Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 38
Andlegur leiðtogi og lifandi goðsögn 38 föstudagur 28. ágúst 2009 helgarblað 1. sæti ÓlAfur stefánsson handboltamaður „Einn besti handboltamaður í heimi þrátt fyrir aldur. Er enn að gera ótrúlega hluti.“„Ekki spurning, einn af okkar bestu íþróttamönnum fyrr og síðar. Hefur unnið allt sem handaboltamaður getur unnið.“„Ótrúlegur karakter sem hefur verið okkar besti íþróttamaður svo árum skiptir. Andlegur leiðtogi íslensks handbolta.“„Tvímælalaust okkar besti íþróttamaður. Eitt er að detta inn sem frábær íþróttamaður en hitt er að ná að halda sér á toppnum árum saman, það er eitthvað sem einungis íþróttamenn á heimsmælikvarða gera.“ „Helsti afreksmaður okkar. Markahæsti leikmaður í mörg ár. Einfaldlega Meistarinn.“„Metnaðarfullur harðhaus en samt svo breyskur og mannlegur alltaf hreint. Klassísk hetja.“„Táknmynd íslenskrar íþróttahetju. Einn af bestu handknattleiksmönnum heims. Kæmist í hvaða lið sem er og hefði geta valið fótboltann, þeir sem hafa séð hann spila segja hann meira að segja betri en margir leikmenn í Pepsídeildinni.“„Kann að sigra og ná árangri, smitar frá sér, leiðtogi. Ég væri klárlega til í að setjast niður með honum á kaffihúsi og spjalla um íþróttir.“ „Mikill karakter. Ávallt í lykilhlutverki.“ „Andlegur konungur íslenskra íþrótta. Allir geta litið upp til Óla. Fullkomin fyrirmynd. Ótrúlega hæfileikaríkur, lifandi goðsögn. Klárlega flottasti íþróttamaður sem Ísland hefur nokkurn tímann alið.“ „Betri með árunum, leggur alltaf hart að sér og er þekktur fyrir að æfa meira en aðrir. Dæmi um íþróttamann sem kemur fram einu sinni á 100 ára fresti. Við erum heppin að fá að fylgjast með honum.“ „Einfaldlega stórkostlegur íþróttamaður og frábær leiðtogi.“ „Ber höfuð og herðar yfir aðra íþróttamenn hér á landi og jafnvel einn besti íþróttamaður Íslandssögunnar. Án vafa besti handboltamaður heims í dag.“ „Ótrúlegur leiðtogi, innan og utan vallar og einn sá besti í heiminum í sinni grein. Leiddi lið sitt til silfurs á Ólympíuleikunum.“ 2. sæti MArgrét lárA ViðArsdÓttir knattspyrnukona „Ég væri til í að velja allt landsliðið en ég vel Margréti Láru. Öflug og mikilvæg, algjör markaskorari.“ „Ótrúlegur knattspyrnumaður sem virðist skora mörk eftir pöntun. Ef hún hefur andlega þáttinn í lagi gæti hún slegið í gegn með góðu liði erlendis. Fremst meðal jafningja.“ „Algjört undrabarn á vellinum.“ „Ótrúleg fyrirmynd, íþróttamaður sem gerir alltaf sitt besta og á sjaldnast slæman dag. Velgengni íslenskrar kvennaknattspyrnu á henni mikið að þakka.“ „Klárlega öflugasta og glæsilegasta knattspyrnukona landsins og mjög góð fyrirmynd. Knattspyrnuáhugi stúlkna hefur aukist til muna eftir velgengni kvenna- landsliðsins.“ „Kvennaboltinn holdi klæddur. Frábær íþróttakona en samt frekar litlaus utan vallar.“ „Hefur gert ótrúlega mikið fyrir íslenska kvennaknatt- spyrnu og á bara allt gott skilið enda flott fyrirmynd fyrir bæði stráka og stelpur.“ „Hefur staðið sig með miklum sóma og átti stóran þátt í að Ísland fékk að keppa á EM.“ „Lykilmaður í liði sem tókst fyrst íslenskra fótboltaliða að komast á stórmót. Mikill leiðtogi og vinnur vel fyrir liðið og skorar mörk.“ 3. sæti eiður sMári guðjohnsen knattspyrnumaður „Englandsmeistari með Chelsea, keyptur til Barce- lona sem er afrek út af fyrir sig. Evrópumeistari og Spánarmeistari með Barca.“ „Fremsti fótboltamaður Íslands, liðið hans er Evrópumeistari og geri aðrir betur. Flottur gaur sem er landi sínu til sóma.“ „Ég verð að vera lame og segja Eiður Smári, það er enginn sem hefur afrekað eins mikið og hann í boltanum.“ „Í heimsklassa í útbreiddustu og vinsælustu íþrótt í heimi. Er þó að verða miðlungsleikmaður. Verður að skipta um félag ef hann á ekki að koðna niður á varamannabekknum hjá Barcelona.“ „Að vera frá 300.000 manna þjóð og ná þeim árangri að komast í besta félagslið í heimi segir sitt. Væri til í að sjá þennan flotta leikmann spila af meiri krafti með landsliðinu.“ „Okkar fremsti íþróttamaður ásamt Ólafi Stefáns.“ „Árangur hans verður seint toppaður af öðrum íslenskum knattspyrnumanni. Að hafa leikið fyrir Chelsea og Barcelona segir meira en mörg orð um þennan frábæra knattspyrnumann.“ „Enginn vafi - besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.“ álitsgjAfAr: Valdimar Grímsson handboltamaður Gunnbjörn Arnljótsson smiður Hannes Steindórsson fasteignasali Hallgrímur Indriðason blaðamaður Hlynur Geir Hjartarson kylfingur Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fegurðar- drottning Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður Vernharð Þorleifsson júdókappi Elsa Nielsen badmintonkona Ingibjörg Reynisdóttir leikkona Stefán Máni rithöfundur Nana Alfreðs tónlistarkona Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona Heiðrún Kristmundsdóttir körfuboltakona Hans Bjarnason íþróttafréttamaður Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona Garðar Ásgeirsson knattspyrnuþjálfari Soffía Sveinsdóttir veðurfréttakona Vésteinn Gauti Hauksson markaðsstjóri Sævar Pétursson framkvæmdastjóri Baðhússins Jón Gunnar Geirdal markaðsstjóri Guðrún H. Ólafsdóttir einkaþjálfari Sölvi Fannar Viðarsson framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Gunnar Jarl Jónsson knattspyrnudómari Signý Hermannsdóttir körfuboltakona Sonja Bergmann einkaþjálfari Umsjón: Indíana Ása Hreinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.