég veit í hjarta mínu að ég er eins og bjáni til fara. Allir þeir sem hafa séð gamlar ljósmyndir af sér í fötum sem voru flott þegar myndin var tekin en eru löngu orðin halló ættu að geta sett sig í mín spor. Maður getur ekki klætt sig eftir tískunni vegna þess að í hvert sinn sem maður klæðir sig að morgni dags er maður í raun að klæða sig fyrir eilífðina. Þess vegna er ör- uggast að sniðganga tískuna alveg. Þá verður maður nefnilega ekki glatað- ur í framtíðinni þótt stöku konu finnist maður lummó þann daginn. Gallalbuxur og svartir leðurjakkar eru hafnir yfir strauma og stefnu tískunnar. Tímalausar flíkur sem standast tímans tönn og þola smurolíudrullu og stympingar. Þannig að ef ég held mínu striki og klæði mig eftir eigin höfði verð ég jafn töff á mynd eftir tuttugu ár og ég er í dag. Kannski ekki smart en töff og þeir sem hafa sopið fjörur á lífsleiðinni vita að það er einskisvirði að vera smart. Svoleiðis pælingar eru ágætar fyrir metrómenn sem áttu sitt móment í góðærinu. Töffið skilur hins vegar á milli feigs og ófeigs og þegar sagan kveður yfir manni sinn dóm er farsælast og flottast að standa keikur í gallabuxum og leðri. flottur jakki! ÞóRaRiNN ÞóRaRiNSSON skrifar HELGARPISTILL Ég fékk bréf í dag frá konu sem skamm- aði mig fyrir að hafa verið úti í 20 mín- útur á meðal mótmælenda fyrir utan þinghúsið meðan á þingfundi stóð. Ég fór í kjölfarið að hugsa um hvað al- menningur virðist vera lítið meðvit- aður um störf þingsins þó svo ég hafi reynt að upplýsa fólk um það með skrifum mínum. Ég hef nánast aldrei verið í fullum þingsal meðan á þing- fundi stendur. Sumir þingmenn hafa mikla við- veru í þingsaln- um á meðan aðr- ir fara til dæmis á golfmót eða eru að vinna á skrif- stofum sínum á meðan þingfund- urinn er í gangi. Þingsalurinn hefur til dæmis í dag ver- ið nánast tómur af stjórnarliðum með- an á Ice-save-um- ræðu hefur stað- ið. Kannski finnst fólki þessi umræða tæmd og ég er að mörgu leyti sam- mála því enda ljóst að þetta verður ekki tekið aft- ur í nefnd og það sem við erum að fást við mun standa, þó ambögur muni finnast á þessu áður en yfir lík- ur. Mótmælin gefa kraft Ég eyði miklum tíma með útsend- ingu þing- funda í gangi á meðan ég er að gera aðra hluti. Mér finnst nefni- lega ræðurnar afar misgóðar og oft eru þing- menn að end- urtaka sig út í hið óendan- lega. Ég hlusta aftur á móti með miklum áhuga á þing- menn sem hafa sýnt að þeir eru góðir ræðu- menn og auka oft dýpt og skilning minn á því mál- efni sem verið er að fjalla um. Ég við- urkenni fúslega að ég fer stundum út á Austurvöll og spjalla við það fólk sem hefur staðið mótmælavaktina í sumar og fannst ekkert eðlilegra en að fara út og taka þátt í hávaðanum í hádeginu í dag – finna smá nostalgíu – því sú samstaða sem skapast á þess- um fundum er eiginlega algerlega ein- stök og gefur mér þann kraft og hug- rekki sem til þarf til að berjast fyrir því sem fólkið fyrir utan er að kalla eftir að verði gert innan þingsins. Ég mun halda áfram að vera hluti af veruleik- anum fyrir utan þinghúsið þó svo að oft líði manni sem maður gangi í björg þegar inn í þinghúsið er komið. Mað- ur þarf að hafa sig allan við að muna hver veruleikinn er fyrir utan og ef það hefur einhvern tímann verið mikil- vægt þá er það núna. Hannes mótmælir Í eðli sínu þá ætti maður ekki að fara í manngreinarálit hvað varðar réttinn til að mótmæla. Auðvitað ættu allir að hafa rétt til að mótmæla. En það er samt einn mað- ur sem ég held að ætti bara að sleppa því að taka þátt í mótmælum sem tengjast hruninu og það er Hann- es Hólmsteinn. Hann er í huga þeirra sem hafa staðið vaktina einn af þeim sem bera hve mesta ábyrgð á hvern- ig þetta fór. Eins- konar arki- tekt NeoK- on stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Því kom mér ekk- ert á óvart að fólkið hafi hrak- ið hann á brott í dag. Ef hann hefði sýnt merki iðr- unar gagn- vart þeirri stefnu sem hann tók þátt í að skapa og varð okkur svo rækilega að falli hefði fólkið kannski séð í gegnum fingur sér. En þetta var ekki beint heppi- leg tímasetning. Þá fannst mér það algert dómgreindarleysi hjá hon- um að stilla sér upp í viðtal fyr- ir framan þinghúsið gegnt fólk- inu sem hann hefur kallað skríl og halda að það myndi ekki vekja sterk viðbrögð. Þegar honum var svo hleypt inní þinghúsið en ekki skrílnum var mörgum misboðið. Mótmælin sem slík voru mjög vel heppnuð, þarna voru um 400 manns sem verður að teljast gott á miðjum virkum degi. Hávaðinn var hressandi og í takt við þann hjartslátt sem innra með mér bærist. Kærar þakkir til þeirra sem skipulögðu há- vaðann. Birgitta Jónsdóttir útskýrir hvers vegna hún tók sér hlé frá þingfundi til að standa á meðal mótmælenda og einnig hvers vegna Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor ætti að sleppa því að mótmæla. 28 föStudaguR 28. ágúst 2009 umRæða „Sumir þingmenn hafa mikla viðveru í þingsalnum á meðan aðrir fara til dæmis á golfmót“ Búsáhaldabyltingin Nostalgían í bylting- unni gefur kraft. Hannes Hólmsteinn Ætti að iðrast áður en hann mótmælir. Hannes ræðir við þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde Mynd RÓBERT REynISSOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.